Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 35
Stóra jólablaðið22. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ MI ICELAND: Geggjaðar jólagjafahugmyndir frá Mi Iceland! Fyrir miðbæjarrottuna Mi Electric Scooter er eitt vinsælasta rafmagnshlaupahjólið um allan heim. Hlaupahjólið er úr sams konar áli og notað er í flugvélar. Það inniheldur öflugan rafmagnsmótor sem kemst allt að 25 km/klst hraða og 250Wh rafhlöðu sem skilar allt að 30 km á sléttum jarðvegi. Auðvelt er að brjóta hjólið saman og taka með í strætó og fara á milli í miðbænum! Fæst í svörtu og hvítu. 69.990 kr. Jólahjólið í ár! QiCycle Folding Electric Bike er lítið og nett rafmagnshjól útbúið fjölda snjallra eiginleika. Einfalt er að brjóta hjólið saman og því er það fullkomið borgarhjól sem auðvelt er að stinga í skottið á bílnum. Hjólið er búið öflugri Panasonic 18650 mAh Li-ion rafhlöðu sem er sams konar og sú sem notuð er í hina byltingarkenndu Tesla-bíla. Skjár á stýrinu gefur þér upplýsingar um hraða, vegalengd og stöðu rafhlöðu. Þar getur þú stillt hversu mikið mótorinn vinnur til móts við þig. Hjólið er létt og fyrirferðarlítið og vegur aðeins 14,5 kíló. 169.990 kr. Þekkir þú einhvern sem langar að hlaupa maraþon? Amazfit Stratos snjallúrið er algjör skyldueign fyrir alla þá sem stunda líkamsrækt. Skjárinn er varinn með 2.5D Gorilla Glass og er skífan úr handpússaðri keramík. Úrið sjálft er síðan allt varið með þríviddarprentuðu Carbon-Fibre. Með 5-ATM er úrið vatnshelt niður á allt að 50 metra dýpi og því tilvalið í sundferðina. Úrið fylgist alltaf með hreyfingu þinni og hjartslætti og býður upp á 16 mismunandi stillingar, sérstaklega hannaðar fyrir t.d. innanhúshlaup, útihlaup, hjólreiðar, sjósund, skíði, tennis og fótbolta. Nýja Amazfit Watch 2.0 snjallforritið safnar svo saman öllum upplýsingum frá úrinu og birtir á einfaldan og notendavænan hátt. Þar geturðu séð mælingar langt aftur í tímann á skrefum, hreyfingu og svefni. 29.990 kr. Nútíminn er mættur í eyrun! Einfaldleiki og tækni sameinast á einstakan hátt í Mi True Wireless Earbuds Basic og útkoman er töfrum líkust. Við fyrstu notkun tengjast heyrnartólin við símann eða tölvuna á einfaldan hátt. Eftir það kviknar einfaldlega á þeim þegar þau eru tekin úr hleðsluboxinu og tengjast tækinu sjálfkrafa. Með því að þrýsta á takka á heyrnartólunum getur þú þannig svarað símtölum, skipt um lag, tengt þig við Google Assistant ef þú ert með Android-síma eða Siri ef þú ert með Apple-síma og notað raddstýringu til þess að framkvæma aðgerðir. Búnaður í hljóðnemum tryggir að þeir útiloka umhverfishljóð og nemi rödd þína sem best. Sama á við þegar hlustað er á tónlist. Heyrnartólin sía burt umhverfishljóð fyrir fyrsta flokks hljómgæði. 8.990 kr. Bíósalur heima í stofu! Mi Laser Projector 150" er hágæða skjávarpi sem varpar mynd í allt að 150 tommur og færir þér þannig bíósalinn heim í stofu! Hvít umgjörð með mjúkum hornum gerir skjávarpann að fallegu húsgagni sem þú vilt helst hafa sýnilegt í stofunni. Skjávarpinn varpar mynd með notkun á laser sem þýðir minna viðhald og lengri endingartími. Skarpari litir, svartari svartur, einstaklega björt mynd og meiri hraði í ræsingu eru helstu kostir þess að vera með lasermyndvarpa. 289.990 kr. Netflix og „tjill“ er ekkert vandamál með Mi Box S Mi Box S er eitt sniðugasta tækið á heimilið. Tækið er tengt við sjónvarpið með HDMI-snúru og því er stjórnað með lítilli fjarstýringu. Með þessu tæki getur þú á einfaldan hátt notað forrit eins og Netflix, Plex, Kodi, Youtube og Spotify. 9.990 kr. Er vinur þinn alltaf þakinn hundahárum? Ekki lengur! Robot Vacuum sér um þrifin á meðan þú ert að heiman. Hægt er að setja upp áætlanir fram í tímann, stilla kraft sugunar (og með því hávaða). Ryksugan kortleggur rýmið með 360° laserskynjara og þú getur fylgst með í rauntíma hvar ryksugan er, hversu mikið er búið og hvað er eftir í gegnum smáforritið Mi Home. Ryksugan sér svo sjálf um að setja sig í hleðslu eftir notkun eða þegar rafhlaðan er að verða tóm. 49.990 kr. Skoðaðu úrvalið nánar á vefverslun mii.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.