Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 64
Stóra jólablaðið 22. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ BJÓRBÖÐIN Á ÁRSKÓGSSANDI – Frumleg og skemmtileg gjöf í jólapakkann Bjórböðin á Árskógssandi eru einstök heilsulind og þau einu sinnar tegundar hér á Íslandi og sömuleiðis á hinum Norðurlöndunum. Böðin voru opnuð 2017, en höfðu þá lengi verið draumur Agnesar Önnu Sigurðardóttur eftir að hún heimsótti slíkt bað í Tékklandi árið 2008 ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Þresti Ólafssyni. Þarna var bruggsmiðja þeirra hjóna, Kaldi orðin tveggja ára. Bjórinn góður fyrir húð, hár og neglur Undirbúningsvinna hófst 2014 og voru Bjórböðin opnuð árið 2017 með pomp og prakt. Þar er einnig veitingastaður og útipottar sem hafa notið mikilla vinsælda vegna útsýnis yfir hafið. „Í bjórbaði baðar maður sig í ungum bjór, lifandi bjórgeri, humlum, vatni, bjórolíu og bjórsalti. Gerið í bjórnum er stútfullt af B-vítamínum, sem eru einstaklega góð fyrir húð, hár og neglur. Einnig er töluvert af prótínum, kalíumi, járni, sinki og magnesíum. Bjórinn sem við notum í er á þeim stað í ferlinu að hann hefur lágt pH-gildi og hefur þar af leiðandi stinnandi og mýkjandi áhrif á húð og hár. Humlarnir sem eru notaðir í böðin hafa mjög góð áhrif á líkamann þar sem þeir eru ríkir af andoxunarefnum og alfasýrum. Olíurnar og örefnin úr plöntunni hafa bólgueyðandi áhrif og eru einnig notuð til að minnka roða í húð og hafa góð áhrif á æðakerfið. Það er líka sannað að humlar hafa slakandi áhrif á vöðva og líkama. Bjórböðin eru undursamleg heilsulind og húðin verður eins og silki,“ segir Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir, tengdadóttir Agnesar og Ólafs, sem á fyrirtækið með þeim ásamt eiginmanni sínum, syni þeirra, Sigurði Braga Ólafssyni. Slakaðu á í ungum bjór Innifalið í baðgjaldinu er sloppur og handklæði. Mælt er með að komið sé tímanlega og farið í útipottana áður en farið er í bjórbaðið. Sjö ker eru á staðnum og er hvert þeirra einkaherbergi, þannig að gestir eru alveg í næði. „Hvert ker er tveggja manna. Hitastigið er 39–40 gráður, ef fólk vill hafa kaldara eða heitara, þá er hægt að óska eftir því. Eftir baðið er slakað á í 25 mínútur í sérstöku slökunarherbergi sem er teppalagt og allt mjög notalegt. Við mælum með að sturtu sé sleppt í 3–4 klukkustundir eftir bað, þannig að bjórinn geri það sem hann á að gera. Þú verður ekki klístraður eða angandi af bjór á eftir, fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því, maður er sléttur og mjúkur á eftir.“ Baðið er fyrir alla en hins vegar er 20 ára aldurstakmark, eins og lög gera ráð fyrir, í að neyta bjórsins. Bjórinn í bjórböðunum er 3–5 daga gamall og því ekki orðinn áfengur og því öllum óhætt að fara ofan í. Bjórböðin hafa verið vel sótt bæði af heimamönnum og ferðamönnum. „Við erum með nokkra fastagesti, sem dæmi má nefna hjón sem hafa komið nokkrum sinnum til okkar, en eiginmaðurinn er með psoriasis og honum finnst böðin hjálpa sér. Við fáum gríðarlega mikið af hópum til okkar og eru starfsmannahópar sérstaklega vinsælir.“ Bjórböðin eru einstök heilsulind, en eftir því sem Ragnheiður veit best eru böðin þau einu á Norðurlöndum. „Það koma margir Danir, Norðmenn og Þjóðverjar, og þeir síðasttöldu hafa flestir aldrei heyrt um þetta, þrátt fyrir að böðin séu vinsælust í Tékklandi.“ Gjafabréf, sápur og fleira í jólapakkann Gjafabréf í bjórböðin eru tilvalin gjafahugmynd í jólapakkann fyrir þá sem elska að upplifa eitthvað skemmtilegt og öðruvísi. Gisting er ekki í boði á staðnum, en í nágrenninu er fjöldi gistimöguleika og leiðbeina eigendur Bjórbaðanna gestum um það. Flestir bjóða þeir upp á akstur fram og til baka. „Gjafabréfin má einnig nýta í þær fjölmörgu vörur sem við bjóðum upp á. Að auki bjóðum við upp á gjafapakka fyrir jólin. Þá eigum við bjórsalt og bjórolíur, þær sömu og við notum í bjórböðin. Þetta tvennt gefur góða lykt í baðið heima og hefur mýkjandi áhrif á húðina. Einnig eigum við bjórsápur, sjampó, hárnæringu og fleira. Svona gjafakörfur eru til dæmis mjög vinsælar í fyrirtækjagjafir.“ Allar upplýsingar má fá í síma 414-2828, netfanginu bjorbodin@bjorbodin.is og á heimasíðunni: bjorbodin.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.