Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 73

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 73
Stóra jólablaðið22. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ BLIK BISTRO: Svona ekta jólahlaðborð! Jólahlaðborðið á Blik Bistro hefur verið afar vel sótt undanfarin ár af einstaklingum, fjölskyldum, vinahópum og fyrirtækjahópum, enda mætti segja að hlaðborðið hreinlega svigni ár hvert undan lystisemdum sem gaman er að smakka á í aðdraganda jólanna. „Við erum með afar fjölbreytt úrval af góðum, hefðbundnum og hátíðlegum jólamat og er af nægu að taka. Má þar nefna t.d. kalkún, purusteik, lamb, reyktan og grafinn lax, síldarrétti, villibráðarpaté, hangikjöt, gæsabringu, hreindýr og ýmislegt fleira og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig bjóðum við upp á dýrindis eftirrétti til þess að toppa kvöldið og kveðja alla með sætt í munnvikunum,“ segir Jón Óskar Karlsson, rekstrarstjóri á Blik Bistro. Jólakokteill og glögg „Við erum með fimm afar hæfileikaríka kokka hjá okkur sem útbúa allan þennan girnilega mat fyrir jólahlaðborðið sem og veitingastaðinn allan ársins hring. Einnig erum við með sérmenntaðan kokteilbarþjón sem hannar og blandar fyrir okkur einstaka kokteila, en kann svo að sjálfsögðu alla þessa klassísku utanbókar. Hann hefur sett saman ótrúlega góðan jólakokteil fyrir þá sem langar að byrja kvöldið á smá jólum í glasi. Einnig erum við með dýrindis jólaglögg í boði sem við lögum sjálf eftir eigin uppskrift.“ Gullfallegt útsýni yfir hafið Þeir feðgar, Jón Óskar Karlsson og Karl Ómar Jónsson, reka veitingastaðinn Blik Bistro, sem staðsettur er í Mosfellsbæ. Húsnæðið þjónar einnig hlutverki golfskála Golfklúbbs Mosfellsbæjar á sumrin. „Staðurinn er þekktur fyrir einstaklega fallegt útsýni enda horfum við hér út um gluggann á Esjuna, fjallahringinn og út á sjóinn. Á blíðviðrisdögum sjáum við alla leið upp á Snæfellsnes. Það er ekkert á milli nema golfvöllurinn.“ Staðurinn tekur allt að 200 manns í sæti og 300 manns í standandi boð. „Stærsti hópurinn sem á bókað hjá okkur þetta árið er um 180 manna fyrirtæki, en vegna stærðar staðarins getum við tekið á móti svo stórum hópum.“ Vinsæl jólahlaðborð Jólahlaðborðin hafa verið fastur liður á veitingastaðnum síðustu ár og má með sanni segja að þau hafi slegið í gegn hjá landanum. Jólahlaðborð Blik Bistro verða í boði öll föstudags- og laugardagskvöld frá 22. nóvember og fram að jólum. Húsið er opnað kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00. „Fyrsti jólahlaðborðsdagurinn er í kvöld, föstudaginn 22. nóvember, og höfum við unnið að því að undirbúa kvöldið alla vikuna. Það er gífurleg eftirvænting í mannskapnum. Það er fullbókað í kvöld og við erum langt komin með að bóka næstu hlaðborðskvöld.“ Það er því um að gera að bóka borð sem fyrst til þess að tryggja að maður komist nú í gott hlaðborð fyrir jólin. Bókaðu í jólahlaðborð Blik Bistro á vefsíðunni blikbistro.is, í tölvupósti: blikbistro@blikbistro.is eða í síma 566-8480. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Blik, blikbistro.is Æðarhöfða 26, 270 Mosfellsbær Vefpóstur: blikbistro@blikbistro.is Sími: 566-8480. Instagram: @blikbistro Facebook: Blik Bistro & Grill Mynd: Eyþór Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.