Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 36
Stóra jólablaðið 22. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ Þjóðleikhúsið býður öllum landsmönnum upp á stórskemmtilegar leiksýningar á nýju leikári. „Við eigum 70 ára afmæli í ár og það verða fjölbreyttar sýningar á fjölunum við allra hæfi. Þar má telja þónokkur ný leikrit eftir íslenska höfunda, barna- og fjölskylduleikrit, gagnvirkar sýningar, klassísk verk, framsæknar sýningar, gamanleikrit og ýmislegt fleira,“ segir Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins. Gjafakort í leikhús: Menningarleg skemmtun í jólagjöf Gjafakort halda áfram að vera vinsælar jólagjafir og einnig sem jólagjöf fyrirtækja til starfsmanna. Þess má geta að gjafakort Þjóðleikhússins renna aldrei út, en andvirði þeirra getur breyst á milli ára. Sérstök gjafakort verða í boði fyrir Kardemommubæinn svo börnin geta glaðst um jólin og farið að hlakka til næsta leikárs. Á þessu leikári sýnir Þjóðleikhúsið fjölda leikverka sem skarta mörgum af ástsælustu leikurum landsins. „Leikhúsferðir eru með því skemmtilegra sem hægt er að hugsa sér enda menningarleg og skemmtileg afþreying. Jólagjöfin í ár er án alls efa gjafakort í Þjóðleikhúsið enda geta allir fundið sýningu við sitt hæfi.“ En að sýningum vetrarins: Kasper og Jesper og Jónatan! Kardemommubærinn er klassískt leikrit úr smiðju Thorbjörns Egner og var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1960. Þá fóru með aðalhlutverk Róbert Arnfinnsson sem Bastían bæjarfógeti, Emilía Jónsdóttir var Soffía frænka en ræningjana þrjá léku þeir Ævar Kvaran, Baldvin Halldórsson og Bessi Bjarnason. Þetta fræga verk er eflaust uppáhald allra Íslendinga. „Það eiga sér allir sínar minningar frá Kardemommubænum og nú frumsýnum við Kardemommubæinn fyrir nýja kynslóð.“ Sýningar byrja í apríl og með aðalhlutverk fara Örn Árnason sem Bastían, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Soffía frænka og ræningjana leika þeir Hallgrímur Ólafsson, Sverrir Þór Sverrisson og Oddur Júlíusson. Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag er svo stórskemmtileg gagnvirk fjölskyldusýning eftir Ævar Þór vísindamann, þar sem áhorfendur kjósa reglulega á milli valkosta sem stýra framvindu sýningarinnar á meðan hún er að eiga sér stað. Þetta gerir það að verkum að hver sýning er ólík þeirri sem á undan var. Meðal áhugaverðra sýninga má nefna verkið Útsending. Ingvar E. Sigurðsson fer þar með aðalhlutverkið en verkið fjallar um bandaríska sjónvarpsfréttamanninn Howard Beale sem er sagt upp störfum eftir 25 ára starfsframa. Í kjölfarið tilkynnir hann áhorfendum sínum um fyrirhugað sjálfsmorð sitt og við það rjúka áhorfendatölur upp úr öllu valdi. „Sýningin fékk frábærar viðtökur í London. Við í Þjóðleikhúsinu ætlum að fara skemmtilegar leiðir í uppsetningu verksins, en þetta mun virka eins og sjónvarpsútsending og mæta áhorfendur í nokkurs konar sjónvarpssal úr smiðju Egils Eðvarðssonar.“ Ástfangið leikritaskáld og Chaplin Shakespeare verður ástfanginn heldur áfram á leikhúsfjölunum út árið enda hefur verkinu verið einstaklega vel tekið af áhorfendum. Um er að ræða fjörugan og rómantískan gamanleik sem er unninn út frá Óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love. Á meðal leikara eru þau Aron Már Ólafsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Örn Árnason, Edda Björgvinsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson. Einræðissherrann verður áfram á fjölunum og þar fer Siggi Sigurjóns, óskabarn þjóðarinnar, á kostum sem Chaplin. Ný íslensk verk Kópavogskróníka er glænýtt íslenskt leikverk sem Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksdóttir hafa nostursamlega fært á svið upp úr vinsælli samnefndri skáldsögu Kamillu Einarsdóttur. Verkið fjallar um unga og einstæða móður sem dvelst langdvölum í Kópavogi eftir að hafa lent í rækilegri ástarsorg. Einnig frumsýndi Þjóðleikhúsið Ör, (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) sem unnið er úr samnefndri skáldsögu Auðar Övu, í upphafi leikársins og óhætt að segja að viðtökur hafi verið frábærar. „Ef mér telst rétt til þá eru tuttugu sýningar á fjölunum þennan veturinn. Þetta eru ótrúlega ólíkar og fjölbreyttar sýningar og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Atli að lokum og býður alla velkomna í Þjóðleikhúsið. Kynntu þér frábærar leiksýningar Þjóðleikhússins á leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 70 ÁRA: Gjafabréf upp á menningarlega skemmtun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.