Heimsmynd - 01.07.1993, Side 92

Heimsmynd - 01.07.1993, Side 92
Hið hraða og skamma líf Vilmundar Gylfasonar (Framhald afbls. 89) kosningar gerðar opnari og lýðræðislegri. Formaður flokksins skyldi kosinn beinni kosningu af félögum í Alþýðuflokknum og þar hefðu allir flokks- bundnir kratar kosningarétt. Flokksþingið var þó ekki á því að afsala sér völdum og felldi tillöguna um beina kosningu for- manns og dró mjög úr mætti annarra til- lagna Vilmundar. Vilmundur nennti ekki að sitja allt flokksþingið til enda. Hann sagði orðrétt í viðtali við Morgunblaðið: „Ég sat ekki nema hluta flokksþingsins og var með því að vonast til að ekki yrði um framhald þessa lágkúrulega leiks frá í sumar að ræða og til að firra þingfulltrúa slíkum leiðindum, en tókst ekki. Þetta fylgi sem tillagan fékk undirstrikar enn það sem ég hef haldið fram, að þessi fjöldahreyfing í kringum forystu Alþýðuflokksins samanstendur af um það bil 40 manns. Þingið getur sam- þykkt nákvæmlega það sem því sýnist, það kemur mér ekkert við og hefur engin áhrif á það sem ég segi eða geri, ég bara blæs á þetta eins og það hafi aldrei verið sam- þykkt.“ Síðari úrslitatilraun Vilmundar var að bjóða sig fram til varaformanns á flokks- þinginu 1982. Honum var ljóst að það yrði erfið ganga, en mat stöðuna þannig að ann- að hvort yrði hann að fá afgerandi valda- stöðu innan flokksins til að ná fram sínum hugmyndum og móta stefnu flokksins eða dingla áfram í herkví flokksforystunnar. Aðrar leiðir voru auðvitað að hætta afskipt- um af pólitík eða stofna eigin stjórnmála- samtök. Svo fór að Magnús Magnússon sigraði Vilmund í kosningu um varafor- mann, en þó munaði aðeins 12 atkvæðum. Vilmundur hélt fræga ræðu af munni fram er úrslitin lágu fyrir. Upphaf hennar var á ensku: „I bring you a big bouquet of roses - one for every time you broke my heart.“ Þetta var rómantisk ræða en hlaðin biturleik. Vilmundur vissi að nú var komið að krossgötum. Úrsögnin úr Alþýóuf lokknum. Prófkjörið í Reykjavík í nóvember 1982 kom beint í kjölfar flokksþingsins og því enginn tími til stefnu fyrir Vilmund að taka ákvörðun. Benedikt Gröndal var orðinn sendiherra í Stokkhólmi og fyrsta sæti listans því laust. Um það sæti var álitið að slagurinn stæði milli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Vilmundar Gylfasonar. Það voru litlir kærleikar með þeim eftir Alþýðublaðs- deiluna og Jón Baldvin hafði beitt sér gegn Vilmundi á flokksþinginu. Til uppgjörs með þeim kom þó ekki vegna þess að Vilmundur gaf einfaldlega ekki kost á sér í fyrsta sætið í Reykjavík. Þann 18. nóvember skrifaði Vilmundur bréf til formanns Alþýðuflokksins, Kjartans 92 Jóhannnssonar, og sagði sig úr flokknum. Á sama tíma lagði hann fram þingsályktunar- tillögu um aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds og tilkynnti á Alþingi að hér væri um að ræða eitt stefnumál væntanlegra samtaka, Bandalags jafnaðarmanna. Vilmundur ræddi við blaðamenn i fram- haldi af ræðunni og talaði um „allstóran hóp“ (en þó ekki mjög stóran) sem stæði að hinu nýja framboði. Sannleikurinn mun hafa verið sá að á þessu stigi málsins voru það nánast aðeins þau hjónin, Vilmundur og Valgerður, sem stóðu að framboðinu. Valgerður Bjarnadóttir sagði nýverið í samtali við greinarhöfund að Vilmundur hafi alltaf verið krati í hjarta sínu. Þess vegna hefði hann kosið að kaiia hið nýja framboð Bandalag jafnaðarmanna, ekki síst til að undirstrika að gömul gildi jafnaðar- stefnunnar væru með í hinni nýju hreyf- ingu. Þegar BJ tók síðan að móta stefnu- skránna bættust fleiri hugmyndir í sarpinn frá öðru fólki og nýjum félögum. Þannig hafi Vilmundur alls ekki átt allar hugmyndir BJ, þótt hann hafi lagt grunninn að hug- myndafræðinni. BJ var fyrst og fremst hreyfing um nýja pólitík, stefna sem afneit- aði gömlu, úreltu flokkapólitíkinni. Lýðræði í stað flokksræðis. Nokkrum dögum sið- ar var flutt vantrauststillaga á ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Vilmundur studdi vantraustið, þótt hann vonaði í hjarta sínu að tillagan yrði felld og ekki