Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 91

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 91
FÓKUS 9122. nóvember 2019 Nærmynd: Hrekkjalómur úr Vestur- bænum sem elskar pabbahlutverkið n Skemmti sex ára gamall í fjölskylduboðum n „Hann á gott með að drífa fólk áfram“ n Pabbahlutverkið það mikilvægasta samtali við Frjálsa verslun árið 2014. Magnús var leikhússtjóri Leik­ félags Íslands næstu fimm árin en á meðal sýninga sem hann leikstýrði fyrir félagið í Iðnó voru Stjörnur á morgunhimni, Rommí, Leitum að ungri stúlku, Þúsund eyja sósa og Rúm fyrir einn. Þá leikstýrði hann óperunum Dídó og Eneas og Krýningu Poppeu í Borgarleikhúsinu og Sween­ ey Todd í Íslensku óperunni. Einnig leikstýrði hann sýningun­ um Veðmálið, Hedwig og Eldað með Elvis í Loftkastalanum, Stars in the Morning Sky í Edin­ borg og Vicious Circle í Bristol og London. Árið 2003 lauk hann meistaranámi í leikhúsfræðum frá University of Wales og MBA­ námi frá HR 2005. Guðrún Ásmundsdóttir leik­ kona fékk Magnús til að leikstýra sýningu sinni Heilagir syndar­ ar árið 1998. Magnús Geir var þá 25 ára. Guðrún rifjaði upp þann tíma í samtali við Frjálsa verslun árið 2014. „Hann var afskaplega ljúf- ur og þægilegur en mjög harður ef upp komu einhver vafaatriði. Ég var hissa á því hvað það var hörð lína undir ljúfu yfirbragði. Við sáum fljótt að við gátum ekkert spilað með þennan unga mann.Við leikararnir og reynslu- boltarnir gátum ekkert tekið af honum völdin.“ „Ég á mér draum“ Magnús Geir var rétt orðinn þrí­ tugur þegar honum bauðst að taka við starfi leikhússtjóra Leik­ félags Akureyrar. „Leikfélag Akur­ eyrar á að verða það sem maður getur kallað alvöru „player“, sagði hann meðal annars í viðtali við DV í apríl 2004 og nokkrum mánuðum síðar sagði hann í við­ tali við Fréttablaðið: „Ég á mér þann draum að Leikfélag Akureyrar verði, eins og það hefur oft verið, frábært leik- hús sem gefi því besta sem gerist á Íslandi og annars staðar í Evrópu ekkert eftir.“ Óhætt er að segja að áætlanir Magnúsar Geirs hafi gengið eftir en honum tókst á eftirtektarverð­ an máta að rífa starfsemina upp og snúa við gríðarlegum tap­ rekstri á þeim fjórum árum sem hann starfaði hjá leikfélaginu. Setti hann upp gríðarlega vinsæl­ ar sýningar, svo sem farsann Full­ komið brúðkaup og söngleikina Oliver og Litlu Hryllingsbúðina. Aðsókn jókst gríðarlega, skuldir voru greiddar upp og varasjóður myndaður og fjöldi áskriftargesta margfaldaðist. „Það er stundum eins og fólk haldi að það hljóti að gilda allt önnur lögmál um leikhús en önnur fyrirtæki, en það er alls ekki svo að mínu mati. Þetta er auðvitað öðruvísi „vara“ en önn­ ur fyrirtæki framleiða, en það eru samt sömu grunnviðmið í stjórn­ un og rekstri,“ sagði Magnús Geir í samtali við Viðskiptablaðið árið 2008. „Hann er ekki hræddur við að taka erfiðar ákvarðanir og skor- ast ekki undan því sem þarf til að ná árangri. Hann er ætíð meðvit- aður um markmið hverju sinni og hvert leikhúsið eigi að stefna og keyrir starfsemina áfram út frá þeirri vissu,“ sagði Árni Oddur, bróðir Magnúsar Geirs, í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma. Undraverður viðsnúningur Árið 2008 var tilkynnt að Magnús hefði verið ráðinn sem leikhússtjóri Borgarleik­ hússins. Og sagan endurtók sig: aðsókn í Borgarleikhús­ ið í leikhússtjóratíð Magn­ úsar varð sú mesta í sögu ís­ lenskra leikhúsa. Það hafði ekki áhrif að sama vetur og Magnús Geir tók við starfi leikhússtjóra blasti við niður­ skurður á opinberu fram­ lagi til leikhússins vegna efnahagshrunsins. Búist var við að þetta myndi leiða til niðurskurðar á starfsemi leik­ hússins. Hinn nýráðni leik­ hússtjóri brást við með