Heimsmynd - 01.07.1993, Page 76

Heimsmynd - 01.07.1993, Page 76
Fallegum sumardegi vill Felix helst eyða með syni sínum Guð- mundi og fíflast með honum í garðinum hjá foreldrum sínum sem búa á Túnsberginu eða rölta niður á Skalla á Lækjartorgi og kaupa ís. „Á röltinu er gaman að rekast á systkini mín, Þóri og Sigurþóru, eða unga kollega mína eins og Stein- unni Ólínu, Magnús Jónsson og Þorstein Bachmann, vin minn og félaga í andanum, Steingrím Ólafsson fréttamann á Stöð 2 og Agga vin minn sem vinnur á Sólon." Felix Bergsson (26 ára) steig með hækkandi sól ofan af fjölum Borgarleikhússins og yfir í sumarþátt Sjónvarpsins. En hvar slettir Felix úr klaufunum í sumar án vinar síns Sigga Zoom? „Á veitingahúsinu 22 á Laugavegi sem er minn staður þegar ég fer út á lífið," svarar hann á augabragði. Sumarið hefur öðlast nýja merkingu í huga Felixar við opnun kaffi- húsanna Sólon íslandus, Café París og Café List, en hann dvelur líka mikið við Ægissíð- una og hellir þar sjálfur upp á heima. „Ægissíðan ersumarið mitt og ég er ákaflega ham- ingjusamur að búa þar." En leikarinn er félagsvera af lífi og sál og bregður sér oft á uppá- haldsmatsölustaðina sína, Litlu Ítalíu við Laugaveg þar sem hann gæðir sér á djúpsteiktum rækjum í hvítlaukssósu, eða á Pasta Basta við Klapparstíg þar sem hann rennir spaghettíi með basilíkum og hnetum nið- ur með grænum Tuborg. í há- deginu sækir hann í veröndina og hlaðborðið á Pasta Basta. D Felix Bergsson Ingibjörg Reynir Jónasson Reynir Jónasson (60 ára) hefur verið organisti í Neskirkju síðastliðin tuttugu ár, jafnframt því sem hann hefur „hangið á húninum" í sundlaugum borgarinnar þessa sömu ára- tugi. Reynir er landskunnur fyrir mikil tilþrif í harmónikku- leik. Hvertfer hann þegar hann leggur frá sér nikkuna á björtu sumarkvöldi? „Hótel Borg, Grillið á Hótel Sögu og Hótel Holt eru uppáhaldsmatsölustaðirnir mínir," segir Reynir. En verða 76 HEIMSMYND J Ú L

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.