Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 80

Heimsmynd - 01.07.1993, Blaðsíða 80
Hannes Hafstein var fyrsti ráð- herra íslands og jafnframt fyrsti stjórnmálamaðurinn sem notaði Landsbankann í pólitísku skyni. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri var einn af helstu stuðnings- mönnum Hannesar Hafsteins. Svo virðist sem bankinn hafi verið notaður til að reyna að koma Birni í ísafold á kné. Og ekki tók betra við í bankanum. Sigur- kaupfélög við hverja höfn.“ björn heldur áfram: „Fljótt reyndist Björn Jónsson í ísafold átti harma að hefna er hann tók við ráðherraembætti 1909. Hann rak Tryggva Gunnarsson og setti sína menn í staðinn. Birni Kristjánssyni erfið sambúðin við Magnús [Sigurðsson]. í bankanum var kom- inn nýr andi, „framsóknarandi". Reyndist Birni erfitt að standa fast í stöðunni fyrir smákaupmennina og yfirleitt fyrir hægris- innaða menn ... Enda fór það svo að Björn varð, eftir komu Magnúsar í Landsbankann, ekki langlífur í bankanum því að í byrjun ársins 1918 flutti Björn sig úr bankastjóra- herberginu og fram í eitt horn biðstofunnar og sagðist ekki haldast við inni í sameigin- legu herbergi bankastjóranna fyrir ofríki Magnúsar, meðbankastjórans.“ Björn Kristjánsson sagði svo af sér bankastjórastöðu sinni sama ár og fór því í raun fyrir honum eins og Tryggva Gunnars- syni árið 1909- Hann var flæmdur úr bank- anum vegna þess að ný pólitísk valdaöfl voru komin til sögunnar og vildu nota bankann í sína þágu. Framsóknarmenn gerðu sér ljóst að það var lífsnauðsynlegt fyrir verslunarrekstur samvinnuhreyfingar- innar að tryggja bein völd í bankakerfinu meðan lag var. Það var einmitt á árunurn 1917 til 1920, á fyrstu valdatímum Fram- sóknarflokksins, sem Samvinnuhreyfingin varð að stórveldi, ekki síst fyrir atbeina hinnar ríkisreknu Landsverslunar og lánveit- inga Landsbankans. í raun og veru var um yfirtöku á Landsbankanum að ræða og næstu 70 árin var hann nánast sem einka- banki Sambands íslenskra samvinnumanna. Forystumenn SÍS höfðu þar afar bein og augljós áhrif, áttu til dæmis fulltrúa í banka- ráði allan þennan tíma og einn af þremur bankastjórunum var gjarnan úr innsta hring þeirra. Samhengið milli uppgangs SÍS og kaupfélaganna annars vegar og ítakanna í bankanum hins vegar var engum ljósara en framsóknarmönnum sjálfum. Jónas frá Hriflu sagði orðrétt á miðstjórnarfundi í Framsóknarflokknum 1942: „Framsóknar- flokkurinn hefur skapað Landsbankann, Landsbankinn vöxt samvinnufélagana. Það hefur haft [þá] þýðingu að komið hafa upp Næsta skref Jónasar frá Hriflu og fram- sóknarmannanna eftir yfirtöku Landsbank- ans var að efla hann svo mjög að hann yrði langstærsti banki landsins en jafnframt hugðust þeir drepa einkabankann, íslands- banka. Hann hafði lent í miklum þrenging- um vegna lána til sjávarútvegsins og stóð því höllurn fæti. Eftirleikurinn var auðveldur er framsóknarmenn komust til valda árið 1927. Ný lög voru þá sett um Landsbank- ann. Hann fékk einkaleyfi á seðlaútgáfu og ríkið ábyrgðist allar skuldbindingar hans. Ólafur Björnsson prófessor hefur bent á að með þessum lögum og framkvæmd þeirra hafi íslandsbanki í raun verið ofurseldur að- alkeppinaut sínum i bankaviðskiptum og orðið í einu og öllu að lúta því sem stjórn Landsbankans þóknaðist. Hann segir að af- staða ríkisstjórnar Tryggva Þórhallssonar til Islandsbanka hafi verið neikvæð og hún hafi gert miklu strangari kröfur en áður höfðu verið gerðar um gæði þeirra víxla og verðbréfa sem auk gullforðans skyldu vera seðlatrygging og bankinn hafi átt erfitt með að fullnægja þeim kröfum. Ólafur segir enn- fremur: „Þegar tekin eru til greina öll þau atriði, er nú hafa verið nefnd, erfiðleikar út- vegsins, óvinsamleg afstaða stjórnvalda og jafnvel fjandsamlegur áróður í garð bank- ans, að ógleymdri bankalöggjöfinni, sem var íslandsbanka mjög óhagstæð, gat það í rauninni ekki verið nema tímaspurning hvenær bankinn yrði óstarfhæfur með öllu enda var þess nú skammt að bíða.