Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 51

Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 51
Viðar Eggertsson er þrjátíu og átta ára einfari í íslenskri leiklist, útvarpsmaður, nýbakaður leikhússtjóri á Akureyri, tvíburi í tvenns konar skilningi. í viðtali við Þóru Kristínu Asgeirsdóttur horfir hann aftur og ræðir ástina, listina og lífið. engillinn púkinn T-Innn linvfiv lil/n frnrn Hann horíir lika fram á veginn en það er öllu erfiðara... Efitir athyglisverðan útvarpsþátt kem- ur útvarpsmaðurinn heim og kveikir á símsvaranum. Afspilunin er konurödd sem segir ekki til nafns og er í mikilii geðshræringu. „Þessi þáttur hefur breytt lífi mínu. Nú skil ég samband rnitt við móður tnína betur og ýmislegt í sambandi við bömin mín. Ég veit líka af hverju þyrmdi yfir mig þegar ég kom mörgtim árutn síðar inn á bamaheimilið Hlíðarenda og ég gat ekki skilið dóttur mína þar eftir. Við þurfutn einhvern tímann að tala satnan. “ Eftir þessi skilaboð heyrist suð og síðan kemur önnur konurödd, dap- urleg rödd eldri konu: „Þetta barnaheimili er mín svarta samviska ígegnum lífið. “ Barnaheimilið er bernskuheimili Viðars Eggertssonar en frá Akureyri lagði móðir hans upp til að leita ævintýranna. Verk- smiðjustúlka sem haföi byrjað að vinna fyrir sér svo agnarlítil að verkstjórinn hafði klambrað saman nokkrum kössum svo að hún næði upp á spunavélina. Þar vann hún myrkranna á milli og lét sig dreyma um Reykjavík. Hún varð ófrisk eftir að hún kom til Reykjavíkur, stóð uppi ein þegar hún fæddi tvíbura og leitaði á náðjr Félagsmála- stofnunar um vistun fyrir börnin sín. Nú hartnær fjörutíu árum seinna talar hún um Reykjavík og nýr gamlar þurrar hendur. Einkennilegt þurrt hljóð og hún talar, hvernig hún fékk ekki að snerta litlu börnin sín þegar hún kom á heimsóknardaginn og horfði á þau í gegnum gler. Agnarsmáir tví- burar í hvítum dúðum og hún hafði alið þá í þennan heim til þess eins að horfa á þá í gegnum gler. Þegar liðið er hátt á annað ár á hún ekki næga pen- inga til að geta tekið þá heim. Forstöðukonan býðst til að hafa þau lengur. Hefur tekið ástfóstri við drenginn Viðar. Trúir henni fyrir því að hún taki hann stundum með sér niður til að vekja son sinn, sem er í Há- skólanum. Það stafar ljóma af þessu mikla orði, Háskólinn. Móð- irin gengur siðan burt með kökkinn i háls- inum. Enn verður hún að bíða með að snerta litlu börnin sín. En forstöðukonan, hún brýtur reglur og heldur á litla drengn- um hennar í fanginu og ber niður í íbúðina sína til að vekja son sinn. Það er sárast. En þegar litli drengurinn ferðast um í fangi starfskvenna heimilisins, í línið, þar sem hann horfir á hvítu lökin brotin saman og eldhúsið þar sem barnamaturinn sýður í M V N D pottunum, liggur systirin í vöggunni og horfir með bláu augunum sínum á punkt í loftinu, hann hreyfist, jú hann hreyfist víst. Þegar móðirin fær loksins litlu börnin og heldur á þeim í fanginu, sér hún að augun í dótturinni eru orðin skrítin, annað augað rennur til og frá. „Ó, það er svo fallegt að vera tileygður. Hafðu ekki áhyggjur" segir forstöðukonan og eyðir þannig tali móður- innar sem fer heim til Njarðvíkur þar sem vinkona hennar bíður en hún ætlar að hjálpa henni að annast börnin. Tvíburarnir eru loksins komnir til mömmu, ótalandi á annað en óskiljanlegt hrogna- mál sem þau babla sín á milli. Þau kunna snertingu illa, sérstaklega systirin sem er óvön að láta kjassa sig og hnoðast með sig og sjóninni fer hrakandi á báðum augum, i dag er hún nærri blind á öðru auganu, þrjátíu og átta ára gömul. Bláu augun hans Viðars þau blika til mín bak við kringlótt sólgleraugu sem tolla á nefi leikhússtjórans þar sem ég sit and- spænis honum á hótelherbergi á Akureyri. Augun sem sonur forstöðukonunnar, virtur augnlæknir í Reykjavík, þekkti aftur þegar Viðar tók við hann viðtal við gerð útvarps- þáttarins, Eins og dýr í búri. „Augnsvipur 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.