Heimsmynd - 01.07.1993, Side 36

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 36
hpttQ pr nntt nartl María Ellingsen leikkona hefur íCllQ ul yilll [JQI U undanfarin ár alið manninn í draumaverksmiðjunni vestur í Los Angeles og þar hefur hún meðal annars leikið í sápuóperunni Santa Barbara og í nokkrum kvikmyndum. En hún hefur þó síður en svo sagt skilið við ísland fyrir fullt og allt. Bonni ljósmyndari ræddi við Maríu í góðu tómi. Hvernig hefurðu það, María? Fínt, eiginlega mjög fínt. Ertu búin að vera lengi á íslandi? Nei, bara nokkra daga. Komstu heim til að vinna? Nei, ég bara í stutt frí-alltof stutt. Hefurðu farið eitthvað út á lífið? Elskan mín góða, upp á hvern einasta dag. Nei, það er ekki alveg satt. En það er svo leiðinlegt úti í Los Angeles að ég reyni að bæta mér það upp þegar ég kem heim. Hér nennir fólk að skemmta sér. Og gerir það oft í viku. Virðist ekki hafa neitt annað að gera. Ég er rólegheitakona, en það er gaman að bregða út af vananum og fara út á lífið. Þú ert ekkert í glamúrlífinu úti í Hollywood? Hvað heldur þú? Að María skáti sé í glamúrnum? Ertu ekki á stefnumótum með Tom Cruise og félögum? Nei, nei. Þetta fólk býr ekki einu sinni í borginni. Þetta er iðnaðarborg og fólk sem hefur efni á því býr á búgörðum í Montana og Nýju Mexíkó 'eða þá í New York. Hvernig gengur þér annars þarna úti? Ég veit það ekki. Stundum finnst mér að ég sé ekkert að gera. En þegar á heildina er litið er þetta ágætt. Ertu að slá í gegn? Nei. Mér finnst ég hafi verið skiptinemi í nokkur ár. Ég er búin að læra heilmikið. Og ég er alltaf með heimþrá. Alveg eins og skiptinemi. Saknarðu íslands? Já. Hvers vegna? Ég sakna þess að vera ekki heima hjá mér. Það er óttalega leiðinlegt að vera útlendingur til lengdar. Fólk skilur ekki einu sinni brandarana rnína. Ertu orðin amerísk? Nei, alls ekki. Ég er alltof þrjósk til að breytast. Eru ástfanginn? Já, af lífinu. Ekki af neinum manni? Ertu að spyrja hvort ég eigi kærasta? Nei, ég á ekki kærasta. Sjáðu til, ég er komin á giftingaraldur svo það er hætt við að næsta samband verði alvarlegt. Þá er það spurningin: Á það að vera Ameríkani? Á það að vera Ameríkani? Ekki ef ég fæ einhverju um ráðið. Og alls ekki ef systur mínar fá einhverju að ráða. Heldurðu að það sé ekki hægt að siða einhvern Ameríkana til? Klæða hann í lopapeysu og senda hann í fjós á Islandi? Það hefur oft verið reynt og ég hef aldrei séð það ganga upp. Maður þarf að alast hér upp til að skilja út á hvað þetta gengur. íslenskar konur eru alltaf að segja manni hvað við, íslenskir karlmenn, gætum lært mikið af þeim bandarísku sem eru alltaf svo kurteisir í návist kvenna. Og svo taka þær alltaf dæmið af bílhurðinni. Já, ég er alltaf að lenda í þessu með bílhurðina. Yfirleitt er ég búin að opna sjálf og skil ekkert í því hvað mennirnir eru að gera mín megin við bílinn. Annars eru Bandaríkjamenn indælir og upp til hópa mjög gott fólk. En hvað eiga þeir að gera við íslenska konu eins og mig? Þeir vita ekki hvað snýr upp og niður á svoleiðis fyrirbrigði. Ráða þeir ekki við sjálfstæðar konur? Þeir eru mjög forvitnir og heillaðir, en um leið eru þeir skíthræddir við kjaftinn á manni. Þeir átta sig ekki á að þetta er mikið til hinn íslenski hroki. Við erum öll svolítið merkileg með okkur. Við höfum lengi haldið að við værum í nafla alheimsins hérna á skerinu. Það þýðir ekkert annað. Annars gætum við ekki verið hérna. Maður verður að segja við sig: Þetta er gott partí. Og er þetta gott partí? Já, þetta er gott partí. Ég hef verið mikið á flakki um heiminn. Líklega af því að ég er hálfur Færeyingur. En mér líður alltaf best á Islandi. En héðan er styttra til Færeyja en til Hollywood. Það breytir ekki miklu fyrir mig. Ég kem ákaflega sjaldan til Hollywood. Þú býrð fyrir utan borgina? Já, ég leigi lítinn vinnumannskofa á hestabúgarði úti í sveit. Einn daginn þegar ég kom heim fór ég beint í að hjálpa einni merinni bænum að kasta. Það fannst mér æðislegt. Þú lékst í Santa Barbara. Hvar voru þættirnir teknir upp? Þeir voru teknir upp í hinu alleiðinlega hverfi Burbank. Ertu ekki fegin að vera hætt að leika i sápuóperu? Já, alveg rosalega fegin. Var það kvöl og pína fyrir leikara sem vill frekar vera á sviði? Þetta var góður skóli og ég vil síður tala illa um þættina. Ég var náttúrlega ofboðslega hneyksluð á hinu óbókmenntalega handriti til að byrja með. En svo ákvað ég að taka þessu með smáhúmor og leika mér. Og lék og lék og lék. Síðan hætti ég þegar ég var búin að fá nóg. Hafðirðu gaman af þessu? Ég held það. Ég á ábyggilega aldrei eftir að gera neitt þessu líkt, að leika í eitthundrað og sextíu sjónvarpsþáttum á einu og hálfu ári. Þetta var eins og að leika í tíu myndum á mánuði. Og alltaf sömu persónuna. Var þetta ekki feiknarleg vinna? Jú, en ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á. Ég gerði eiginlega ekki neitt annað en leika í þessum þáttum og var frekar leiðinleg á þessum tíma. Þetta var eins og að vera ófrísk. Ég átti mig ekki alveg sjálf. Eftir að ég hætti tók það mig nokkra mánuði að losna við sápuna úr hausnum. Þegar það tókst var eins og ég eignaðist sjálfa mig aftur. Hvað ertu búin að leika í mörgum myndum eftir að þú hættir í Santa Barbara? Næsta mynd verður sú þriðja. Verður þetta góð mynd fyrir þig? Já, hún býður upp á möguleika á að fá önnur hlutverk. En ég get ekki séð að hún verði neitt mjög krefjandi eða gefandi. Mér er farið að klæja í puttana eftir að leika eitthvað reglulega bitastætt. Takast á við eitthvað? Já, og helst í leikhúsi því þar á leikarinn heima. En kvikmyndin er alltaf heillandi og ég er á ágætis aldri til að leika í kvikmyndum. Það er ekki langur starfsaldur fyrir konur í amerískum bíómyndum. Þeir eru svo uppteknir af æskunni, Ameríkanar. Áttu við að þær geti ekki verið kyntákn 36 HEIMSMYND J Ú L

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.