Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 112
22. nóvember 2019
47. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Útivist gerir
öllum
gott!
ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.590 KR. EF ÞÚ SÆKIR, 18.–24. NÓV. 2019 DOMINOS.IS | 58 12345 | DOMINO’S APP
B
ra
n
d
e
n
b
u
rg
|
s
ía
Auður gefur til baka
S
öngvarinn Auðunn Lútersson er
óumdeilanlega heitasti tónlist-
armaður landsins en hann til-
kynnti nýverið um fyrirhugaða
tónleika sem hann hyggst halda til
styrktar UN Women. Tónleikarnir fara
fram í Hannesarholti þann 25. nóvem-
ber og mun allur ágóði þeirra renna til
málefnisins.
Auðunn, sem kemur fram undir
listamannsnafninu Auður, segist bæði
stoltur og glaður að geta gefið vinnuna
sína. „Ég trúi að ekkert beri ríkulegri
ávöxt á félagslegu og efnahagslegu
ástandi þróunarlanda en valdefling
kvenna. Aukin þátttaka kvenna í stjórn-
málum, efnahagslegt sjálfstæði, að-
gengi að menntun og afnám ofbeldis
eru no brainer lausnir sem hjálpa sam-
félaginu í heild. Um er að ræða málstað
sem er mér mjög nærri. Ég starfaði 3
sumur fyrir UN Women auk þess að fá
að vinna sem sjálfboðaliði í nokkrum
góðum verkefnum. Sem strákur í þjóð-
félagi sem stendur framarlega í jafn-
réttismálum lít ég svo á að það sé
nauðsynlegt að leggja mitt af mörkum.
Ég er ekki gallalaus og er enn að læra
að verða betri femínisti í mínu daglega
lífi. Nú þegar það er eitt ár liðið síðan
ég gaf út plötuna mína Afsakanir vil ég
nýta tilefnið til að gefa til baka,“ skrifar
hann á Instagram-reikning sinn.
Manuela
gengin út
Á
hrifavaldurinn og
athafnakonan Manuela
Ósk Harðardóttir hefur
mikið verið á faralds-
fæti undanfarið sökum vinnu
sinnar en um síðustu helgi
sást hún yfirgefa landið í sam-
starfi við Base Parking og það
í heldur óvæntum félagsskap.
Samkvæmisdansarinn Jón Ey-
þór Gottskálksson var með í
för en parið leiðir saman hesta
sína í sjónvarpsþáttunum Allir
geta dansað sem sýndir verða
á Stöð 2 innan skamms.
Bæði eru þau Jón Eyþór
og Manuela með opna
Instagram-reikninga þar sem
þau leyfðu fylgjendum sínum
að fylgjast með þeim njóta lífs-
ins í London og fór vel á með
þeim. Meðal annars lýsti Jón
Eyþór því yfir að honum þætti
Manuela fullkomin í alla staði.
Hvort um sjálfskipaða
æfingaferð er að ræða er ekki
ljóst á þessari stundu en sam-
kvæmt heimildum DV hefur
djúpur vinskapur myndast
hjá parinu og mætti í kjölfar-
ið leiða að því líkur að þau séu
jafnvel meira en bara vinir.
Manuela hefur um langa hríð
verið talin ein eftirsóttasta,
einhleypa kona landsins og
óskum við við Jóni Eyþóri
hjartanlega til hamingju hafi
hann hreppt hnossið.