Heimsmynd - 01.07.1993, Síða 96
engillinn&púkinn
(Framhald af bls. 55) hann fyrir
utan veitingahús á Akureyri
og ég gekk til hans og kynnti
mig. Já, Viðar, sagði hann og
strauk mér um kinnarnar, þú ert
engill alveg eins ég. Það vissi ég strax þeg-
ar þú varst lítill. Svo bauð hann mér á veit-
ingahús, hann afi minn og við snæddum
saman englarnir og ég man að afi minn
borðaði aðeins hvítan mat af því að hann
vildi ekki óhreinka sálina. En hún amma
mín varð heimsfræg á Akureyri þar sem
hún gekk um þorpið hús úr húsi og sagði
heimilisfólki brandara, það var hennar að-
aláhugamál í ellinni. Seinna náðu þau sam-
an aftur gömlu hjónin en það gerðist án
þess að þau yrðu nokkurn tímann vör við
það. Mamma fann garnflækjur í verksmiðj-
unni og afhenti afa honum til dægrastytt-
ingar en hann var þá kominn í húsaskjól
hjá elsta syni sínum. Afi minn greiddi úr
flækjunum og vatt upp í hnykil og þegar
því var lokið fór mamma með þá til ömmu
sem prjónaði úr þeim sokka. Þetta vissu
gömlu hjónin ekki.“
ó að Viðar vilji líta á önnur ástarsam-
bönd sín en sambandið við leikhúsið
sem framhjáhald þá er hann engin pipar-
karl eða kannski öllu heldur stundum ó-
tryggur leikhúsinu. Á námsárunum upp-
hófst mikill eltingarleikur við ástina og
hann gerðist stórtækur og fór að halda við
tvær konur sem hétu báðar sama nafni.
„Ég var svo kræfur að halda að það
kæmist ekki upp um mig, en þegar foreldr-
ar annarrar stúlkunnar, yndislegs flautuleik-
ara, voru langt komnir með að innrita mig í
Samvinnuskólann á Bifröst vegna ótryggrar
atvinnu í leiklistinni fóru að renna á mig
tvær grímur. Hún er núna gift kona og
tveggja barna móðir og kannski væri ég
frammámaður í Samvinnuhreyfingunni í
dag ef ekki hefði komist upp um mig. En
það komst sem sagt upp um mig og þær
yfirgáfu mig báðar.
Ég var alger krakki og hef í raun aldrei
kunnað að vera með annarri manneskju og
taka fullt tillit til hennar. Önnur þessara
stelpna sem var þremur árum eldri en ég
og myndlistarkona varð seinna fyrsta sam-
býliskona mín og það varði í nokkur ár og
var bæði platónskt og erótískt á sinn hátt
en að sjálfsögðu vorum við alltaf í framhjá-
haldi hvort með öðru enda bæði metnaðar-
fullir listamenn. Ég var seinna líka í sam-
búð með strák en það fór eins fyrir því, og
það tók lengri tíma að skilja heldur en sam-
búðin sjálf varði.
Þegar maður er giftur leikhúsinu og
vinnur mikið í lausamennsku eins og ég
hef gert, þá tengja mann mjög náin bönd
við það fólk sem unnið er með á hverjum
tíma. Þegar verkið er komið á fjalirnar skilj-
ast leiðir og ná kannski ekki saman aftur
fyrr en tíu árum síðar og þá er eins og ekk-
ert hafi gerst. Ég get verið grimmur í þessu
samstarfi og ef ég finn einhvern veikan
punkt þá verð ég hræddur, og ef ég finn að
undirstöðurnar eru að bresta þá getur
hræðsla mín snúist upp í reiði. Að því leyt-
inu er ég erfiður í samvinnu og það skiptir
mig ákaflega miklu máli að gera vel,
þannig hættir mér til að verða kaldlyndur.
Ég veit ekki hvort því er þannig farið í
einkalífinu því starf mitt hverju sinni skiptir
mig mestu máli og einkalífið er í öðru sæti.
Ég hef enn ekki bundist neinum svo sterk-
um böndum að það hafi tekið hug minn
allan. Ég var tuttugu og sjö ára gamall þeg-
ar ég eignaðist mitt fyrsta rúm og áður átti
ég aldrei neitt. Líf mitt hefur því ekki ein-
kennst af miklum skuldbindingum."
Núna býr ástin á Spáni, dökkhærður
með hárið í tagli, stjórnar menntaskóla og
ekur um á mótorhjóli?
Já, og er ágætlega komin á Spáni eins
og reyndar ég sjálfur þegar ég skrepp út
fyrir landsteinanna að heilsa upp á heitar
spænskar nætur. Við erum ekkert á leiðinni
í sambúð enda væri erfitt að koma því
þannig fyrir þar sem við vinnum sitt t
hvom landinu. En ég nýt þess virkilega að
fara út í fríum og eins að fá hann hingað.
Ætli ég sé ekki töluvert ástfanginn.“
Viðar hefur alla tíð haft mörg járn í eld-
inum og er til dæmis vinsæll útvarps-
maður.
