Heimsmynd - 01.07.1993, Page 53

Heimsmynd - 01.07.1993, Page 53
 ,3j£. ... '"V' 1 ly Wr Jj Jj(#> 1' wH ' Hk 'Hh 1 Wr mtmd „VÉr minn, þú verður að minnsta kosti ekki elskhugi á sviði." Kannski blundaði í mér einhver púki og fyrsta hlutverkið mitt hjá Leikfélagi Akureyrar var reyndar að leika púka í Gullna hliðinu. Þessi sýning fékk eiginlega þá mestu aug- lýsingu sem um getur. Ekki einung- is vegna þess að þarna var verið að minnast afmælis höfundarins heldur vegna handfanga á dyrum himna- ríkis sem voru písmerki í takt við tíðarandann og það fór fyrir brjóstið á mörgum. Ég fór ekki dult með það á þess- um árum að mig langaði til að verða leikari, en þegar nokkuð var liðið á dvöl mína í leikhúsinu tók Sigmundur Örn Arngrímsson mig á eintal og sagði við mig, „Viðar minn. Þú verður aldrei neinn leikari en hefur þér dottið í hug að verða Ieikmyndateiknari.“ Við ræddurn þetta nánar og ég man það sérstak- lega að hann sagði: „Viðar minn, þú verður að minnsta kosti ekki elsk- hugi á sviði.“ Seinna þegar ég var orðinn leikari lék ég elskhugann í samnefndu verki Pinters og þá minntist ég sérstaklega þessara orða. Sigmundur Örn var svo að segja lærifaðir minn á þessum árum og ég leit gífurlega upp til hans og virti hans ákvarðanir mikils. Það varð því úr að ég fór suður til Reykjavíkur til að læra leikmynda- gerð sautján ára gamall." Og þar með hófst nýr kafli í lífi Viðars Egg- ertssonar. Þegar nokkrir krakkar tóku sig saman og stofnuðu heilan leik- listarskóla fannst ýmsum málsmet- andi menningarvitum að sér vegið. Það hafði jú verið rætt að stofna sjálfstæða stofnun sem annaðist menntun ungra leikara en fram- kvæmdin hafði ekki orðið fyrr en núna. Þetta var árið 1972 þegar unggæðislegar hugmyndir sextíu og átta kynslóðarinnar höfðu tröllriðið skólahaldi á Vesturlöndum og nýi leiklistarskólinn sem nefndur var SÁL-skólinn bar þess öll merki að hugmyndafræðin var reist á þeim grunni. Nemendurnir ætluðu að reka skólann upp á eigin spýtur og ráða kennslunni. „Þegar ég kom til Reykjavíkur fékk ég innsýn í alger- 53

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.