Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 6
6 UMRÆÐA Sandkorn 22. nóvember 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Traustur vinur K ristján Þór Júlíusson, sjávar útvegs- og landbún- aðarráðherra, er náinn vin- ur Þorsteins Más Baldvins- sonar, sem hefur stigið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þessi vin- átta er ekki nýjar fréttir, langt því frá. Þeir hafa þekkst frá því þeir voru krakkar, hafa unnið saman í Samherja og eytt frítíma sínum saman. Þeir eru því nokkuð góðir vinir, myndi maður segja. Það er því morgunljóst að Kristján Þór getur ekki sýslað með málefni er varða Samherja, eins og hin margfrægu Samherja- skjöl. Það í raun stendur einfald- lega í stjórnsýslulögum að Krist- ján Þór megi ekki skipta sér af fyrirtæki góðvinar síns Þorsteins. Svo ákveður Kristján Þór að stýra vinnu á úttekt á viðskiptahátt- um útgerða í þróunarlöndum. Í þessari úttekt verður víst boð- ið upp á tillögur gegn spillingu, mútum og peningaþvætti. Verð- ur úttektin unnin í samstarfi við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinu þjóðanna. Jahá. Hringir þetta ekkert bjöllum hjá kollegum hans á Alþingi? Hann ætlar ekki að skipta sér af málum góðvina sinna hjá Samherja en samt fara fyrir úttekt á því glæpsamlega athæfi sem Samherjamenn eru grunaðir um. Ég vildi að ég hefði verið fluga á vegg þegar að Krist- ján Þór tilkynnti þetta í ráðu- neyti sínu, bara til að sjá framan í starfsmenn ráðuneytisins við þessar furðufréttir. En kannski er bara öllum drullusama. Ég meina, það var ekkert leyndarmál að Kristján Þór væri góður vinur Þorsteins Más, að hann hefði verið stjórnar- formaður Samherja, unnið þar og eytt tíma með Þorsteini Má í sínum frítíma, þegar hann tók við sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytinu. Og það þótti bara eðlilegt í röðum Sjálfstæðis flokks, Framsóknar og Vinstri grænna að hann fengi þetta embætti þrátt fyrir þessa ríku tengingu við stærstu útgerð landsins. Mér finnst rosalega sorglegt að það sé ekki morgunljóst í huga Kristjáns Þórs að hann verði að segja af sér. Þótt hann segi sig frá málefnum Samherja, samt ekki, þá hlýtur svo að vera að fjöl- margar ákvarðanir sem tengj- ast sjávarútvegi á Íslandi tengj- ast Samherja óbeint eða beint, vegna stærðar útgerðarinnar. Svo má ekki gleyma því að nafn Krist- jáns Þórs kemur fyrir í Samherj- askjölunum og alls kostar óljóst hvort hann hefur beitt sér í þágu Samherja á erlendri grundu eður ei. Eina sem við höfum eru hans orð um að hann hafi ekki gert það. Hann er hins vegar maður sem virðist meina eitt og gera annað þannig að tíminn einn verður að leiða í ljós hvort hann sé að segja satt. Þátttaka Þorsteins Más í sjávar útvegi einskorðast heldur ekki bara við Samherja. Hann er til dæmis stjórnarfor- maður Síldarvinnslunnar ehf., reyndar kominn í „ótímabundið leyfi“ á þeim bænum, og í fram- kvæmdastjórn Útgerðarfélags Akur eyringa. Bæði þessi fyrir- tæki eru mjög stór í sjávarútvegi. Það hlýtur því að teljast eðlilegast í stöðunni að Kristján Þór víki og fari að gera eitthvað allt annað. En kannski er bara öllum drullusama. n Lok Morgundags Skiptum á þrotabúi félagsins Morgundags ehf. er lokið, en félagið sá um útgáfu blaðsins Fréttatímans. Forgangskröfur í búið voru rúmar 60 milljónir en aðeins fengust tæpar þrjár milljónir upp í þær. Almenn- ar kröfur voru rúmlega 236 milljónir og ekki var tekin af- staða til þeirra. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2017 eftir miklar tilraunir til að leysa rekstrarvanda Frétta- tímans. Samkvæmt vef Fjöl- miðlanefndar voru eigendur Morgundags Gunnar Smári Eg- ilsson, með 46% hlut, félag í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, með 29% hlut, og Valdimar Birg- isson, með 25% hlut. Hræðsla í borg? Minnihluti borgarstjórnar setti fram tillögu um að fyrirhugað- ar framkvæmdir við gróður- hvelfingu í Elliðaárdal yrðu lagðar í íbúakosningu. Tillagan var felld. Eins hefur minnihlut- inn farið fram á upplýsingar um hvaða fjársterku aðilar standa að baki framkvæmdun- um og hver áætlaður kostn- aður verður. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokks- ins sagði að Hollvinasamtök Elliðaárdals ætli að safna undirskriftum borgarbúa til að fá fram slíka kosningu, en bæði kjörnir fulltrúar og borgarbúar, ef nægilegur fjöldi undirskrifta fæst, geta farið fram á slíkar kosningar. Maður veltir því fyrir sér hvers vegna borgar- búar megi ekki taka þátt í þessari ákvörðun? Ef ekkert er að ótt- ast, hvers vegna ekki að sam- þykkja slíka kosningu strax? Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is √ Bókhald og fjármál √ Húsfélagafundir √ MÍNAR SÍÐUR √ Þjónustusaga húss √ Önnur þjónusta Húsfélagaþjónusta Leiðandi í hagkvæmni og rekstri húsfélaga √ Bókhald og fjármál √ Húsfélagafundir √ MÍNAR SÍÐUR √ Þjónustusaga húss √ Önnur þjónusta Húsfélagaþjónusta Leiðandi í hagkvæmni og rekstri húsfélaga √ Bókhald og fjármál √ Húsfélagafundir √ MÍNAR SÍÐUR √ Þjónustusaga húss √ Önnur þjón t Húsfélagaþjónusta Leiðandi í hagkvæmni og rekstri húsfélaga √ Bókhald og fjármál √ Húsfélagafundir √ MÍNAR SÍÐUR √ Þjónustusaga húss √ Önnur þjónusta Húsfélagaþjónusta Leiðandi í hagkvæmni og rekstri húsfélaga www.eignaumsjon.is Suðurlandsbraut 30 • Sími 585 4800 M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Við festar Gott er þegar búið er að binda í öruggri höfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.