því að að auka sýningarhald enn frekar, sækja fleiri gesti og auka tekjur. „Ég hef brýnt fyrir mínu fólki að gæta þess að við verð­ um ekki fangar eigin vel­ gengni. Við erum ekkert að keppast við að auka enn að­ sókn, enda má segja að þetta hús, með þennan sætafjölda, geti ekki annað meiru,“ sagði Magnús Geir í samtali við DV árið 2012. Pabbahlutverkið það mikilvægasta af öllu Magnús Geir er kvæntur Ingi björgu Ösp Stef áns dótt ur, for stöðumanni mennta­ og mannauðsmá la Sam taka iðnaðar ins. Þau kynntust á Akur­ eyri þegar Magnús Geir starfaði þar sem leikhússtjóri, en það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að þau fóru að draga sig saman og urðu þau þá áberandi í menn­ ingarlífi borgarinnar. Ingibjörg átti þrjú börn fyrir en saman eiga þau synina Árna Gunnar, sem er fæddur 2013, og Dag Ara, sem er fæddur árið 2014. Magnús Geir var á fertugasta aldursári þegar hann eignaðist sitt fyrsta barn en í samtali við Fréttatímann árið 2014 sagði hann að pabbahlut­ verkið væri „það besta af öllu“: „Það var alveg komin uppsöfnuð löngun. Auðvitað setur þetta allt annað í samhengi.“ Magnús Geir og Ingibjörg giftu sig í Dómkirkj­ unni í Reykjavík í ágúst 2016 og buðu síðan til veislu í Borgarleik­ húsinu. 300 milljóna viðsnúningur hjá RÚV Árið 2014 var tilkynnt að Magn­ ús Geir Þórðarson væri nýr út­ varpsstjóri Ríkisútvarpsins. Á þeim tíma höfðu verið mikil átök innan Ríkisútvarpsins, meðal annars vegna óánægju starfs­ fólks, áhorfenda og hlustenda með niðurskurðaraðferðir þá­ verandi yfirstjórnar. Við blöstu krefjandi verkefni, meðal annars að bæta bága fjárhagsstöðu RÚV. Magnús Geir greip meðal annars til þess ráðs að leigja út efri hæð­ ir útvarpshússins við Efstaleiti og flytja skrifstofur yfirstjórnar niður á jarðhæð þar sem starfsemin fer að mestu fram. Árið 2015 var tilkynnt að hagn­ aður Ríkisútvarpsins á tímabilinu 1. september 2014 til 31. ágúst það ár hefði numið 30,5 milljón­ um króna, samanborið við 271 milljónar tap á sama tímabili árið áður. „Við höfum hagrætt eins og við getum miðað við þær kröfur sem gerðar eru til okkar í lögum og þjónustusamningi, en höfum reynt að hagræða frekar í umbúð­ um en innihaldi. Þá höfum við leigt út tæplega þrjú þúsund fer­ metra í húsinu og í vikunni seld­ um við byggingarrétt á lóðinni. Þetta hjálpar allt til, en félagið er enn mjög skuldsett. Við teljum okkur þó hafa gert það sem við getum gert til að vinna á þeim vanda,“ sagði Magnús Geir í sam­ tali við Viðskiptablaðið á sínum tíma. Í samtali við Viðskiptablaðið í mars síðastliðnum sagði Magnús útvarpsstjóri að árið 2018 hefði einkennst af grósku og nýsköp­ un í starfsemi RÚV. „Innleiðing nýrrar stefnu gengur vel og auk­ in áhersla á íslenskt efni og þjón­ ustu við börn virðist falla í kramið hjá landsmönnum.“ Spennandi tímar framundan Fyrr á árinu var ljóst var ráðn­ ingartími Ara Matthíassonar þjóð­ leikhússtjóra væri að renna út nú um áramótin. Í kjölfarið fóru að berast út sögusagnir þess efnis að Magnús Geir væri orðaður við stöðuna. Magnús Geir hafði þá verið endurráðinn útvarpsstjóri um áramótin eftir að hafa tekið við starfinu árið 2014, en í samtali við Fréttablaðið í apríl síðastliðnum blés hann á þennan orðróm: „Ég er í öðru krefjandi starfi núna. Það eru engin áform um breytingar á því enda fjölmörg spennandi verk­ efni fram undan.“ Í júlí síðastliðn­ um var hins vegar greint frá því að Magnús Geir hefði sótt um starf­ ið, og sendi hann starfsmönnum RÚV orðsendingu þar sem hann tilkynnti þeim fréttirnar og sagð­ ist meðal annars hafa fengið mikla hvatningu frá leikhúsfólki um að bjóða sig fram í stöðuna. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.