Heimsmynd - 01.07.1993, Side 70

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 70
Framsóknarmenn fylltust heilagri reiði vegna áiása Vilmundar á formann þeirra og því varð styrjöldin hörð; rað fer ekki á milli mála að iún særði Vilmund mörgum holsárum. fyrrum fréttastjóra Vísis. Heimildir Vilmund- ar komu oft innan úr kerfinu, en einnig frá fólki út í bæ sem fann hvöt hjá sér til að upplýsa þennan vaska blaðamann um stað- reyndir sem það taldi að ættu erindi til al- mennings. Vilmundur lýsti því sjálfur að veturinn 1974 - 75 hefðu „flóðgáttir opnast“. Menn fundu í Vilmundi mann sem ögraði hinu lokaða kerfi með upplýsingastreymi sem hann setti í ferskara og skýrara sam- félagslegt samhengi en aðrir höfðu áður gert. Vilmundur eignaðist að sjálfsögðu öfl- uga andstæðinga á skömmum tíma og einu sinni var honum stefnt fyrir meiðyrði vegna sjónvarpsþáttar. Hann var sýknaður fyrir dómstólum vegna þessa máls nokkrum árum eftir að kæran var lögð fram. Eitt umtalaðasta mál Vilmundar á þess- um árurn kom ekki upp á yfirborðið í sjón- varpi, heldur í spjallpistlinum Um daginn og veginn í útvarpinu. Vilmundur fjallaði um gjaldeyrisbrask sem tengdist afgreiðslu banka á gjaldeyri til bifreiðakaupa. Sumir fengu yfirfærslur á síðustu dögum fyrir gjaldfellingu krónunnar, aðrir ekki. Einkum voru það fyrirmenn þjóðarinnar sem höfðu að mati Vilmundar fengið gjaldeyrisyfir- færslur fyrir nýjum bifreiðum rétt áður en gengið var fellt, þar á meðal sjálfur fjár- málaráðherrann. Vilmundur endaði pistil sinn á þessum orðum: „Á hinu háa Alþingi sitja sextíu alþingismenn. í nágrannalönd- um okkar, Bretlandi og í Danmörku, hefði verið spurt um svona hluti á þjóðþingum og hið sanna fengið að koma fram. I Nígeríu hefði reyndar verið þagað og á Al- þingi íslendinga spurði enginn um neitt.“ Fjármálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu um að bifreiðakaup sín hefðu verið með felldu „og fékk eina tíu kerfislabbakúta til að vitna með sér um þau mál“, eins og Vil- mundur komst að orði í grein í Morgun- blaðinu. Vilmundur hafði sitthvað við yfir- lýsingu ráðherrans að athuga og rannsakaði málið og setti hún forsvarsmenn Heklu, ritstjóra Morgunblaðsins og bankayfirvöld í heldur neyðarlegt ljós. Vilmundur hafði oft á orði síðar að þetta tiltekna mál hefði opnað augu sín fyrir raunverulegu ástandi fjölmiðlunar og samtryggingar í landinu. Blaðamennska Vilmundar þróaðist hratt en stöðugt frá upplýsandi rannsóknarblaða- mennsku til pólitískrar stefnumótunar. Stundum var erfitt að greina þarna á rnilli, því Vilmundur var aldrei hlutlaus í blaða- mennsku sinni. Hann setti málin upp eins og dómstóll, leiddi menn til vitnis, tók sér hlutverk sækjandans og dómarans ef því var að skipta. Það má þvi ef til vill deila um óhlutdrægni Vilmundar sem blaðamanns, en víðtæk áhrif hans á blaðamennsku á íslandi eru óumdeilanleg. Stefna Alþýðuflokksins endurskoðuð. Alþýðuflokkurinn var nánast horfinn af yfirborðinu eftir hið langvinna samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Haustið 1974 töldu flestir Alþýðuflokkinn ónýtan stjórnmálaflokk. Vilmundur Gylfa- son var einnig þeirrar skoðunar en eygði um leið tækifærið að móta nýja stefnu í anda sinnar hugmyndafræði, ná undirtök- unum í flokkum og gera hann að því tæki sem þyrfti til að koma á varanlegum bata í þjóðarlíkamanum. Stjórnmál eru veruleiki þversagna og það er skondið til þess að hugsa að