Heimsmynd - 01.07.1993, Qupperneq 67
inni og umkomuleysið í öllum félagsskapn-
um.
Vilmundur hitti konuefni sitt Valgerði
Bjarnadóttur í menntaskólanum. Mér líkt og
öðrum félögum hans var það minnisstætt
þegar þau fóru að draga sig saman, hann
17 ára en hún 15. Sennilega var það fræg-
asti rómans í menntaskóla sem sögur fara
af; hann sonur menntamálaráðherra, hún
dóttir forsætisráðherra. Það vakti ekki
minna umtal þegar Vala, eins og Valgerður
er alltaf kölluð, eignaðist soninn Benedikt
árið 1966 er þau voru bæði í menntaskóla.
Þau giftu sig 1970, þá bæði í háskólanámi.
Þau eignuðust annan son 1973, en barnið
lést sama dag. Guðrún var þriðja barn
þeirra, fædd 1974. Fjórða barn þeirra var
Nanna Sigríður, en hún lést aðeins fimm
mánuða gömul í maí 1976. Árið 1981 fædd-
ist sonurinn Baldur Hrafn. Það voru mikil og
þung örlög lögð á herðar þeirra Vilmundar
og Völu í hjónabandi þeirra. Um þau mál
verður ekki fjallað í þessari grein, en efalítið
settu þau djúp spor í sálu Vilmundar og
mótuðu hann sem mann og pólitíkus.
Ný þjóðfélagssýn. Þegar Vil-
mundur kom til íslands 1973 að loknu
háskólanámi í sögu í Bretlandi og hóf fyrstu
beinu afskiptin af þjóðfélagsmálum og
stjórnmálum, blasti við honum allt annað
Island en flestir aðrir landar hans eygðu.
Dvöl Vilmundar erlendis í opnu lýð-
ræðissamfélagi, þekking hans og menntun í
mannkynssögu jafnt sem samtímasögu sam-
fara óvenjulegri greind og næmleika, gerði
Vilmundi kleift að sjá lengra og dýpra í ís-
lenskt þjóðfélag en þeir sem daglega
hrærðust í atvinnusveiflum, óðaverðbólgu,
bankabrölti og reddingum við húsabygging-
ar og bílakaup. Og við má bæta meðfædd-
um fyrirvara Vilmundar á valdi og valda-
mönnum. Vilmundur var aðeins tíu ára þeg-
ar faðir hans varð ráðherra í ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokksins, svo-
nefndri Viðreisnarstjórn, og hann var 23 ára
þegar faðir hans lét af embætti sem ráð-
herra. Andstæðingar Vilmundar sögðu því
oft að hann hefði verið alinn upp í aftursæt-
inu á ráðherrabíl. Æska og uppvöxtur Vil-
mundar Gylfasonar innan um valdamestu
menn í stjórnkerfi og embættiskerfi settu
vissulega mark á hann. En alls ekki í nei-
kvæðri merkingu; hann dró ekki dám af
valdinu sem slíku. Þvert á móti umgekkst
Vilmundur valdamenn sem jafningja sína
allt frá unga aldri og bar aldrei neina sér-
staka virðingu fyrir þeim sem slíkum.
Fyrirlitning Vilmundar á snobbinu í
kringum stjórnsýsluna var af sama toga;
honum þótti hvorki mikið til þeirra koma
sem beygðu sig í andakt fyrir valdinu né
þeirra sem kepptu eftir æðstu metorðum,
valdanna og framans vegna. í augum hins
unga háskólamanns var stjórnsýsluvaldið
hvorki heilagt né óumbreytanlegt. Og það
sem meira var: í augum Vilmundar voru
hinir lýðræðislega kosnu valdamenn ekki
fulltrúar fólksins, heldur fulltrúar fámennra
sérhagsmunahópa sem stóðu vörð um vald-
ið og fjármagnið.
Vilmundur var óvenjulegur ungur maður
í stjórnmálalegu tilliti. Hann tilheyrði hvorki
stuttbuxnadeild Heimdallar né ungsósíalist-
um Alþýðubandalagsins eða annarra hópa í
villta vinstrinu. Hann var ekkí einu sinni
ungkrati, leiddist hin lífvana og ófrjóa ung-
liðasveit Alþýðuflokksins sem hann hafði
haft dálítið samneyti við upp úr fermingu.
Hann afneitaði meira að segja sinni eigin
kynslóð, '68 kynslóðinni og gildum hennar;
hlustaði í mesta lagi stöku sinnum á Bítlana,
en dáði Hauk Morthens, Elvis Presley, Ink
Spots og Marlene Dietrich mun meira. Ófá
kvöld og nætur þurftum við skólabræður
hans að hlýða á vemmilegar plötur Vimma,
meðan hann kinkaði kollinum ákaft í takt
við tónlistina, en við biðum óþreyjufullir
eftir því að fá að setja Bítlana eða Rolling
Stones á fóninn.
