Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 82
82 PRESSAN 22. nóvember 2019
S
unnudaginn 22. júlí, 1934,
sat John Dillinger, 31
árs, í kvikmyndahúsi við
North Lincoln Avenue í
Chicago og horfði á Manhatt-
an Melodrama með Clark Gable,
William Powell, Myrna Loy og
Mickey Rooney í aðalhlutverk-
um. Myndi fjallar um glæpagengi
og það hlýtur að hafa höfðað til
Dillinger sem var á þessum tíma
efstur á lista alríkislögreglunnar
FBI yfir þá sem hún vildi hand-
taka. Í myndinni er ein af aðal-
persónunum sett í rafmagns-
stólinn í Sing Sing-fangelsinu en
Dillinger stefndi sjálfur þangað
miðað við afbrotaferil hans, en
hann hafði verið stimplaður óvin-
ur samfélagsins númer eitt.
Klukkan 22.30 lauk sýningu
myndarinnar og Dillinger yf-
irgaf kvikmyndahúsið ásamt
nýrri unnustu sinni, Polly Ha-
milton, og vinkonu hennar, Önnu
Sage, sem rak mörg vændishús í
Chicago. Hún hafði boðið Dill-
inger að gista í íbúð hennar um
hríð. Dillinger var í glæsilegum
hvítum jakkafötum, stífpússuð-
um hvítum skóm og með stráhatt.
Þegar hann og konurnar tvær
höfðu gengið nokkra metra eftir
gangstéttinni sá hann skyndilega
Melvin Purvis, stjórnanda hjá
FBI, bregða fyrir. Purvis kveikti
sér í sígarettu og blés þykkum blá-
um reyk út í loftið. Það var merkið
sem tíu lögreglumenn frá FBI og
sex frá staðarlögreglunni biðu eft-
ir. Þeir drógu upp skotvopn sín og
nálguðust Dillinger sem gróf í ör-
væntingu sinni eftir Colt-skamm-
byssu sinni um leið og hann
reyndi að flýja niður þröngt sund
við hliðina á kvikmyndahúsinu.
En hann komst ekki langt.
Lögreglumennirnir hófu skot-
hríð og fjögur skot hæfðu Dill-
inger sem hneig niður í blóð-
poll á gangstéttinni. Hann lést á
vettvangi. Það var engin tilviljun
að lögreglan beið eftir Dillinger
utan við kvikmyndahúsið því
Anna Sage, sem hét í raun Ana
Cumpanas og var innflytjandi frá
Rúmeníu, hafði daginn áður sagt
lögreglunni að hann myndi fara
á sýningu þar á sunnudeginum.
Þetta gerði hún í þeirri von að
hún myndi fá þá 25.000 dollara
sem hafði verið heitið í verðlaun
fyrir upplýsingar sem myndu
leiða til handtöku Dillinger og til
að tryggja að hún fengi að vera
áfram í Bandaríkjunum. Hún fékk
5.000 dollara en var síðan vísað úr
landi 1936 og send aftur til Rúm-
eníu þar sem hún lést af völdum
lifrarsjúkdóms 1947.
Úrskurðaður látinn
Dillinger var úrskurðaður látinn
við komuna á Alexian Brothers-
sjúkrahúsið klukkan 22.50.
Skömmu síðar var ekið með líkið,
liggjandi á einföldum leðurbörum,
í lögreglubíl til Cook County-lík-
hússins á West Harrison Street.
Þar var líkið krufið. En sú spurning
hefur verið áleitin allar götur síð-
an 1934 hvort það hafi í raun ver-
ið Dillinger sem var skotinn þetta
kvöld og síðan jarðsettur í fjöl-
skyldugrafreitnum í Crown Hill-
-kirkjugarðinum í Indianapolis.
Strax daginn eftir fór á kreik
orðrómur um að það hefði ver-
ið tvífari hans sem var skotinn.
Þessi orðrómur breiddist út eins
og sinueldur um öll Bandaríkin.
Meira að segja faðir Dillinger, John
Wilson Dillinger, sagði að líkið
sem hann sá í líkhúsinu hefði ekki
verið lík sonar hans. Það gæti þó
átt sér þá skýringu að mánuðina
á undan hafði Dillinger geng-
ist undir lýtaaðgerðir sem höfðu
breytt útliti hans mikið.
Yfirvöld, þar á meðal FBI, hafa
alla tíð staðið fast á því að maður-
inn sem var skotinn til bana fyrir
framan kvikmyndahúsið hafi ver-
ið John Dillinger og að á því leiki
enginn vafi. En hvað sem því líð-
ur þá hefur á undanförnum miss-
erum verið unnið hörðum hönd-
um að því að fá heimild til að grafa
jarðneskar leifar hans upp til að
hægt sé að ganga úr skugga um
það í eitt skipti fyrir öll að þar liggi
John Dillinger grafinn. Þrátt fyrir
mikla andstöðu við þetta stefnir
nú í að líkið verði grafið upp á
gamlársdag og þá verði meðal
annars tekið lífsýni úr því til rann-
sóknar.
Það eru ættingjar Dillinger,
Michael og Carol Thompson,
sem hafa krafist þessarar rann-
sóknar. Í yfirlýsingum, sem þau
hafa sent fjölmiðlum í gegnum
tíðina, kemur fram að þau hafi
margar sannanir fyrir að það hafi
ekki verið Dillinger sem var skot-
inn til bana þetta kvöld. Þau hafa
nefnt fingraför sem sönnunar-
gögn en hafa ekki viljað skýra frá
hvaða fleiri sannanir þau og fjöl-
skyldan hefur. Aðrir ættingjar eru
þeim algjörlega ósammála og hafa
margoft rætt við fjölmiðla og gef-
ið í skyn að fyrir Michael og Carol
snúist þetta bara um að fá sína „15
mínútna frægð“.
Forsvarsmenn kirkjugarðsins
DRÁPIÐ Á JOHN DILLINGER – VAR HANN
SKOTINN TIL BANA, EÐA TVÍFARI HANS?
n Óvinur samfélagsins númer eitt n FBI segir hann hafa verið myrtan árið 1934 n Margir telja að tvífari hans hafi hins vegar dáið
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
Gangster Meðal
þess sem Dillinger var
sakaður um var að
ræna 24 banka.
Ættingjar vilja svör Allt stefnir í að lík
Dillinger verði grafið upp.