Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 10
10 22. nóvember 2019FRÉTTIR
SAMHERJAR Í SKUGGAHVERFI
Stærstu eigendur í félaginu
Samherji Ísland ehf. eru Krist-
ján Vilhelmsson, 43,77%, og
Þorsteinn Már Baldvinsson,
22,48%, stofnendur Samherja
og eiginkona Þorsteins, Helga
Steinunn Guðmundsdóttir,
22,48%. Sonur þeirra Þorsteins
og Helgu, Baldvin, á 0,10% í fé-
laginu. Samherji Ísland ehf. er
skráð eigandi rúmlega 140 fer-
metra íbúðar að Vatnsstíg 15.
Fasteignamat íbúðarinnar á
næsta árið eru tæpar 79 millj-
ónir og lækkar úr rúmum 82
milljónum. Samherji Ísland ehf.
festi kaup á íbúðinni árið 2012
og fengu fyrrnefndur Krist-
ján og Aðalsteinn Helgason,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
landvinnslu Samherja og fram-
kvæmdastjóri Afríkustarfsemi
Samherja, umboð fyrir hönd
stjórnar félagsins til að sjá um
kaupin. Enginn þinglýstur leig-
usamningur hvílir á íbúðinni.
Þorsteinn Már
Baldvinsson, sem
fyrir stuttu vék sem
forstjóri Samherja, á
tvær íbúðir að Vatns-
stíg 21. Sú fyrri er rétt
rúmlega 166 fermetr-
ar og var keypt á Þor-
láksmessu árið 2008.
Aðalsteinn Helgason
fékk umboð frá Þor-
steini til að sjá um
kaupin. Fasteignamat
á íbúðinni fyrir næsta
ár er 96 milljónir og
lækkar úr rúmum
127 milljónum.
Hin íbúðin er tals-
vert stærri, tæpir 300
fermetrar. Það var
Baldvin Þorsteins-
son, sonur Þorsteins,
sem fékk umboð til
að sjá um þau kaup
sem gengu í gegn
árið 2012. Fasteigna-
mat fyrir næsta ár á
þeirri íbúð er rúm-
lega 150 milljónir
og lækkar úr tæpum
202 milljónum. Engir
þinglýstir leigusamn-
ingar hvíla á íbúðun-
um.
VATNSSTÍGUR 21
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
VATNSSTÍGUR 15
Skuggahverfið í Reykjavík gnæfir yfir
miðborgina og hefur byggst hratt upp
síðustu ár. Hverfið hefur verið tákn-
mynd auðmanna, sem hafa sópað til sín
eignum í lúxusblokkunum. Núverandi
og fyrrverandi eigendur Samherja hafa
tekið þátt í því og hafa hreiðrað um sig í
Skuggahverfinu þegar borgin kallar.