Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 15
22. nóvember 2019 FRÉTTIR 15 ÁSDÍS RÁN FLÆKT Í ALÞJÓÐLEGAN FJÁRSVIKAHRING n Besta vinkonan horfin með tæpa þúsund milljarða n Ásdís Rán flaug heimshorna á milli í boði svikamyllunnar „Ég vil ekki trúa því að hún sé dáin Segist vera „ein af fjölskyldunni“ Svo það komi skýrt fram þá á Ásdís Rán ekki eignarhlut í fyrirtækinu OneCoin en hefur þrátt fyrir það ekki farið varhluta af velgengni vinkonu sinnar. Þær kynntust fyrst árið 2008 í Búlgaríu þar sem Ásdís Rán bjó ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Garðari Gunnlaugssyni, sem lék knattspyrnu í úrvalsdeildinni þar ytra. Þær urðu bestu vinkonur og nánast óaðskiljanlegar frá fyrsta degi og allt þar til Ruja hvarf fyrir tveimur árum. „Við töluðum saman hvern einasta dag og höfum verið bestu vinkonur í ellefu ár.“ Ruja hafði trú á Ásdísi Rán og greindi meðal annars frá því í gömlu viðtali við fréttamiðil í Búlgaríu að þær ættu töluvert sameiginlegt og hefðu ákveðið að fara í stofnun og rekstur fyrirtækis saman. Um var að ræða The Ice Cave, verslun Ásdísar Ránar, sem var opnuð árið 2011 í flottustu verslunarmiðstöð höfuðborgarinnar, Sofiu. Þar var Ruja helmingseigandi á móti Ásdísi Rán. Versluninni var lokað þegar Ásdís Rán flutti aftur til Íslands. Þegar Ruja kom OneCoin á fót í heimalandi sínu þá hafði hún samband við Ásdísi Rán og fékk hana til þess að starfa við fyrirtækið. Ásdís Rán var meðal annars gerð að andliti rafmyntarinnar og fékk það verkefni að skipuleggja lúxusveislur þar sem starfsemin og möguleikar fjárfesta til að græða gífurlegar fjárhæðir voru kynntir. Ásdís Rán segist þó hafa komið að fleiri verkefnum í rekstri fyrirtækisins og hún líti á sig sem eina af fjölskyldu Ruja: „Ég aðstoðaði hana í flestöllu og ég hef farið reglulega að hitta dóttur hennar, eftir að hún hvarf, sem er þriggja ára gömul og býr með föður sínum í Þýskalandi. Ég hef mjög miklar áhyggjur og trúi því ekki að þetta endi illa. Ég vil trúa því að hún birtist aftur og hringi í mig.“ Vonar það besta Ásdís Rán segir að Ruja hafi verið á leiðinni til Íslands í fyrsta skipti rétt áður en hún hvarf í október árið 2017. „Ég ræddi við hana tveimur dögum áður en hún hvarf og það veit ég, því hún skráði sig út alls staðar á öllum samfélagsmiðlum, hætti að svara tölvupósti og það var slökkt á símanum. Þá vissi ég að það væri eitthvað að. Hún er þannig týpa að hún er alltaf „online“. Síðan þá hefur enginn heyrt í henni og það er sama hvern þú spyrð, manninn hennar, mömmu hennar eða pabba, það hefur enginn heyrt í henni.“ En bestu vinkonur gefast sjaldnast upp á hvor annarri og þar er Ásdís Rán engin undantekning. Hún óttast það versta en vonar það besta. „Þetta eru engir afbrotamenn. Nú er ég í þessari fjölskyldu með henni, bróður hennar og öllum. Þetta er bara venjulegt fólk sem var með brjálæðislega góða hugmynd sem gekk svona frábærlega vel og fór út um allan heim á einu, tveimur árum. Svo kemur í ljós á einhverjum tímapunkti, sem getur verið eftir tvö, þrjú ár eða eitthvað, að þetta var kannski bara allt í lagi, allt saman. Mér finnst ólíklegt að hún sé dáin eða einhver hafi látið hana hverfa. Mér finnst líklegra að hún hafi gert það sama og margir frumkvöðlar; látið sig hverfa á meðan verið er að vinna úr málunum. Það er komið svo mikið af málum í gang varðandi þetta og þeir hefðu viljað halda henni í fangelsi þar til það væri búið að vinna úr þeim og það gæti tekið mörg ár. En hún er rosalega klár þessi stelpa og ég vil ekki trúa því að hún sé dáin,“ segir Ásdís Rán sem býst við því að hún verði sú fyrsta sem týnda búlgarska athafnakonan hringi í þegar hún ákveður að stíga fram. Málið sé þó flókið og verði flóknara með degi hverjum, en yngri bróðir Ruja, Konstantin Ignatova, er nú í haldi alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. Bíður eftir símtali Þótt ótrúlegt megi virðast þá er OneCoin Ltd. enn starfandi en fyrirtækið hefur tekið fyrir að starfsemin sé ólögleg. Í mars síðastliðnum var Konstantin Ignatova, yngri bróðir Ruja Ignatova, handtekinn á LAX- flugvellinum í Los Angeles. Hann var ákærður fyrir peningaþvætti og fjársvik en hann hefur viðurkennt sinn hluta í málinu. Konstantin Ignatova hefur greint frá því við skýrslutökur að systir hans hafi verið búsett í Sofiu þegar hún hvarf. Sagði hún bróður sínum að hún væri orðin „mjög þreytt“ og að hún óttaðist að einhver nákominn myndi vísa FBI á hana. Í seinasta mánuði skrifaði hann undir samning við saksóknara um að veita nauðsynlegar upplýsingar sem gætu leitt til handtöku systur sinnar og samverkamanna hennar, sem eru meðlimir búlgörsku mafíunnar. Talið er líklegt að honum verði veitt vitnavernd þar sem samstarf hans við yfirvöld setur hann í mikla hættu. „Bróðir hennar, sem er í fangelsi núna, var aðstoðarmaður hennar og fór sjálfkrafa í stjórnunarstöðu þegar Ruja hvarf, en ætti kannski ekki að vera beint í þeirri stöðu,“ segir Ásdís Rán sem bíður við símann eftir símtali frá bestu vinkonu sinni. n Ásdís Rán var gestur í glæsilegu samkvæmi sem Ruja Ignatova hélt í Sozopol. Í baksýn má sjá glæsihýsi vinkonunnar. Ásdís Rán á milljón dollara glæsisnekkju Ruja Ignatova en snekkjan ber nafnið Divine. Ljósmynd/Facebook Vinkonur á góðri stundu. Ljósmynd/Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.