Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 96

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 96
96 FÓKUS 22. nóvember 2019 E inhver sagði við mig um daginn: Hvernig getur kona skrifað um karlmenn? Þá hugsaði ég: Ég veit ekki bet­ ur en að karlmenn hafi skrifað um hugarheim kvenna svo öldum skiptir og ekki fengið neinar ákúr­ ur fyrir,“ segir kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, eða Sigga Dögg eins og hún er kölluð í daglegu tali. Sigga Dögg gaf í vik­ unni út bókina Daði sem hverf­ ist um söguhetjuna Daða, unga dreng sem glímir við ástina, ástar­ sorg, sjálfsmyndina og gredduna. Bókin er sjálfstætt framhald bók­ arinnar kynVeru, sem Sigga Dögg gaf út í fyrra. Skáldsagan um Daða byggir á algengum spurn­ ingum og umræðum drengja úr kynfræðslu sem Sigga Dögg hefur haldið úti síðastliðin tíu ár. Berskjaldaðir og einlægir „Það verður til mikil nánd í tímun­ um,“ segir Sigga Dögg um kyn­ fræðsluna. „Strákar leyfa sér að vera svo berskjaldaðir og einlægir og mér þykir virkilega vænt um þessa krakka þótt ég eigi kannski bara með þeim einn klukkutíma. Mér þykir vænt um það traust sem þau sýna mér og ég finn hvað þetta er oft mikið mál fyrir þau. Ég vil gefa mér tíma, fara á trúnó með þeim. Ég vil skilja þeirra hugarheim og vera til staðar. Það er í raun hvatinn að því að skrifa þessa bók; að þeir finni að þeir eru ekki einir í heiminum og það eru fleiri að pæla í þessu.“ Sigga Dögg segist einnig hugsa bókina sem verkfæri eða ísbrjót fyrir ungt fólk til að tala um kyn­ líf á opinskáan hátt. Þótt mark­ hópurinn sé unglingar og ung­ menni þá telur Sigga Dögg það hollt fyrir foreldra að kynna sér bæði bækurnar Daða og kynVeru til að ná sér í tól til að tala um kyn­ líf við börnin sín. „Þegar ég gaf út kynVeru fékk ég alls konar viðbrögð. Ein móðir sagði við mig að dóttir hennar hefði fengið bókina í jólagjöf og mamman varð brjáluð. Hún reif af henni bókina og í kjölfarið fóru mæðgurnar að rífast. Það end­ aði með því að mamman sagði: Ókei, ég skal lesa hana fyrst og meta hvort þessi bók sé við hæfi. Mamman las hana og sagði síðan við dóttur sína: Þú skalt lesa þessa bók og allar vinkonur þínar líka. Þetta er skyldulesning. Mér þótti ofboðslega vænt um að heyra það,“ segir Sigga Dögg. „Þessar bækur eru auðlesnar og ég hef til dæmis fengið frábær skilaboð frá foreldrum sem eiga lesblinda krakka um að skrifa meira því kynVera sé eina bókin sem krakk­ arnir komast í gegnum.“ Erfiðara að skrifa Daða Í kynVeru skrifar Sigga Dögg um hugarheim ungra stúlkna, heim sem hún þekkir vel enda man hún vel sjálf hvers konar hugsanir og pælingar fóru í gegnum huga hennar sjálfrar þegar hún var á því mótunartímabili sem ung­ lingsárin eru. Hún segir að það hafi reynst henni auðveldara að skrifa kynVeru en Daða. „KynVera bara byrjaði og Vera, sögupersónan, dreif mig áfram. Hún átti sitt eigið líf og ég var að skrá það niður. Ég byggði mik­ ið af henni á mínu eigin lífi og skrifin rúlluðu þægilega áfram,“ segir Sigga Dögg. „Ég byrjaði að skrifa Daða í desember í fyrra því mig langaði að byrja. Sú bók byrjar miklu meira