yrði boðað tii kosninga á vetri eða snemma vors. Hann þurfti betri undirbúningstíma til að koma hinum nýju samtökum á laggirnar. Umræð- unum um vantraustið var útvarpað og sjón- varpað og þar bauðst Vilmundi tækifærið til að skilgreina stefnu hinna nýju stjórnmála- samtaka. Eftir á taldi Vilmundur að þar hefði hann haldið sína bestu ræðu og per- sónulega er ég sammála honum. Á einum stað sagði hann: „Við leggjum til að forsætisráðherra sé kosinn beinni kosningu í tvöfaldri umferð ef ekki næst hreinn meirihluti í þeirri fyrri. Með öðrum orðum að landið verði eitt kjör- dæmi að því er tekur til framkvæmdavalds- ins. Að því er tekur til löggjafarvaldsins leggjum við til að kjördæmaskipan verði óbreytt. Við leggjum til að algjörlega verði skilið milli löggjafarvalds og framkvæmda- valds, með öðrum orðum að störf hæst- virtra alþingismanna verði að setja landinu almennar leikreglur og síðan að hafa eftirlit með því að þessum almennu leikreglum sé fylgt... Sú leið sem væntaniegt Bandalag jafnaðarmanna leggur til er fær. En hún felur miklu meira í sér. Hún felur í sér að flokksvöldin, vöid nokkurra hundruða karla og kvenna í svokölluðum stjórn- málaflokkum - þar sem menn eru auðvitað fyrst og fremst að vernda aðstöðu í verkalýðshreyfingu eða verslunarráði, á fjöl- miðlum eða jafnvel í heimi lista og bók- mennta - verði brotin upp. Lýðræði verði gert virkt og beint. Ekki aðeins á þessu sviði heldur muni fylgja í kjölfarið virkt og raunverulegt lýðræði, ekki þröngt og lág- kúrulegt flokksræði í hinum smærri eining- um samfélagsins... Við viljum gera upp- reisn, en uppreisn innan þess ramma sem stjórnskipunin gerir ráð fyrir og aldrei öðru- vísi. Við viljum gera uppreisn í grasrótinni úti á meðal fólks. Við treystum þvi að fólk vilji. Við myndum ekki flokk, aldrei framar flokk, aldrei framar flokk, heldur laustengt bandalag laustengdra samtaka karla og kvenna, þar sem það ræður miðað við höfðatölu. Við vitum um okkar vanda. Hann er sá að þó að við séum ídealistar í dag, þá getum við orðið stofnun fyrr en varir. Engin hugsjón nær nema ákveðnum aidri, þá verður hún stofnun. Þess vegna verðum við alltaf að vita, væntanlegir þátt- takendur í Bandalagi jafnaðarmanna, að þó svo þörf sé fyrir okkur í dag, þá er langt frá því að sú þörf vari til eilífðarnóns. Það kemur kannski fljótt og kannski seint, en það kemur að því að við förum að þvælast fyrir eins og gamla flokkskerfið gerir í dag. Þetta verðum við að vita.“ Draumurinn um mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. vii- mundur steypti sér í undirbúninginn að kosningabaráttu Bandalags jafnaðarmanna. Hann skrifaði drög að stefnuskránni og var miðpunktur starfsins. Hægt og sígandi bættust fleiri í hópinn. Vilmundur hafði ekki áhuga á „framagosum“ eða „fall- kandídötum" úr öðrum flokkum. Hann vildi grasrótina, óþekkt fólk úr öllum kjördæm- um. Á sama tíma gerði hann sér grein fyrir því að þekkt andlit draga kjósendur að framboðsflokkum. En hann vildi ekki þekktu andlitin í efstu sætin, þetta átti að vera framboð úr röðum alþýðufólks. Þenn- an vanda hugðist Vilmundur leysa með því að setja „grand old men“ neðarlega á fram- boðslista BJ til að gefa þeim þunga og kjöl- festu. Þar mun Vilmundur hafa haft marga í huga, meðal annars þekkt nöfn úr Alþýðu- flokknum eins og föður sinn Gylfa og Guðna Guðmundsson rektor MR. Aldrei kom þó til þess að Vilmundur leitaði til þeirra. Vilmundur gaf BJ heitið „regnhlífar- samtök" og mun hafa leitað í smiðju » franskra jafnaðarmanna hvað varðar fyrir- myndina. Vilmundur hafði lýst stefnu- skránni lítillega í sjónvarpsræðu sinni frá Alþingi. Langtímaáætlun hans var mun stærri í sniðum. Vilmundur skilgreindi Sjálf- stæðisflokkinn réttilega sem regnhlífarsam- tök félagshyggjusinnaðra hægri manna, íhaldsmanna, frjálshyggjumanna og hag- munagæslumanna atvinnulífsins. Með því að innleiða regnhlífarsamtök vinstri manna og félagshyggjumanna dreymdi Vilmund um að BJ yrði í framtíðinni mótvægi við HEIMSMYND JÚLl

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.