Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 82

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 82
82 PRESSAN 22. nóvember 2019 S unnudaginn 22. júlí, 1934, sat John Dillinger, 31 árs, í kvikmyndahúsi við North Lincoln Avenue í Chicago og horfði á Manhatt- an Melodrama með Clark Gable, William Powell, Myrna Loy og Mickey Rooney í aðalhlutverk- um. Myndi fjallar um glæpagengi og það hlýtur að hafa höfðað til Dillinger sem var á þessum tíma efstur á lista alríkislögreglunnar FBI yfir þá sem hún vildi hand- taka. Í myndinni er ein af aðal- persónunum sett í rafmagns- stólinn í Sing Sing-fangelsinu en Dillinger stefndi sjálfur þangað miðað við afbrotaferil hans, en hann hafði verið stimplaður óvin- ur samfélagsins númer eitt. Klukkan 22.30 lauk sýningu myndarinnar og Dillinger yf- irgaf kvikmyndahúsið ásamt nýrri unnustu sinni, Polly Ha- milton, og vinkonu hennar, Önnu Sage, sem rak mörg vændishús í Chicago. Hún hafði boðið Dill- inger að gista í íbúð hennar um hríð. Dillinger var í glæsilegum hvítum jakkafötum, stífpússuð- um hvítum skóm og með stráhatt. Þegar hann og konurnar tvær höfðu gengið nokkra metra eftir gangstéttinni sá hann skyndilega Melvin Purvis, stjórnanda hjá FBI, bregða fyrir. Purvis kveikti sér í sígarettu og blés þykkum blá- um reyk út í loftið. Það var merkið sem tíu lögreglumenn frá FBI og sex frá staðarlögreglunni biðu eft- ir. Þeir drógu upp skotvopn sín og nálguðust Dillinger sem gróf í ör- væntingu sinni eftir Colt-skamm- byssu sinni um leið og hann reyndi að flýja niður þröngt sund við hliðina á kvikmyndahúsinu. En hann komst ekki langt. Lögreglumennirnir hófu skot- hríð og fjögur skot hæfðu Dill- inger sem hneig niður í blóð- poll á gangstéttinni. Hann lést á vettvangi. Það var engin tilviljun að lögreglan beið eftir Dillinger utan við kvikmyndahúsið því Anna Sage, sem hét í raun Ana Cumpanas og var innflytjandi frá Rúmeníu, hafði daginn áður sagt lögreglunni að hann myndi fara á sýningu þar á sunnudeginum. Þetta gerði hún í þeirri von að hún myndi fá þá 25.000 dollara sem hafði verið heitið í verðlaun fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Dillinger og til að tryggja að hún fengi að vera áfram í Bandaríkjunum. Hún fékk 5.000 dollara en var síðan vísað úr landi 1936 og send aftur til Rúm- eníu þar sem hún lést af völdum lifrarsjúkdóms 1947. Úrskurðaður látinn Dillinger var úrskurðaður látinn við komuna á Alexian Brothers- sjúkrahúsið klukkan 22.50. Skömmu síðar var ekið með líkið, liggjandi á einföldum leðurbörum, í lögreglubíl til Cook County-lík- hússins á West Harrison Street. Þar var líkið krufið. En sú spurning hefur verið áleitin allar götur síð- an 1934 hvort það hafi í raun ver- ið Dillinger sem var skotinn þetta kvöld og síðan jarðsettur í fjöl- skyldugrafreitnum í Crown Hill- -kirkjugarðinum í Indianapolis. Strax daginn eftir fór á kreik orðrómur um að það hefði ver- ið tvífari hans sem var skotinn. Þessi orðrómur breiddist út eins og sinueldur um öll Bandaríkin. Meira að segja faðir Dillinger, John Wilson Dillinger, sagði að líkið sem hann sá í líkhúsinu hefði ekki verið lík sonar hans. Það gæti þó átt sér þá skýringu að mánuðina á undan hafði Dillinger geng- ist undir lýtaaðgerðir sem höfðu breytt útliti hans mikið. Yfirvöld, þar á meðal FBI, hafa alla tíð staðið fast á því að maður- inn sem var skotinn til bana fyrir framan kvikmyndahúsið hafi ver- ið John Dillinger og að á því leiki enginn vafi. En hvað sem því líð- ur þá hefur á undanförnum miss- erum verið unnið hörðum hönd- um að því að fá heimild til að grafa jarðneskar leifar hans upp til að hægt sé að ganga úr skugga um það í eitt skipti fyrir öll að þar liggi John Dillinger grafinn. Þrátt fyrir mikla andstöðu við þetta stefnir nú í að líkið verði grafið upp á gamlársdag og þá verði meðal annars tekið lífsýni úr því til rann- sóknar. Það eru ættingjar Dillinger, Michael og Carol Thompson, sem hafa krafist þessarar rann- sóknar. Í yfirlýsingum, sem þau hafa sent fjölmiðlum í gegnum tíðina, kemur fram að þau hafi margar sannanir fyrir að það hafi ekki verið Dillinger sem var skot- inn til bana þetta kvöld. Þau hafa nefnt fingraför sem sönnunar- gögn en hafa ekki viljað skýra frá hvaða fleiri sannanir þau og fjöl- skyldan hefur. Aðrir ættingjar eru þeim algjörlega ósammála og hafa margoft rætt við fjölmiðla og gef- ið í skyn að fyrir Michael og Carol snúist þetta bara um að fá sína „15 mínútna frægð“. Forsvarsmenn kirkjugarðsins DRÁPIÐ Á JOHN DILLINGER – VAR HANN SKOTINN TIL BANA, EÐA TVÍFARI HANS? n Óvinur samfélagsins númer eitt n FBI segir hann hafa verið myrtan árið 1934 n Margir telja að tvífari hans hafi hins vegar dáið Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Gangster Meðal þess sem Dillinger var sakaður um var að ræna 24 banka. Ættingjar vilja svör Allt stefnir í að lík Dillinger verði grafið upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.