Heimsmynd - 01.07.1993, Side 72

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 72
Gráu tónarnií voru svo fáir. Sigur eða ósigur. Alit eða ekkert. Hann gerði fressar kröfur til annarra, en þó mesttilsjálfssín. Andstæðingar Vilmundar innan Fram- sóknarflokksins höfðu fyllst heilagri reiði vegna árása hans á formann þeirra og því varð styrjöldin hörð; það fer ekki á milli mála að hún særði Vilmund mörgum hol- sárum. Svo seint sem í júní 1979 gerði þá- verandi ritstjóri Tímans, Jón Sigurðsson. þunga atlögu að Vilmundi í leiðara blaðs síns. Orðrétt skrifaði Jón: „Á sínum tíma átti Vilmundur meginþáttinn í því að fjórir ein- staklingar voru álitnir hvers manns níðing- ar. í því voðalega galdrafári sem var vakið upp fyrir örfáum árum sættu þessir menn langvarandi frelsissviptingu og fjölskyldur þeirra urðu fyrir óumræðanlegri óhamingju. Hvað sem annað verður, mun Vilmundur Gylfason aldrei getað þvegið af sér siðferði- lega ábyrgð á þeim hræðilegu atburðum.“ Þessi orð eru birt til marks um hve hörð baráttan var milli Vilmundar og pólitískra andstæðinga hans. Þess má þó geta að Jón og Vilmundur voru gamlir vinir úr mennta- skóla og fór alltaf vel á með þeim. Erlendir kratapeningar. Vilmundur stóð ekki aðeins i bardaga við andstæðingana í öðrum flokkum. Hann beindi einnig spjót- um sínum að Alþýðuflokknum. Mestur stóð styrrinn um Alþýðublaðið, litla blaðið sem var nær horfið af markaði en var enn sem fyrr stórveldi innan flokksins. Vilmundur vildi leggja blaðið niður ef það stæði ekki undir sér fjárhagslega. Blaðið hafði notið fjárhagslegrar fyrirgreiðslu í bankakerfinu eins og tíðkaðist með rekstur flokka, fyrir- tækja og húsbygginga á þessum tíma. Vilmundur vildi hætta þessum fyrir- greiðslum. Á sama tíma lá Alþýðuflokkur- inn undir miklu ámæli fyrir að þiggja fé frá krataflokkunum á Norðurlöndum. Vilmund- ur varði ekki útlendu kratapeningana, held- ur tók þvert á móti undir þessa gagnrýni. Hann sagði að til að mynda ætti að leggja Alþýðublaðið niður ef það væri rekið fyrir fé frá norrænum krötum. Þessi dæmi vitna um að flokkshollusta var Vilmundi ekki föst í hendi. Hann lagði siðferðislegt mat á hvern hlut fyrir sig og tók síðan sína persónulegu afstöðu. Þess vegna rakst hann alltaf illa í Alþýðuflokkn- um nema þegar hann hafði ótvíræða for- ystu og hinir fylgdu eftir. Vilmundur hefði aldrei getað orðið flokksleiðtogi í hefð- bundnum skilningi orðsins. Hefði hann ein- hvern tíma orðið flokksformaður hefði hann verið formaður sinna eigin hug- mynda. Flokkurinn hefði síðan þurft að að- laga sig að Vilmundi og hugmyndum hans. Vilmundarsigur AlþýðuflokksínS. Árið 1978 var merkilegt ár í sögu íslenskra stjórnmála. Meirihluti sjálfstæðismanna missti Reykjavík í borgarstjómarkosningum um vorið og í al- þingiskosningunum í júní vann Alþýðu- flokkurinn stærsta kosningasigur í sögu flokksins. Sigur Alþýðuflokksins er mesti kosningasigur á lýðveldistíma hérlendis. I kosningunum fjórum árum áður hafði Alþýðu- flokkurinn fengið um 10 þúsund atkvæði, en hlaut nú 27 