Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 27
FÓKUS 2722. nóvember 2019 Dagur í lífi ljósmóður: 06.20: Við mælum okkur mót við Helgu á fallegu heimili henn- ar. Hér er vaknað snemma með það markmið að ná í gott bílastæði við Landspítalann sem er alls ekki auðvelt. Helga búin að mála sig og er rétt í þann mund að gæða sér á léttum morgunmat þegar við komum, en hún áréttar að þegar komið sé í vinnuna viti hún aldrei hvort eða hvenær hún komist næst til að næra sig. 07.15 Við leggjum af stað til að vera á undan mestu umferðinni, takmarkið að finna gott stæði gengur eftir og áfram höldum við inn í daginn. 07.45 Helga er komin í vinnugallann og leggur af stað inn í daginn, hún fær sér kaffibolla og spjallar við kollega sína, athugar stöðuna og sér á töflu þau verkefni sem henni hefur verið úthlutað þennan morguninn. 08.00 Deildin er nánast full af konum sem flestar eru búnar að fæða og fyrsta verk Helgu er að taka við konu sem er búin að fæða og ætlar að fara beint heim eftir fæðingu. Helga framkvæmir skoðun á nýburanum en hún er sem stendur í námi sem lýtur sér- staklega að þessum verkþætti. Hún hefur samband við barnalækni sem framkvæmir lokaskoðun á barninu og í kjölfarið fær fjölskyld- an samþykki fyrir heimför. 10.00 Vaktstjóri tilkynnir Helgu að hún eigi að taka á móti konu sem sé að koma með sjúkrabíl, en grun- ur leikur á að legvatnið sé farið og ófætt barn hennar með óskorðaðan koll. Helga tekur á móti konunni og staðfestir að konan sé ekki með legvatnsleka. Eft- ir talsvert, „tender, love and care“, eins og hún segir sjálf, sem og útskýringar fer konan aftur heim. Helga ítrekar að það sé alltaf erfitt að segja konum að þær séu ekki í fæðingu þegar þær mæta á deildina, spenntar og halda að dagurinn í dag sé dagurinn sem barnið þeirra muni koma í heiminn. 11.00 Nokkrar konur hafa hringt á fæðingarvaktina og boðað komu sína, Helga hjálpar til við að yfirfara stofur og fylla á, þannig þær séu tilbúnar. Helga grípur sér snarl með kaffibollanum og segir það nauðsynlegt svo hún festist ekki svöng í yfirsetu. 12.30 Helga tekur við frumbyrju í hörkusótt, það fer ekki á milli mála þegar hún kemur inn, enda eins og einn snillingur sagði, komin í snerils- hæð, og þarf að einbeita sér að því að anda sig í gegnum samdráttinn sem hún fær á stigapall- inum. Konur í ástandi sem þessu fara yfirleitt beinustu leið inn á fæðingarstofu þótt venjan sé að staðfesta á móttöku hvort kona sé í sótt. Í þessu tilfelli var óhætt að fara beinustu leið inn á fæðingarstofu því hún var komin á lokametra fæðingar. Konan vildi fá glaðloft og komast í bað. Helga varð samstundis að óskum hennar, en hún og hinn verðandi faðir sátu svo hjá konunni og hjálpuðu henni sem best þau gátu við að takast á við þessa hörðu sótt. Helga segist aldrei komast almennilega yfir það hversu mikið kraftaverk lík- ami kvenna sé. „Það hættir aldrei að koma manni á óvart og er alltaf jafn magnað.“ Konunni var á þessum tímapunkti orðið óglatt svo Helga stökk fram og sótti piparmyntu- dropa en þeir hjálpa mikið með velgjuna. „Oft þegar konur kasta upp þá grunar mann að það styttist í þetta, ég undirbý herbergið, dreg upp nauðsynleg lyf og kveiki á hitalömpum. Fljót- lega byrjar hún að rembast í baðinu og ég hvet hana til að hlusta á líkamann og treysta honum. Eftir mjög svo stutta stund fæðist lítið fullkom- ið barn í vatninu. Foreldrarnir undrandi á þessu öllu saman, en svifu um á bleiku skýi. Það er svo dáleiðandi og dásamlegt að horfa á nýbakaða foreldra dást að litla barninu sínu. Það er engu líkt! Ég fæ oft verki í brosvöðvana á þessarri stund. Þegar fylgjan er fædd færi ég móður og barn upp í rúm, sauma örlítið og aðstoða við fyrstu brjóstagjöfina. Stuttu seinna er komið að vaktaskiptum.“ 16.00 Á leiðinni heim kemur Helga við í fiskbúð enda segir hún það algjöra klassík að vera með soðinn fisk og þrumara á mánu- dögum. Í kjölfarið sækir hún yngri dóttur sína á leikskólann. 17.30 Þegar heim er komið þarf að sjá til þess að heimalærdómurinn klárist og píanóæfingum sinnt. „Þegar maðurinn minn kemur heim sting ég af á djassballettæf- ingu, en ég dansa með snilldarhóp frábærra kvenna. Eftir dansinn fer ég heim í sturtu og leggst upp í rúm með námsefni fyrir skólann og dotta fljótlega ofan í bókina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.