Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 100

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 100
100 FÓKUS 22. nóvember 2019 HNEYKSLI Í HÖLLINNI n Oft hefur farið um breska kóngafólkið n Nýlegt viðtal við Andrew prins bætist í safnið Andrew prins fór í umtalað viðtal við BBC á dögunum þar sem hann tjáði sig um vináttu sína við níð- inginn Jeffrey Epstein og ásakanir ungra stúlkna um að prins- inn hafi haft mök við þær þegar þær voru undir lögaldri. Viðtalið var langt og er það mál manna að Andrew hafi virkað ótrúverðug- ur og hafa einhverjir jafnvel velt því fyrir sér hvort hann sé haldinn minnisleysi. Viðtalið og tengsl Andrews við Jeffrey Epstein er langt því frá fyrsta hneykslið sem skekur bresku konungsfjölskylduna. Það vakti mikla furðu árið 1937 þegar að Edward VIII afneitaði konungsstólnum svo hann gæti kvænst félagsverunni Wallis Simpson, sem var tvífráskilin. Enska þjóðkirkjan bannaði Edward að kvæntast fráskilinni konu og því vildi hann ekki krúnuna. Þetta atvik breytti sögunni talsvert því það leiddi til þess að hin tíu ára gamla Elísabet varð Englandsdrottning. Þetta var ekki eina hneykslið sem umvafði Edward og Wallis því þau ku hafa hitt Adolf Hitler margoft og grunaði bresku leyni- þjónustuna að Wallis væri að fóðra Þjóðverja með upplýsingum um Bretland. Bresk yfirvöld reyndu að halda því leyndu að hjónunum og Hitler hefði verið vel til vina en vináttan var staðfest í skjali sem birt var árið 1957. Þegar Karl Bretaprins var aðeins fjórtán ára fór hann á krá í þorpinu Stornoway Harbor og pantaði sér kirsuberjakoníak. Hann vissi ekki að það var blaðamaður á kránni sem fylgdist með öllu saman og víndrykkja unga prinsins leitaði í fyrirsagnir í ýmsum miðlum. Margrét prinsessa, systir Elísabet- ar annarrar Bretadrottningar, varð ástfangin af liðsmanni konunglega flughersins, flugstjóranum Peter Townsend, þegar hún var á yngri árum. Eini gallinn var að Peter var kvæntur maður en upp komst um þetta hneyksli árið 1953. Þá skildi Peter við konu sína undir eins og bað um hönd Margrétar. Þetta æv- intýri endaði þó tveimur árum síð- ar þegar að þau slitu trúlofun sinni. Þá varð Margrét ástfangin af ljós- myndaranum Antony Armstrong- -Jones og þau giftu sig. Þau hættu saman árið 1976 og skilnaðurinn varð opinber árið 1978. Þá var Mar- grét sú fyrsta innan konungsfjöl- skyldunnar til að skilja síðan Henry sjötti skildi á 16. öld. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is HITLER OG HJÓNIN KARL OG KONÍAKIÐ FUNHEITT FRAMHJÁHALD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.