Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 52

Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 52
jJmwii- áí fólks gleymist seint ... Og Viðar já, hann var í uppáhaldi hjá m l' JmJ móður minni, einskonar gullhrút- I ur eða heimaalningur meðal ^ kvennanna.“ 1967 er haldinn átakafundur í borgarstjórn Reykjavíkur og umræðuefnið á dagskrá er barnaheimilismál í höfuðborginni. Sigurjón Björnsson er þá borgarfulltrúi og í ræðu sinni talar hann um barnaheimili í borginni sem ættu að vera heilsulind ungra barna en séu vart meira en gróðrarstía andlegrar veiklunar. Hann nefnir sérstaklega barnaheimilið Hltðar- enda þar sem börnin eru höfð bak við gler eins og sýningargripir og þær aðferðir sem eru notaðar við umönnun barnanna geti leitt til alvarlegra sjúkdóma og fyrir því séu dæmi. „Útvarpsþátturinn, Eins og dýr í búri, átti aldrei að fjalla um mig og mína fjölskyldu þó svo að sú hafi orðið niðurstaðan" segir Viðar. „Við systkinin vorum of nærtækt dæmi til að ég gæti látið það hjá líða. Það er einnig at- hyglisvert að við dvöldum þar í tvö og hálft ár en hámarks dvalartími barna var annars eitt og hálft ár. Mamma hefur einnig orðfæri og Það hefur sjálfsagt þótt óviðurkvæmilegt að klæða mig í rósóttan kjól og því brugðu góðar konur á það ráð að sauma á mig jakka. frásagnarhátt alþýðufólks og það leitaði á mig og mér fannst freistandi að koma því á fram- færi eftir að við ræddum þetta mál. Hún hafði reyndar ekki viljað ræða þetta áður. Hafði vilj- að gleyma því, en ég lét mig ekki og var sífellt að stinga að henni minningabrotum sem ég hafði upp úr vinkonu hennar og á endanum iét hún undan. Þessi útvarpsþáttur reyndist síðan vera ákveðin lausn fyrir hana og eftir hann hefur henni og systur minni reynst auð- veldara að tala saman. Hann hefði líka eftir á að hyggja allt eins getað heitið í góðri trú, þó svo að annað nafn hafi orðið fyrir valinu. Allt var þetta gert í góðri trú.“ Við gerð útvarpsþáttarins um barnaheimilið fékk Viðar vitneskju um fleira í sambandi við bemsku sína. Faðir hans hafði orðið meiri ör- lagavaldur í bernsku tvíburanna en hann hafði grunað: „Ég hafði ekkert samband við pabba sem barn eða unglingur og hann ekki við okkur systkinin nema hvað hann færði okkur jólagjafir, dúkkur og leikfangabíla sem við fengurn á aðfangadagskvöld. Það var fyrst eftir að ég varð þekktur sem hann fór að hafa sam- band og ég kynntist honum eitthvað. Mamma sagði mér ekki frá því fyrr en í viðtölum vegna útvarpsþáttarins að hann hafi hótað að neyða hana til að drepa sig ef fleiri börn kæmu undir. Hún sagði þarna engum frá þessu en hræddist hann og tók þá ákvörðun að hún yrði að safna nægilegum peningum til að geta annast börnin án þess að þurfa að leita til hans. Það var því ekki síst vegna ótta við hann sem hún varð að korna okkur fyrir og fara að vinna suður í Keflavík. Síðan þetta varð ljóst hef ég ekki treyst mér til að hafa samband við hann aftur.“ Eftir barnaheimilið á Hliðarenda bjuggu systkinin hjá móður sinni í Njarðvíkum. „Ég minnist fárra hluta þaðan að undanskilinni rigningunni og rokinu sem alltaf var.“ Og við fjögurra ára aldur flytjast tvíburarnir ásamt móður sinni í eitt herbergi við Laugaveg þar sem móðirin fær vinnu í Reykjavík og þar búa þau í fimm ár. Hún fer síðan að vinna aftur upp á Keflavíkurflugvelli en missir vinnuna, brotnar saman og liggur mestan part rúmföst þann vetur. Systkinin reyna að bjarga sér eftir bestu getu. En móðirin hefur fengið nóg af ævintýrinu fyrir sunnan. Þegar hún hefur talið í sig kjark aftur er það til að pakka niður fá- tæklegum föggum sínum og halda aftur norð- ur á Akureyri. Og gamla plássið hennar í verk- smiðjunni biður en hún þarf ekki lengur kassa til að ná upp á vélina. Það beið hennar fleira á Akureyri, þar hitti hún aftur fyrir mann sem hún þekkti þegar hún var ung og þau rugla saman reytum. „Eftir þetta verður mamma í fyrsta sinn hamingjusöm og hún er enn að njóta lífsins. Ég hætti að vera trúnaðarvinur mömmu í þeim mæli sem verið hafði, en hún hafði haft ákaflega fáa fýrir sunnan sem hún gat snúið sér til. Ég fór líka að hafa rninna að segja af systur minni. Áður hafði ég passað mjög rnikið upp á hana þvi að hún sá svo illa og var dálítið lokuð inni í sjálfri sér. En eftir það fór ég sem unglingur að sleppa mér meira lausum, hafa áhugamál og stofna til vin- áttu við aðra krakka. Eg var fimmtán ára þegar stofnun atvinnu- leikhúss á Akureyri var undirbúningi og mikill áhugi meðal leikhússfólks fyrir norðan. Á þessum tíma komu atvinnuleikarar til Akur- eyrar og fyrstu sporin voru stigin í þá áttina. Ég fór að hanga niðri í leikhúsi á daginn og stundum fram á rauðar nætur. Mamma gerði ekki athugasemd við það, hún treysti mér alltaf fullkomlega. Það var helst að kennararn- ir í skólanum gerðu einhverjar athugasemdir við frelsisást mína því að ég valsaði inn og út úr tímum, jafnvel þar sem ég átti ekkert að vera. Ef það datt í mig að læra dönsku þá var ég sestur þar án þess að spyrja kóng eða prest og þannig var um allt og kannski má segja að ég hafi stofnað mitt eigið fjölbrautakerfi. Ég átti svo frábæra kennara í gagnfræðaskólanum og flestir leyfðu þeir mér að ganga mína leið. 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.