Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 44
Stóra jólablaðið 22. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ 108 MATUR: Jólasteikur og heimagert rauðkál í hádeginu á 108 Matur 108 Matur er nýr og spennandi hádegisverðarstaður í Fákafeni 9. Staðinn reka matreiðslumennirnir og matargötin Gunnar Davíð Chan og Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson, en þá hafði lengi dreymt um að opna góðan matsölustað þar sem hægt væri að fá ljúffengan og heiðarlegan heimilismat á sanngjörnu verði í hádeginu. „Heimagert“ er alltaf betra „Við erum báðir menntaðir og reyndir matreiðslumenn og finnst gott að borða góðan mat. Hjá 108 Matur bjóðum við upp á heimilismat sem er eldaður af alúð og metnaði. Við gerum því allan mat, meðlæti og sósur á staðnum sjálfir. Við berjum snitselið út sjálfir og pannerum, steikjum fiskibollurnar sem eru gerðar eftir okkar uppskrift og í meðlæti gerum við m.a. súrar gúrkur og búum til okkar eigið rauðkál. Okkur finnst meðlætið skipta miklu máli líka og höfum við verið að leika okkur þar. Þá höfum við verið að grilla lauk, hvítkál og toppkál, hægelda gulrætur, baka rófur o.s.frv. Hér er ekkert dósameðlæti eða pakkamús,“ segir Baldur. Breytilegur vikumatseðill Vikumatseðill 108 Matur er birtur vikulega á Facebooksíðunni og saman stendur alla jafna af fimm breytilegum réttum. „Það eru reyndar tveir fastir réttir, fiskibollurnar og snitselið, sem hafa verið þar frá upphafi. Við reyndum einu sinni að skipta út bollunum en þurftum að setja þær strax aftur á seðilinn út af eftirspurn.“ Þetta fer fram eins og hálfgert hlaðborð en er þó eins og að koma í sunnudagslæri til mömmu. Þú færð kjötið eða fiskinn og kartöflur á disk og færð þér svo sjálf/sjálfur meðlæti og sósu. Þar fyrir utan er sérréttamatseðill þar sem hægt er að panta léttari rétti eins og kjúklingasalat, sjávarréttasúpu og kúklingasamloku úr eldhúsinu. Á milli klukkan tvö og þrjú er heiti maturinn tekinn niður. Þá er pantað af matseðli sem saman stendur af sömu réttum og voru í hádeginu, nema þeir eru þá eldaðir eftir pöntun. 108 Matur býður upp á stimpilkort þegar keyptur er heitur matur í hádeginu milli 11.30–14.00 þannig að tíundi hver málsverður er frír. 108 Jólamatur! „Kringum miðjan desember ætlum við að byrja að klæða 108 Mat upp í jólabúninginn og setja jólafílinginn á fullt. Þá verða í boði þessar hefðbundnu jólasteikur eins og kalkúnn og purusteik. Einnig munum við bjóða upp á jólalegt meðlæti eins og waldorfsalat. Auðvitað verðum við svo með heimagerða rauðkálið okkar áfram á matseðlinum.“ Einblína á hádegistraffíkina „Við höfum ákveðið að einbeita okkur sérstaklega að starfsemi okkar í hádeginu og því er opið hjá 108 Matur frá 11.30–15.00. Fyrirtækjaþjónustan hjá okkur hefur aukist gríðarlega og erum við með fyrirtæki á föstum samningi, þar sem starfsmenn koma á staðinn og borða hjá okkur, eða við sendumst með hádegisverðinn á vinnustaðina. Þetta hefur vakið mikla lukku hjá starfsmönnunum enda er góður hádegisverður gulli betri. Ef fyrirtæki hafa áhuga á að kynna sér þetta þá á bara endilega að hafa samband við okkur í netpósti á 108matur@gmail.com.“ Baldur bætir við að einnig sé vinsælt að fólk hringi á undan sér á morgnana eða daginn áður og panti mat til að taka með. „Við höfum þá pöntunina tilbúna þegar aðilinn kemur í hádeginu að sækja matinn svo þetta gangi allt smurt fyrir sig.“ Aukasalur sem er stórsniðugur fyrir vinnufundi „Salurinn hjá okkur tekur 70 manns og þegar mikið er að gera erum við með 30 manna hliðarsal sem við opnum inn í fyrir viðskiptavini. Einnig er í boði fyrir fyrirtæki að fá salinn fyrir sig ef fólk er að halda vinnufundi eða slíkt. Þá er meira næði fyrir fundinn og starfsmenn geta borðað saman og rætt málin. Um helgar bjóðum við einnig upp á að fá stóra salinn leigðan fyrir veislur. Þá sjáum við um matinn í veisluna.“ Fákafen 9, 108 Reykjavík. Sími: 533-3010. Vefpóstur: 108matur@gmail.com. Fylgstu með á Facebook: 108 Matur. Myndir: Eyþór Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.