“ Einkabankinn íslandsbanki fór á hausinn 1930 og á rústum hans var reistur ríkis- bankinn Útvegsbankinn. Þar með var allt bankakerfið komið undir stjórn ríkisins og beinlínis orðið hluti af ríkisvaldinu. Landsbankinn bar höfuð og herðar yfir aðra banka landsins. Þar ríkti Magnús Sig- urðsson sem eins konar yfirbankastjóri eða páfi og sérlegur fulltrúi Framsóknarflokksins og Sambandsins. Hann lét ekki af störfum sem bankastjóri fyrr en 1947 . Á kreppuárunum gekk fyrirtækjarekstur illa á Islandi. Flest stærstu fyrirtæki landsins voru rekin með halla og sum voru við það að verða gjaldþrota. Bankar og ríkisreknir sjóðir réðu í raun og veru öllu en pólitísk yfirstjórn þeirra bauð upp á spillingu og hrossakaup sem varð svo aftur undirrót að slöku siðferði í stjórnmálum. Jónas Krist- jánsson, ritstjóri DV, sagði á fundi nýlega að íslenskir stjórnmálamenn litu á sjálfa sig, ríkið og flokkinn sem eitt. Þar má bæta við bönkunum eins og þeir voru reknir um ára- tugaskeið. Til að varpa nokkru ljósi á þetta skulum við staldra við árið 1936. Þá voru þrír nýir bankaráðsmenn Landsbankans kosnir. Þess- ir þrír menn voru starfsmenn eða eigendur þeirra þriggja fyrirtækja sem skulduðu mest í bankanum. Þeir voru Olafur Thors, einn af eigendum Kveldúlfs, Jónas frá Hriflu, starfs- maður SÍS, og Helgi Bergs eldri. forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Formaður banka- ráðs var þá Jón Arnason, einn af forstjórum SÍS, þannig að þetta voldugasta verslunar- fyrirtæki landsins hafði tvo lykilmenn í bankaráðinu. Þetta er það sem kallast hags- munaárekstur nú til dags en þetta vakti ekki ýkja mikla athygli á þeim tíma. Svo að vitn- að sé aftur í Jónas Kristjánsson þá líta ís- lendingar gjarnan á sig sem þegna valdhafa frekar en mynduga borgara. íslenskir stjórn- málamenn eru því þeir sem „skammta" og „skaffa" eftir eigin geðþótta. Þetta á ekki síst við um meðferð þeirra á bankakerfinu. En sem sagt. Á því herrans ári 1936 voru fjórir af fimm bankaráðsmönnum langstærsta banka landsins og jafnframt seðlabanka ís- lands fulltrúar þeirra þriggja fyrirtækja sem skulduðu mest í bankanum. Þeir voru kjörnir af Alþingi til þess að gæta hagsmuna bankans en því má síðan velta fyrir sér hverra hagsmuna þeir voru að gæta. Ekki er heldur ólíklegt að Ólafur Thors hafi beinlínis komið sér í bankaráðið 1936 til að gæta hagsmuna Kveldúlfs sem var að verða gjaldþrota. Þá var við völd stjórn hinna vinnandi stétta og krafðist annar stjórnarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, þess að félagið væri gert upp og vildi koma á bæjarútgerðum í staðinn. Svo virtist lengi vel sem Framsóknarflokkurinn væri sömu skoðunar en honum snerist brátt hugur. Sinnaskiptin gerðust innan bankaráðs Landsbankans. Er talið að þeir Jón Árnason, formaður bankaráðs, og Jónas frá Hriflu, nýkjörinn bankaráðsmaður, hafi verið upp- hafsmenn þess að Kveldúlfur fékk að lifa. Þeir fóru að huga að reikningum Sambands íslenskra samvinnufélaga og sáu að það gæti veitt slæmt fordæmi að ganga að Kveldúlfi. SÍS stóð einnig tæpt vegna krepp- unnar og þar voru gríðarlegir hagsmunir í húfi. Þeir hafa líklega hugsað sem svo að svo gæti farið að sjálfstæðismenn næðu völdum einn góðan veðurdag og væm þá manna vísastir til að hefna harma sinna, ef 80 HEIMSMYND J Ú L í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.