Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 20
20 22. nóvember 2019FRÉTTIR
VELDU ÚR MEÐ SÁL
www.gilbert.is
SEGIR VEITINGASTAÐINN HRAUN
ENN VIÐ SAMA HEYGARÐSHORNIÐ
n Fékk ekki ráðningarsamning eða launaseðil n Fyrirtækið skipti um
kennitölur n Eigandi hótar blaðamanni
Robert Zubcic mótmælti fyrir utan fyrrverandi
vinnustað sinn, veitingahúsið Hraun í Ólafs-
vík í hádeginu nokkra daga í röð í janúar á þessu
ári. Ástæða mótmælanna var framkoma vinnu-
veitanda hans gagnvart honum en hann hélt því
fram að hann hefði ekki fengið greitt fyrir yfir-
vinnu og þar að auki verið sagt upp störfum eftir
að hann leitaði réttar síns hjá stéttarfélagi sínu.
Samkvæmt upplýsingum frá Verkalýðsfélagi
Snæfellinga á þeim tíma var þetta ekki í fyrsta
sinn sem starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fé-
lagsins, þó svo ekki hafi verið fært að gefa upp
heildarfjölda erinda sem þeim hefði borist vegna
þess.
Eigendur staðarins eru hjónin Jón Kristinn
Ásmundsson og Katrín Hjartardóttir, áður áttu
þau fyrirtækið í gegnum Hraun eldhús ehf., en sú
kennitala fór í þrot í október síðastliðnum. Þrotið
hefur átt sér nokkurn aðdraganda því í júní hafði
verið stofnað nýtt fyrirtæki um reksturinn sem
sótti um rekstrarleyfi á nýrri kennitölu, Tarragon
ehf.
Armindo Camillo er kokkur að
mennt og menntaður í fyrir-
tækjastjórnun. Hann kom til Ís-
lands eftir langa búsetu í Írlandi
þar sem kona hans og börn eru
búsett. Hann segir að hann hafi
unnið sem kokkur á fiskiskipi
þegar hann sá starf yfirkokks
auglýst hjá Hrauni veitingahúsi.
Hann vildi ólmur komast af
fiskiskipinu og fá starf sem bet-
ur hentaði hans menntun og sló
til. Hann var ráðinn til reynslu
og segir að nánast frá upphafi
hafi honum verið ljóst að eitt-
hvað væri ekki með felldu. Þrátt
fyrir ítrekaðar beiðnir hans fékk
hann ekki skriflegan ráðningar-
samning og hefur ekki enn
fengið launaseðil.
„Hann hefur haldið að ég
væri banani, en það er ég ekki.
Ég er skaphundur, enda er það
oft þannig með kokka, maður
þarf að hafa bein í nefinu til að
stýra eldhúsi. Svona framkomu
læt ég ekki yfir mig ganga. Bæði
vill ég fá peninginn sem ég á
inni hjá honum sem og koma
til leiðar að hann láti af þessum
svikum.“
Armindo segir Jón Kristin
hafa lofað honum öllu fögru
þegar hann bauð honum lausa
yfirkokkastöðu í eldhúsinu á
Hrauni. Armindo væri ráðinn
inn sem yfirkokkur í eldhúsi og
myndu þeir ganga frá samningi
síðar. Eins útvegaði Jón Kristinn
honum húsnæði og yrði leigan
dregin af launum hans.
Fljótlega eftir að Armindo
hóf störf í eldhúsinu var honum
gerð grein fyrir því ástandi sem
hafði átt sér stað hjá fyrirtækinu
í byrjun árs, þegar starfsmað-
ur mótmælti ítrekað með skilti
fyrir utan staðinn vegna meints
launaþjófnaðar Jóns Kristins.
„Ég varð því var um mig
og þetta hvatti mig áfram í að
ganga á eftir því að fá skriflegan
ráðningarsamning svo ég gæti
séð hvaða launakjör ég væri
með og hvað yrði dregið af mér
í leigu og svona.“
Armindo kveðst skilja vel að
það sé erfitt fyrir hann að sanna
að hann hafi verið ráðinn inn
sem yfirkokkur þar sem engin
skjöl séu því til staðfestingar.
„Hann getur reynt að halda því
fram að ég hafi bara verið ráð-
inn þess vegna í uppvaskið, það
er ekkert skriflegt til um stöðu
mína þarna. Hins vegar hefði ég
aldrei samþykkt slíka stöðu. Ég
er með góða menntun og hæf-
ur í því sem ég geri, ég á ekkert
erfitt með að finna mér vinnu.
Ég hef starfað á mörgum stöð-
um sem yfirkokkur og hafði
enga ástæða til að taka niður
fyrir mig.“
MÓTMÆLTI FYRIR UTAN
VEITINGAHÚSIÐ HRAUN Í ÓLAFSVÍK
ARMINDO
Erla Dóra
erladora@dv.is