í andlitinu á þér og ég þurfti að hafa meira fyrir henni. Hún var erfiðari í fæðingu á þann veg að ég var ekki viss hvert ég vildi fara með hann Daða minn. Mér þótti vænt um hann en langaði líka að hrista hann og siða hann til, eins og svo margar mæður sem ala upp stráka glíma við. Við viljum hrista strákana og biðjum þá um að vera einlægir. En menningin er bara þannig að það er ekki sam­ félagslega viðurkennt að strákar séu einlægir, þannig að foreldr­ ar hafa oft áhyggjur af þeim. Ég sendi Daða í ritstýringu og þegar ég fékk bókina til baka víxlaði ég endanum og flestum köflum. Ég raðaði henni þrisvar sinnum upp því það var eitthvað sem var ekki rétt. Ég var með hana á heilanum þangað til hún var í lagi.“ Sigga Dögg segir einmitt að til­ finningalíf ungra drengja sé oft vanrækt og það liggi þeim á hjarta oft á tíðum hversu auðveldlega stúlkur geta talað um sínar tilf­ inningar og vandamál. „Strákur sem var í tíma hjá mér í vikunni spurði upp úr þurru: Af hverju líður fleiri strákum verr en konum. Af hverju er þunglyndi al­ gengara hjá karlmönnum en kon­ um? Við vorum ekki einu sinni að tala um þunglyndi heldur sjálfs­ mynd, sambönd og ástina. Ég sagði við hann að strákar þyrftu að vera duglegri að tala um tilf­ inningar, byggja upp stuðnings­ net og viðhalda því. Þar erum við stelpur rosalega sterkar. Strákar sitja með alla vanlíðan á herðun­ um á með við tölum saman, fáum okkur ís, köfum ofan í málin og hættum ekki að tala fyrr en við förum að væla. Nú er ég ekki að segja að strákar þurfi að gera ná­ kvæmlega eins og við stelpurnar, en þeir þurfa að gera eitthvað til að létta af sér.“ Ofrunk og typpastærð Það liggur því beinast við að spyrja Siggu Dögg hvað það ná­ kvæmlega sé sem hvíli hvað þyngst á ungum strákum – hvaða áskorunum þeir standa frammi fyrir? „Þeir eru sjúklega hræddir um að ofrunka sér,“ segir Sigga Dögg. „Þeir eru með í huganum, margir hverjir, einhverja tölu sem þeir mega ekki fara yfir. Í nóvember er til dæmis haldið upp á sjálfs­ fróunarlausan nóvember sem reynist mörgum erfiður. Svo tekur við „destroy dick december“. Þá felst áskorunin í því að strák­ ar eiga að fróa sér jafnoft og mánaðar dagarnir eru. Þannig að 1. desember áttu að fróa þér einu sinni, 2. desember tvisvar sinn­ um og svo koll af kolli. Þeir eru að uppgötva svo mikið og læra inn á sig og vilja ekki ofgera sér, skemma eitthvað eða klára sig fyrir fullorðinsárin,“ segir Sigga Dögg. En er hægt að ofrunka sér? „Nei,“ segir hún. „En ef þér er illt eða typpið aumt þá ætturðu að slaka á og leyfa litla mannin­ um að hvíla sig.“ Hún segir að ofrunk sé stóra málið í hugarheimi ungra drengja í dag, en þar næst á eftir kemur typpastærð. „Þeir eru mikið að pæla í typpastærð og hvort það sé til ein rétt eða ein besta typpastærð. Það sýnir að þeir taka á sig mjög mikla ábyrgð um að fullnægja í kynlífi. Það fer mikill tími kynfræðslu í Ungir drengir logandi hræddir við ofrunk n Sigga Dögg skrifar um hugarheim ungra drengja n Hafa áhyggjur af typpastærð og fá ekki nægt rými til að tala um typpið Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.