Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 71

Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 71
hlítar andrúmsloft hrossakáupa, pólitískra launmorða, ótta og foringjadekurs; græðg- ina að auka völd sín og áhrif og angistina að missa aðstöðu eða bitlinga innan flokks sem utan. Til að efla lýðræði í Alþýðu- flokknum og sýna öðrum flokkum gott for- dæmi kastaði Vilmundur fram hugmyndinni um opið prófkjör í Alþýðuflokknum. „Hundrað kratar í flokkskerfi skipta engu máli þegar þúsundir taka þátt í próf- kjöri," sagði Vilmundur eitt sinn. Að stytta leiðina frá almenningi til þjóðfélagsvaldsins var meginmálið í huga Vilmundar. Miðað við hve róttækar tillögur Vilmund- ar um opið prófkjör voru og hversu opin- skátt þær gengu gegn föstu hópunum í Alþýðuflokknum og öruggri kjördæmis- stöðu einstakra þingmanna, vekur það reyndar furðu hversu auðveldlega þessar hugmyndir hlutu afgreiðslu á flokksþingun- um 1975 og 1976. Auðvitað var þeim and- mælt en í stórum dráttum settust menn nið- ur og unnu úr hugmyndum Vilmundar um opið prófkjör. Ef til vill er ein helsta skýr- ingin hin bága staða flokksins á þessum tíma og að menn hafi verið reiðubúnir að reyna nýjar og ferskar hugmyndir sem gætu lokkað almenning til fylgis við Alþýðu- flokkinn. Það var með öðrum orðum litlu að tapa. Árið 1977 var málið í höfn og Vilmundur gat siglt út í opna prófkjörsbaráttu sem ekki aðeins gjörbreytti pólitískri ásjónu flokksins út á við og sendi uppstillingarnefndir ann- arra flokka aftur til steinaldar, heldur tryggði Vilmundi sjálfum mun sterkari stöðu fyrir komandi alþingiskosningar. Enda gekk það eftir að Vilmundur Gylfa- son vann stóran sigur í prófkjörinu í Reykjavík. Hann hlaut 75 prósent atkvæða í fyrsta og annað sætið og tók því annað sæt- ið á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík á eftir Benedikt Gröndal flokksformanni. í þriðja sæti hafnaði Jóhanna Sigurðardóttir. Afhroð guldu hins vegar Eggert G. Þorsteinsson og Björgvin Guðmundsson. Það voru fyrst og fremst hugmyndir Vilmundar og greiningar hans á þjóðfélagi samtímans sem höfðu fært honum sigurinn. Hann fann glöggt sjálfur hið nýja afl og taldi að nú væri hafin sókn gegn myrkraöflum íslensks samfélags. Samtímis var hann sannfærður um að Al- þýðuflokkurinn myndi breytast með nýjum siðum og vinnubrögðum. „Nýr og betri Al- þýðuflokkur mun koma upp í kjölfar próf- kjörsins,“ sagði Vilmundur í blaðaviðtali að loknum slagnum. „Sá sigrar ávailt sem rétt hefur fyrir sér." Vilmundur sóttí fram harðar en áður og barðist á tveimur vígstöðvum fram til kosninga í júní 1978: Annars vegar hélt hann áfram að vinna skoðunum sínum fylgi meðal almennings og lofaði þar með breytingum á þjóðfélag- inu ef stuðningur við Alþýðuflokkinn væri nógur. Hins vegar stóð hann í harðri bar- áttu fyrir stefnu sinni og hugmyndafræði við ýmis öfl í eigin flokki. Prófkjörið hafði styrkt Vilmund og út á við var hann sterk- asta ásjóna flokksins og leiðtogi í reynd. Kraftur Vilmundar fólst ekki síst í því að hann trúði af offorsi á hugmyndir sínar. Þær voru sannar fyrir honum, óhagganlegur veruleiki. Hann trúði á réttlætið í hugmynd- um sínum og hann fór beint af augum. Frá menntaskólaárunum er mér minnisstætt þegar við stóðum eitt síðdegið í snjónum og myrkrinu fyrir framan skólahúsið og deildum um tiltekið mál. Við vorum á önd- verðum meiði og það var ljóst að engin niðurstaða fengist. Þá bauð Vilmundur allt í einu upp á að við skyldum gera út um ágreiningínn með slagsmálum: Sá sem lægi undir hefði tapað, hefði rangan málstað. Ég samþykkti tillöguna eftir nokkurt hik, ekki vegna þess að Vilmundur væri mikill að burðum, heldur vegna þess að mér fannst aðferðin óvenjuleg og nokkuð umdeilanleg, svo ekki