Heimsmynd - 01.07.1993, Side 86

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 86
['L-Q-rQ-ií^'v, Tónlistarmenn hafa löngum iMinaar? verið kunnir fyrir að stunda *'XijJW matseld í hjáverkum og kompónera girnilegustu krásir á svipaðan hátt og þeir byggja upp áhrifamikil tónverk. Fyrir skömmu tók Caput-hópurinn sig saman og spilaði af fingrum fram á útigrill. Að grilla er eins og að flytja litla bagatellu, - það krefst talsverðs undirbúnings en tekur skjótt af þegar á hólminn er komið. Fyrr sama dag hafði einn ráðsettur fjöl- skyldufaðir fest kaup á forláta gasgrilli frá Skeljungsbúðinni í Síðumúla og varið síðdeginu í að setja gripinn saman með dyggum stuðningi leiðarvísisins sem er ómissandi við módelsmíð sem þessa. Að kveldi var gripurinn tilbúinn í að- gerð, með glöðum loga og vikursteinum í botn- inumtil að jafna hitann. Ákveðið hafði verið að leggja íslenskt fjalla- lamb á glóðina og sá Matvöruverslunin í Austurveri hópnum fyrir safaríku og meyru lambakjöti sem menn hantéruðu á nokkra mis- munandi vegu eftir smekk. Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari mælti eindregið með því að nota til marineringar Lamb Islandia kryddblönduna frá Pottagöldrum, hrærða út í kaldpressaða ólívuolíu, og reyndist það hið farsælasta ráð. Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari hvatti til þess að heilsteikti hryggur- inn yrði til viðbótar Lamb Islandia blöndunni einnig baðaður hvítlauk, steiktur í álpappír góða stund, en að lokum glóðaður nakinn tvö augnablik yfir eldinum. Þetta var hið mesta hnossgæti. Haukur Tómasson tónskáld sem löngum hefur kunnað vel að meta bragðmiklar og heitar kryddtegundir setti Chili con Carne blöndu frá Pottagöldrum yfir nokkrar lærisneiðar; var þetta talsverð erting fyrir bragðlaukana. Ekki má gleyma grænmetissalati sem píanó- leikararnir Snorri S. Birgisson og Steinunn B. Ragnarsdóttir útbjuggu úr fersku grænmeti og var kærkomin tilbreyting með kjötmetinu. Það er mál manna sem til teitis mættu og þekktu fátt áður en gömlu kolahlóðirnar að ekkert jafnist á við nútíma gasgrill frá Skeljungsbúðinni. Jóna Fanney Friðriksdóttir oa blóðrautt lambakiöt Útsendari HEIMSMYNDAR, Jóna Fanney, bragðar á krásun- um með guðsgöfflunum á meðan Björg Vilhjálmsdóttir rennir dularfullu augnaráði til Ijósmyndarans. Gunnhildur Halla Carr svindlaði sér inn í karlaklíkuna sem samanstendur af þeim Ólafi Tryggva Magnússyni, Snorra S. Birgissyni, Guðna Franzsyni, Gylfa Baldurssyni og Þórarni Guðnasyni. Yngismærin Guðrún Halla Guðnadóttir lét sig ekki vanta þráttfyrir nýafstaðna hlaupabólu. Til hægri Roland Hartwell fiðluleikari, Steef van Osterhoud slagverksleikari og Sólbjört Guðmundsdóttir. Tíkin Dimmalimm til vinstri. Snorri S. Birgisson ásamt heimilisföðurnum Gylfa Baldurssyni, Guðni Franzson með dóttur sína Guðrúnu Höllu, Bryndís Halla Gylfadóttir og Björg Vilhjálmsdóttir. 86 HEIMSMYND J Ú L í

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.