Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 88
Hið hraða og skamma líf
Vilmundar Gylfasonar
('Framhaldafbls. 73) um Seðlabanka íslands
sem gerði bankanum óheimilt að að
ákveða vexti fyrir neðan verðbólgustig á
hverjum tíma, um breikkun á þeirri heimild
í lögum að skipa sérstakar þingnefndir til
að fylgjast með framkvæmd laga, og frum-
varp um stofnun sérstaks skattadómstóls.
Allt eru þetta mikilvæg mál, en frumvarpið
um Seðlabankann hafði mest áhrif á dag-
legt líf fólks í landinu. Það varð að veru-
leika þegar svonefnd Ólafslög gengu í gildi
1979, en svo nefndist efnahagslöggjöf ríkis-
stjórnarinnar. Lögin voru nefnd í höfuðið á
forsætisráðherranum, Ólafi Jóhannessyni,
en hefðu réttilega átt að heita Vilmundar-
lög, því hann hafði um þau forystu fyrir
hönd Alþýðuflokksins. Hin nýja löggjöf
þýddi einfaldlega að verðbólgubraskið og
upptaka eigna sparifjáreigenda í bönkum
var úr sögunni: Vextir urðu vísitölutengdir.
Uppreisnarmaðurinn sem
elskaði stjórnleysið. Það er tii
marks urn hve menn í senn misskildu og
óttuðust hugmyndir Vilmundar Gylfasonar
á sínum tíma að stundum var álitið að hann
hefði þá einu ósk heitasta að leysa upp ís-
lenskt þjóðfélag og skilja það eftir í öng-
þveiti og rústum. Þegar leið á árið 1979 hélt
Tíminn því fram, að ,,stóra planið" hans Vil-
mundar væri að koma ríkisstjóminni frá
völdum og skapa upplausn í efnahagsmál-
um og á vinnumarkaði. Kenning blaðsins
var óneitanlega stór í sniðum: Með því að
sprengja ríkisstjórnina í tætlur og leysa upp
flokkakerfið í kjölfarið ætlaði Vilmundur að
móta sína eigin pólitík.
Vilmundur var uppreisnarmaður og um-
bótasinni, ekki byltingarmaður. Byltingar-
maðurinn spyr ekki um lýðræðislegan vilja.
Hann byltir ríkjandi valdhöfum, fangelsar
þá eða drepur og reisir þjóðfélag sem
byggir á skilyrðislausri kröfu um hlýðni við
hina nýju einræðisstjórn. Byltingin étur allt-
af börnin sín. Ekkert var fjær Vilmundi
Gylfasyni en bylting einræðissinna.
Vilmundur bar djúpa lotningu fyrir lýðræð-
inu og þegnum ríkisins. Hann vildi vald og
frelsi fólksins sem mest. í raun hafði skoð-
un Vilmundar á spillingu valdsins og samúð
með málstað hins valdalausa samfélags
fylgt honum allt lífið. Lítil saga kemur upp í
hugann. Þegar við Vilmundur höfðum lokið
landsprófi 15 ára gamlir fórum við í sigl-
ingu til Færeyja ásamt tveimur öðrum
bekkjabræðrum okkar, Hrafni Gunnlaugs-
syni og Erni Þorlákssyni Sú ferðasaga verð-
ur ekki rakin í þessum línum, en nótt eina
þegar við Vilmundur vorum vakandi ein-
hvers staðar í iðrum Dronning Alexandrine,
sagði hann mér frá skáldsögu sem hann
ætlaði að skrifa og ég ætti að myndskreyta.
(Ég teiknaði mikið á þeim árum.) Skáldsaga
Vilmundar átti að fjalla um fólkið á Vest-
88
fjarðakjálkanum sem hafði sagt sig úr lög-
um við ísland og stofnað eigið þjóðríki þar
sem allir voru jafnir og allt vald og yfirstjórn
hafði verið lagt niður. Vilmundur sagði mér
að teikna bókarkápuna þannig að Vest-
fjarðakjálkinn væri skorinn frá íslandi - líkt
og höfuð frá búk. Mörgum árum síðar þeg-
ar við vorum orðnir fullorðnir menn minnti
ég Vilmund á skáldsöguna sem aldrei var
skrifuð og bókarteikninguna sem aldrei var
teiknuð. Vilmundur glotti á sinn sérstæða
og ögrandi hátt og sagði: ,,Þú manst þetta
ennþá." Hann hafði greinilega ekki gleymt
skáldsögunni um fólkið sem segir sig úr
stjórnmálasambandi við spillt lýðræði og
stofnar sitt eigið lýðræðislega og valdalausa
samfélag.
Ráðherra fellur á
prinsípprófi. Alþýðuflokkurinn rauf
stjórnarsamstarfið í október 1979- Formaður
flokksins, Benedikt Gröndal, var staddur í
Bandaríkjunum þegar meirihluti þingflokks-
ins samþykkti tillögu Gunnlaugs Stefáns-
sonar að hætta stjórnarsamstarfinu. Bene-
dikt hraðaði sér heim, en kom of seint til
að hafa áhrif á gang mála. Honum var gef-
inn kostur á að flytja sjálfur tillögu um
stjórnarslit. Þessi stjórnarslit áttu eftir að
setja mikið mark á sáluheill Alþýðuflokks-
ins um langan tíma og allt til dagsins í dag.