formaður Alþýðuflokksins á þess- um tíma var Gylfi, faðir Vilmundar, hug- myndafræðingur markaðsstefnu flokksins og leiðtogi hans á viðreisnarárunum. Það er ennfremur skondið að stefna Gylfa, sem að lokum hafði leitt flokkinn út í eina mestu eyðimerkurgöngu í sögu krata, var sú stefna sem stóð næst hugmyndum Vil- mundar. Með öðrum orðum: Þversögnin var sú að Vilmundur hugðist reisa flokkinn úr öskustó föður síns með svipaðri stefnu. Framsetning Vilmundar var þó ólík hag- fræðipólitík föðurins. Ólafur Ragnar Grímsson sagði eitt sinn á þingi að Vil- mundur væri „poppuð útgáfa af Gylfa Þ“. Auðvitað er þetta einföldun en sannleiks- korn felst þó í þessari líkingu. Gylfi Þ. Gíslason sagði af sér for- mennsku í Alþýðuflokknum 1974. Við tók Benedikt Gröndal. en varaformaður var kjör- inn Kjartan Jóhannsson Þetta sumar var mynduð ný ríkisstjóm, stjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar. Vilmundur skynjaði að kaflaskipti væru að eiga sér stað. Samtök frjálslyndra og vinstri manna höfðu leyst upp, tveir helstu kjötkatlaflokkarnir voru sestir að völdum og sú þjóðfélagslega opn- un sem viðreisnarstjórnirnar höfðu skapað virtist vera að lokast. Vilmundur mat Benedikt Gröndal réttilega sem heppilegan formann Alþýðuflokksins. Benedikt skynjaði kraftinn í Vilmundi og hið nýja afl sem gæti gefið Alþýðuflokknum aukið fylgi og traust meðal kjósenda. Hagsmunir þeirra fóru því saman og Benedikt gaf ungu mönnunum í flokknum lausan tauminn. Þar sem Vilmundur hafði ákveðið að gera Alþýðuflokkinn að baráttutæki sínu var ljóst að hann þurfti að ná völdum innan flokksins til að koma fram sinni stefnu. í þessu fólst enn ein þversögnin í lífi Vil- mundar: Til að hnekkja valdi þurfti hann að öðlast völd sjálfur. Þessi þversögn fylgdi Vilmundi í öllu pólitísku starfi hans til ævi- loka. Tækifærið bauðst þegar Vilmundur vald- ist í nefnd til að endurskoða stefnu Alþýðu- flokksins. Vilmundur hafnaði algjörlega gömlu skýringunum sem skiptu flokkum til hægri eða vinstri. Hann var þeirrar skoðun- ar að hinar séríslensku aðstæður hefðu skapast við hið sérstæða íslenska flokka- kerfi og útrýmt slíkum hugtökum. Sigur í prófkjöri. Vilmundur fyrirleit alla tíð flokkskerfið sem slíkt. Honum leiddist flokksstarf og tjáði sig oftsinnis um það að stjórnmálaflokkar þvældust fyrir lýðræðislegri framþróun. í flokka söfnuðust menn með aðrar hug- myndir en þær að stuðla að betra þjóð- félagi; þar mættust eiginhagsmunasinnar, gæslumenn forréttinda og hagsmunahópa, undirmálsmenn úr þjóðlífinu sem vildu treysta stöðu sína gegnum pólitík og fleiri af því taginu. Flokkar gáfu ekki rétta mynd af fólkinu x landinu að mati Vilmundar. En verstir voru þó að mati Vilmundar svo- nefndir flokkseigendur; hóparnir sem töldu sig eiga flokkana í skjóli eignaumsýslu eða umdæma. Hvað Alþýðuflokkinn varðaði blasti við Vilmundi flókið eignarhaldsnet Hafnar- fjarðarkrata, Vestfjarðakrata, peninga- og bitlingakrata úr Reykjavík og verkalýðs- krata. Vilmundur skynjaði að margir myndu flykkja sér um hugmyndir hans, en sjálfur gat hann ekki hugsað sér að mynda eina valdaklíkuna enn í flokknum eða að leiða utanaðkomandi hugsjónafólk inn í ranghala flokkseigenda og innri valdaátaka. Vil- mundur þekkti andrúmsloft flokkakerfisins of vel til þess. Aðeins þeir sem hafa kynnst innri átökum í stjórnmálaflokkum þekkja til 70 HEIMSMYND J Ú L í

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.