Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 40
Stóra jólablaðið 22. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ CARUSO: Kósý jólastemning Ástsæli veitingastaðurinn Caruso hefur starfað farsællega í miðbæ Reykjavíkur í 25 ár og eru engin lát á vinsældum staðarins. Nú í desember eru komin fimm ár síðan Caruso flutti frá Þingholtsstrætinu niður fyrir læk í Austurstræti og má með sanni segja að eigendur staðarins, Þrúður Sjöfn Sigurðard og José Luis Garcia, séu mjög ánægðir með þetta fallega og sögulega húsnæði. Andrúmsloftið er gott og rómantískt og gestirnir kunna að meta hlýlegt og notalegt umhverfið. Öll föstudags- og laugardagskvöld býður Caruso upp á ljúfa gítartóna, en það er hann Símon Ívarsson sem spilar hjá þeim, en þess má geta að Símon hefur spilað hjá þeim í yfir 20 ár. Kósýkvöld með Eyfa á Caruso Kósýkvöldin með Eyfa eru orðin fastur liður hjá okkur í desember og munu þau að þessu sinni verða fimmtudagskvöldin 5. og 12. desember. Þess má geta að það eru orðin 10 ár frá fyrsta kósýkvöldinu okkar með honum Eyfa. Á meðan gestir okkar njóta þriggja rétta máltíðar mun Eyjólfur spila og syngja íslenskar og erlendar dægurperlur ásamt nokkrum vel völdum jólalögum. Þetta verður sannkölluð jólastund og stemningin verður einstaklega skemmtileg og notaleg svona mitt í jólaamstrinu að sögn Eyjólfs Kristjánssonar. Kósýkvöldin okkar hafa verið vinsæl hjá þeim sem vilja njóta afslappandi kvöldstundar og gera vel við bragðlaukana í þægilegu umhverfi. Veitingastaður í sögulegu húsi Veitingastaðurinn Caruso er staðsettur í Austurstræti í fallegu húsi sem var upphaflega byggt árið 1801, eyðilagðist í eldsvoða árið 2007 og var svo endurreist í upphaflegum stíl. „Það eru fimm ár núna í desember síðan við fluttum í Austurstrætið og líður okkur mjög vel að vera þar í þessu litla krúttlega húsi. Andrúmsloftið er afar rómantískt og á Caruso er hægt að ganga að góðum mat, hlýlegri þjónustu og huggulegu umhverfi vísu og eigum við okkar fastakúnna sem koma til okkar aftur og aftur og þekkja jafnvel borðnúmerið sitt þar sem þeir vilja sitja. Það er hálfpartinn eins og húsnæðið umvefji mann og staðsetningin er náttúrlega frábær,“ segir José á Caruso. Caruso, Austurstræti 22, 101 Reykjavík www.caruso.is Sími: 562-7335 Tölvupóstur: caruso@caruso.is Opnunartími: Mán–fim: 11.30–22.30, fös: 11.30–23.30, lau: 12-23.30 og sun: 17–22.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.