„Brotthlaup krata“ varð að hugtaki sem
stimplaði Alþýðuflokkinn óábyrgan um
langan tíma, ef ekki í vitund almennings þá
í hugum sjálfra krata.
í framhaldi af stjórnarslitunum tók við
minnihlutastjórn Alþýðuflokksins uns boð-
að var til kosninga. Vilmundur Gylfason
valdist sem dómsmálaráðherra í minnihluta-
stjórninni sem naut forystu Benedikts
Gröndals. Það var þó síður en svo samstaða
í Alþýðuflokknum um að Vilmundur yrði
ráðherra. Sjálfur hafði hann ekki áhuga á
ráðherradómi, en átti erfitt að neita ráð-
herrastól þegar hann var boðinn.
Ráðherradómur Vilmundar var stuttur og
ekki ýkja eftirminnilegur. Hann lét kanna
og undirbúa um 30 mál í ráðherratíð sinni
og stofnaði meðal annars embætti umboðs-
fulltrúa við dómsmálaráðuneytið og skyldi
það taka á móti kvörtunum og fyrirspurn-
um varðandi dómsstólakerfi, löggæslu og
fangelsismál. Ráðherratíð Vilmundar í
bráðabirgðastjórninni var í miðri kosninga-
baráttunni og það var óspart notað gegn
honum að hann skyldi skipa Finn Torfa
Stefánsson. fyrrum þingmann Alþýðuflokks-
ins, í embætti umboðsfulltrúans. Skipunin
var óneitanlega pólitísk mistök Vilmundar
og hann fékk að gjalda fyrir þau. Nú voru
hans eigin rök notuð gegn honurn sjálfum;
spilling og samtrygging flokkakerfisins.
Vilmundi gekk eflaust það eitt til að skipa
mann sem hann treysti, og enginn efaðist
um hæfni Finns Torfa og menntun, en
Vilmundur hefði mátt vita að þetta myndi
verða notað miskunnarlaust gegn sér miðað
við það sem á undan var gengið. Vilmund-
ur féll á þessu prínsípprófi og það fall
reyndist honum erfitt.
í febrúarbyrjun myndaði Gunnar Thor-
oddsen ríkisstjórn með Framsóknarflokki og
Alþýðubandalagi og klauf þar með Sjálf-
stæðisflokkinn í herðar niður. Væringar
voru einnig innan Alþýðuflokksins. Kjartan
Jóhannsson tók við formennsku af Bene-
dikt Gröndal án þess að til kosninga kæmi.
Staða Benedikts var orðin vonlaus eftir
stjórnarsetuna og brotthlaupið og hann að
vissu marki fórnarlamb kringumstæðna. Vil-
mundur taldi sig geta átt góða samleið með
Kjartani Jóhannssyni og bauð sig fram til
varaformanns á flokksþinginu veturinn
1980. Með því hugðist hann styrkja stöðu
sína og sinna stefnumála. Honum var hins
vegar ljóst að á brattann var að sækja.
Hann var umdeildur í Alþýðuflokknum,
öfundaður og margir töldu hann ekki „góð-
an flokksmann“. Auk þess að bjóða sig
fram til varaformennsku, barðist Vilmundur
fyrir veigamiklum breytingum á skipulagi
flokksins sem miðuðu að því að gera hann
opnari og breiðari. Þessar tillögur Vilmund-
ar fóru fyrir brjóstið á mörgum flokksmann-
inum og urðu ekki til að styrkja stöðu hans
í framboðinu. Magnús Magnússon, þing-
maður og fyrrum ráðherra, bauð sig fraln til
varaformanns gegn Vilmundi og hafði
stuðning flokksforystunnar. Eftir flókna
valdabaráttu og mikil plott varð Vilmundur
undir í kosningunni, fékk 68 atkvæði en
Magnús 110. Margir töldu þetta góðan ár-
angur hjá Vilmundi sem hafði storminn í
fangið. Vilmundur lýsti hins vegar úrslitun-
um sem miklum ósigri sínum og hellti sér
yfir flokksþingið í eftirminnilegri ræðu.
Þetta var einkennandi fyrir Vilmund;
hann krafðist fullkomins sigurs en ella taldi
hann sig gjörsigraðan. Hann var ekki lang-
tímapólitíkus sem lítur á hvern sigur eða
ósigur sem einstakar orrustur í stóru stríði.
Vilmundur barðist alltaf í hverju máli eins
og um úrslitaorrustu væri að ræða. Hann
lagði allt undir og fékk stóra vinninginn
eða glataði öllu að eigin mati. í framhaldi af
ósigrinum á flokksþinginu sendi Vilmundur
frá sér fréttabréf þar sem hann talaði um
hluta alþýðuflokksmanna sem „skítapakk".
Hvað sem segja má um sannleiksgildi
þeirra orða urðu ummælin fleyg og þóttu
enn breikka gjánna milli Vilmundar og
Alþýðuflokksins.
Alþýðublaðsdeilan. Tvö mál
urðu endanlega til þess að Vilmundur
komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti
enga samleið lengur með Alþýðuflokknum
og að eina leiðin til að koma stefnumálum
sínum áleiðis væri að stofna ný stjórnmála-
samtök.
Fyrra málið snerist um Alþýðublaðið, hið
síðara um kosningu til varaformanns. Vil-
HEIMSMYND J 0 L Í