Kemurðu ekki til með að sakna þess?
„Jú auðvitað kem ég til með að gera
það, en ég er vanur því að vinna mikið og
hver veit nema ég geti sinnt öðrum hugðar-
efnum en leikhúsinu að einhverju leyti
þegar ég fer að venjast því og það mér.
Þessir fléttuþættir hafa alltaf verið að gerjast
í kollinum á mér en þeir eru gífurlega tíma-
frekir og til dæmis þá tók útvarpsþátturinn
Eins og dýr í búri 105 klukkutíma í stúdíói
og annað eins í undirbúningsvinnu en
henni dreifði ég á heilt ár. Það er ljóst að
íslenskir fjölmiðlar geta sjaldnast leyft sér
svona vinnubrögð og þar finnst mér komið
hlutverk ríkisfjölmiðils. í þessari þáttagerð
reynum við að komast sem næst kjarnanum
og finna söguna sem er á bak við hverja
sögu, það er munaður sem er sjaldnast
hægt að leyfa sér í fjölmiðlavinnu. Ég reyni
að byggja þetta upp sem leikrit en atburð-
irnir ýmist eiga sér stað í nútímanum eða
eru rifjaðir upp í beinu framhaldi af ein-
hverju sem er að gerast. Þannig verður dag-
skrárgerðarmaðurinn ekki sýnilegur nema
sem höfundur eða sá sem heldur utan um
verkið. Hans rödd hljómar ekki í gegnum
þáttinn.“
EGG-leikhúsið, einleikur á manneskjuna.
Leikhús sem varð kannski þekktast fyrir
leikrit sem var aðeins sýnt fyrir einn áhorf-
anda í senn og það alls tvö hundruð og
Eg nýt þess virkilega að fara út í
fríum 09 eins að fá hann hingað.
Ætfi ég sé ekki töluvert ástfanginn.
áttatíu sinnum. Leikritið Ekki ég ... heldur
... EGG-leikhúsið hefur verið lofað fyrir
framúrstefnu á sviði leiklistar og frumleika í
verkefnavali. Ertu hættur að vera einfari í
íslenskri leiklist?
„Hver og ein sýning EGG-leikhússins
hefur jafnan verið sú síðasta. Aðeins þannig
var mér kleift að halda þessu leikhúsi gang-
andi. Ég kem sem leikhússtjóri á Akureyri
til með að hafa aðrar starfsaðferðir enda er
sá hópur sem þar kemur á sýningar allur
annar en sá er sótti sýningar
EGG-leikhússins. Hér hafa mótast við leik-
húsið ákveðnar hefðir í sambandi við verk-
efnaval, ein óperetta og eða söngleikur á
hverjum vetri og ég kem til með að virða
þær fullkomlega. En ég mun að sjálfsögðu
líka fara mínar eigin leiðir án þess að um
neinar byltingarkenndar breytingar verði að
ræða.“
Hvað er eftirminnilegasta hlutverkið á
sviði?
„Það ekkert gaman að leika nema hætta
sér út á bjargbrúnina og vera lofthræddur í
leiðinni. Þess vegna eru eftirminnilegustu
hlutverkin listamenn á barmi taugaáfalls,
þau hafa mörg komið í minn hlut á lífsleið-
inni. Ekki síst þetta eina stóra. Ég trúi ekki
á líf eftir dauðann. En ég hef oft velt fyrir
mér möguleikanum á því að lifa tveimur líf-
um í þessu. Skipta algerlega um mig. Verða
eitthvað allt annað.“
Leikritið Eru tígrisdýr í Kongó? sem Al-
þýðuleikhúsið sýndi á sínum tíma fjallaði
um mál sem var viðkvæmt á þeim tíma og
er enn. Tveir rithöfundar setjast niður til að
skrifa um sjúkdóm sem þeim finnst að
komi þeim ekki sérstaklega við. Síðan leik-
ritið var sýnt árið 1987 hefur Viðar horft
upp á vini sína deyja úr alnæmi og einn
þeirra aðeins fyrir skömmu. Hvernig líturðu
á þetta leikrit núna í ljósi reynslunnar?
„Þegar þetta leikrit var sýnt stóðu menn
almennt í þeirri trú að alnæmisveiran væri
vitsmunavera og hún færi sem slík í mann-
greinarálit og legðist eingöngu á homma
vegna þess að þeir ættu það helst skilið.
Það var því ákaflega takmarkaður hópur
sem tók boðskapinn inn á sig og sjálfur var
ég ákaflega lokaður fyrir mikilvægum atrib-
um sem hafa verið að renna upp fyrir mér
síðustu árin. Þegar maður hefur horft upp á
vini sína deyja svo að segja í blóma lífsins
þá horfir þetta öðruvísi við. Það er sú
grimma staðreynd. Þó að enginn sé raun-
verulega í stakk búinn að horfast í augu við
dauðann fyrr en hann blasir við búa ís-
lenskir hommar nú að betri upplýsingum
en fólk almennt vegna þess að þeir urðu
96
HEIMSMYND
J Ú L í