Vilmundur var byltingarmaður en hugn-
aðist ekki byltingarhugmyndir sósíalista.
Hann hafði verið leikinn skákmaður allt frá
barnæsku og með vönum augum skák-
mannsins horfði hann yfir hið íslenska
sjónarsvið, skilgreindi það og gaf því upp-
nefni jafnt sem hugtök sem enn lifa. Hann
sá það sem aðrir sáu ekki og úr hinum
samfélagslegu skilgreiningum sínum á
dvergríkinu íslandi smíðaði hann pólitísk
vopn; stjórnmálstefnu sem í fyrstu virtist
ekki samleit en var þó eins og maðurinn
sjálfur: Margbrotin en samfelld í senn.
Meinvörpin í þjóðar-
líkamanum. Það ísland sem blasti
við Vilmundi Gylfasyni var ísland fjötra og
niðurlægingar, land fámennisvalds og sér-
hagsmunagæslu eftir áratugalanga stjómun
og samtryggingu stjórnmálaflokkanna
fjögurra sem Vilmundur kaus að líta á sem
samfellt kerfi, „fjórflokkakerfið".
Valdamennirnir höfðu með öðrum orðum
misnotað stjórnsýsluna og stjórnarskrána
sem slíka til að taka völdin af fólkinu, en
höfðu byggt upp kerfi sem tryggði fáum
útvöldum yfirráð yfir völdum og fjármagni,
hvort sem þeir væm við landsstjómina eða
ekki.
Rök Vilmundar fyrir þessari samfélags-
mynd voru mörg. Flokkakerfið var að hans
dómi úr sér gengið og ónýtt; hugmynda-
fræði flokkanna var löngu komin frá upp-
haflegum hugsjónum og þeir þjónuðu ein-
ungis sem tæki fyrir fáa einstaklinga til að
komast upp framastiga til að geta síðar sest
að kjötkötlum samfélagsins. Óðaverðbólga
og margs konar höft í verslun, viðskiptum
og bankastarfsemi höfðu flutt eðlilega þró-
un peningamála undir yfirborð þjóðfélags-
ins þar sem brask og sukk á svörtum mark-
aði blómstraði. Þetta kallaði Vilmundur
Vilmundi þótti hvorki mikið til þeirra
koma sem beygðu sig í andakt fyrir valdinu
né þeirra sem kepptu eftir æðstu metorðum,
valdanna og framans vegna.
„neðanjarðarhagkerfið".
Óeðlileg hagsmunatengsl aðila úr stjóm-
málalífi og opinberu Iífi við aðila atvinnu-
markaðarins og viðskiptalífsins kölluðu
ennfremur á spillingu og fyrirgreiðslur sem
skekktu eðlilega samkeppni og heilbrigt at-
vinnu- og efnahagslíf. Vilmundur gerði alla
þessa gjörninga gagnsæja með einu hnyttnu
slagorði: Löglegt en siðlaust.
Síðast en ekki síst beindi Vilmundur
sjónum sínum að fjölmiðlum landsins, dag-
blöðunum fjómm og Ríkisútvarpinu sem þá
skiptist í eina útvarpsrás og sjónvarpsrás.
Þessa fjölmiðla kallaði Vilmundur lokaða og
þjóna hinnar samtryggðu og samtvinnuðu
valdastéttar sem réði yfir fjármagni, völdum
og hlunnindum. Allur almenningur væri
hins vegar fórnarlamb þessa kerfis: Fólkið
hafði kosningarétt til að kjósa yfir sig sömu
mennina sí og æ þótt flokksliturinn væri
mismunandi, og hin lokaða og ófrjálsa
fjölmiðlun flokkakerfisins sá til þess að
réttar og sannar upplýsingar bærust aldrei
til fólksins og allri raunverulegri samfélags-
umræðu yrði umbreytt í óáhugavert
pólitískt pex og karp. Áhrif Vilmundar á
þróun til frjálsrar fjölmiðlunar eru síst minni
en framlag hans til umbreytinga í stjómmál-
um og nýrrar þjóðfélagslegrar greiningar á
íslenskum samtíma.
Vilmundar á þessum sjúkdómseinkenn-
um þjóðlífsins var ekki sú að þjóðin væri
að berjast við erfiðar ytri aðstæður á borð
við lélega fiskgengd, Iágt verð á fiskmörk-
uðum, lítinn hagvöxt sem skapaði óðaverð-
bólgu, óstöðugt gengi og þar fram eftir göt-
unum. Vilmundur var þeirrar skoðunar að
vandi þjóðfélagsins kæmi ekki að utan,
HEIMSMYND
J Ú L í
67