sé meira sagt. Það þarf ekki að hafa um þetta mörg orð: Slagurinn var tæp- ast hafinn fyrr en ég lá undir. Vilmundur gekk beint til verks og felldi mig áður en ég náði að hugsa. Ég vildi andmæla þar sem ég lá í snjónum en Vilmundur sagði við mig alvarlegur i bragði: ,,Sá sigrar ávallt sem rétt hefur fyrir sér." Reykjavík. Atburðirnir höfðu gerst þremur árum áður eða haustið 1972. Um var að ræða ólöglega áfengisflutninga, auk margra milljón króna fjársvika. Veitingahúsinu var lokað en nokkrum dögum síðar kom skip- un frá dómsmálaráðuneytinu um að opna Klúbbinn. Embætti ríkissaksóknara mót- mælti opnuninni. Dómsmálaráðherra var Olafur Jóhannesson, formaður Framsóknar- flokksins. Vilmundur spyrti saman ákvörð- un Olafs að opna Klúbbinn og óeðlileg fjár- málatengsl eiganda Klúbbsins við Fram- sóknarflokkinn. Greinin var að sjálfsögðu alvarleg gagnrýni á dómsmálaráðherra, svo ekki sé meira sagt. En málið átti eftir að taka á sig enn rosalegri myndir. Við rann- sókn hins svonefnda Geirfinnsmáls báru tvö ungmenni það á fjóra einstaklinga að þeir væru viðriðnir hvarfið á Geirfinni. Tveir þeirra voru forráðamenn Klúbbsins. Áburðurinn reyndist vera rangur, en það kom ekki fram fyrr en síðar. í millitíðinni var grein Vilmundar um dómsmálaráðherra og Klúbbinn mönnum í fersku minni og það þurfti ekki mikið til að setja íslenska þjóðarsál á loft í æsingakenndu andrúms- lofti hinna skelfilegu atburða. Málunum var blandað saman í eitt og almenningsálitið spurði sig um þátt formanns Framsóknar- flokksins og dómsmálaráðherra, ekki að- eins í Klúbbmálinu, heldur einnig í Geir- Honum leiddist flokksstarf og tjáði sig oftsinnis um það að stjórnmálaflokkar þvældust fyrir lýðræðislegri framþróun. í flokka söfnuðust menn með aðrar hugmyndir en þær að stuðla að betra þjóðfélagi; þar mættust eiginhagsmunasinnar, gæslumenn forréttinda og hagsmunahópa, undirmálsmenn úr þjóðlífinu sem vildu treysta stöðu sína gegnum pólitík og fleiri af því taginu. Kiúbburinn, Geirfinnur og Sólnes. Vilmundur var vígreifur veturinn 1977. Upp- taktur kosningabaráttunnar var hafinn og hann brá mörgum bröndum á loft samtímis. Mörg mál hans vöktu þjóðarathygli, eins og til dæmis aðför hans að Jóni G. Sólnes, alþingismanni Sjálfstæðisflokksins, en grunur lék á að hann ætti ólöglegar inni- stæður í dönskum banka. Vil- mundur réðist að Sólnes í grein í Dagblaðinu, en hann notaði kjallaragreinar í síðdegisblöð- unum tveimur umfram aðra miðla til að koma skoðunum sínum á framfæri. Vilmundur hjólaði enn- fremur í þingmanninn vegna framkvæmdanna við Kröflu og sakaði hann urn sukk og fyrirgreiðslu í eigin kjördæmi á kostnað skattgreiðenda. Atlaga Vilmundar gegn Framsóknar- flokknum í ársbyrjun 1976 hafði þó vakið hvað mesta athygli og skekið allt þjóðfélag- ið. Nú var málið notað gegn Vilmundi og honum núið því um nasir að það væri á hans ábyrgð að tveir menn hefðu verið sak- lausir hnepptir í gæsluvarðhald vegna Geir- finnsmálsins. Upphaflega skrifaði Vilmund- ur grein í Vísi haustið 1975 þar sem hann sagði frá meintum fjármálaafbrotum að- standenda veitingahússins Klúbbsins í finnsmálinu. Ólafur Jóhanesson flutti fræga varnarræðu á Alþingi og notaði orðið „Vísismafía“ sem varð fleygt um land allt. Málið smákoðnaði niður eftir því sem rann- sókn Geirfinnsmálsins miðaði áfram. En það tók mörg ár og þetta varð að kosninga- máli tveimur árum síðar, 1978. Vilmundur neyddist til að rekja allt málið í mikiili blaðagrein rétt fyrir kosningarnar í júní og þar dró hann ekkert undan hvað varðaði ásakanir sínar í garð Ólafs Jóhannessonar og fjármálatengslin við Klúbbinn, en undir- strikaði að Klúbbsmálið væri öldungis óskylt Geirfinnsmálinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.