þúsund atkvæði eða 22 prósenta fylgi kjósenda. Þetta var fyrst og fremst sigur Vilmundar Gylfasonar. Skilgreiningar hans á íslensku samfélagi höfðu opnað augu landsmanna og þau áttu aldrei eftir að lokast aftur fyrir þeirri greiningu, þótt umbæturnar hafi komið hægt en sígandi. Og stór hluti þjóðarinnar var reiðubúinn að fara leið Vilmundar til að siðbæta hið opinbera kerfi og þar með hefja lækninguna á þjóðarlíkamanum. Á forsíðu birti Dagblaðið ljósmynd af Vilmundi og Valgerði konu hans á tröppun- um fyrir utan heimili þeirra á Haðarstíg morguninn eftir kosningarnar. Fyrirsögnin var: Sigurvegari kosninganna. „Þessi mynd- birting varð mér dýr," sagði Vilmundur síð- ar. Það var ljóst að þingmenn Alþýðu- flokksins undu þeirri skilgreiningu illa að Vilmundur hefði einn dregið vagninn. Kosningasigri klúðrað. Þrátt fyrir glæsilegan sigur Alþýðuflokksins lentu kratar illilega undir við stjórnarmyndunina sumarið 1978. Olafur Jóhannesson sýndi enn einu sinni hversu slyngur hann var við hið pólitíska taflborð þegar hann myndaði ríkisstjórn í byrjun september, en þá höfðu fjölmörg tilbrigði um ríkisstjórnir verið leik- in allt sumarið. Vilmundi tók að leiðast til- raunirnar til stjórnarmyndunar þegar sumri fór að halla. Hann, líkt og þorri almenn- ings, var þeirrar skoðunar að fara ætti eftir meginlínunum í vilja þjóðarinnar í undan- gegnum kosningum, í stað þess að flokka- kerfið tæki til við stjórnarmyndun með hefðbundum hrossakaupum, hrókeringum og skilyrðum þvers og kruss. Fólkið í land- inu hafði hækkað gengi Alþýðuflokksins um heil 13 prósentustig, sem er einstök vís- bending í sögu lýðveldisins um vilja þjóðar til breytingar. Flokkakerfið hunsaði hins vegar vilja þjóðarinnar og hugsaði um það eitt að koma sínum mönnum í ráðherra- stóla. I huga Vilmundar voru það eðlileg viðbrögð hins úrelta flokkakerfis og sýndu best hversu ónýtt stjórnkerfið var orðið og úr tengslum við vilja þjóðarinnar og þarfir. Sigur Alþýðuflokksins klúðraðist og við myndun ríkisstjórnarinnar varð Benedikt Gröndal undir í viðskiptum sínum við for- menn Framsóknarflokks og Alþýðubanda- lags. Eða eins og Vilmundur orðaði það í blaðagrein á þessum tíma: „Okkar foringi var of heiðarlegur, kurteis og bláeygur til þess að eiga viðskipti við Ólaf Jóhannesson og Lúðvík Jósepsson.“ Vilmundur sagði þessa tvo menn vera „leifarnar af pólitísku kerfi sem er að ganga sér til húðar“. Vilmundur hafði í sjálfu sér ekkert á móti því að mynda ríkisstjórn með Alþýðu- bandalaginu. Hann áleit að sá flokkur væri sennilega skástur til að starfa með að sið- væðingu stjórnmálanna. Ég man að haustið 1978 áttum við Vilmundur langt samtal um Sigur Alþýðuflokksins er mesti kosningasigur á lýðveldistíma hérlendis. Þetta var fyrst og fremst sigur Vilmundar Gylfasonar. Skilgreiningar hans á íslensku samfélagi höfðu opnað augu landsmanna og þau áttu aldrei eftir að lokast aftur. Valgerður, eiginkona Vilmundar, er lengst til hægri á myndinni. 72 HEIMSMYND J Ú L í

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.