Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 31
Stóra jólablaðið 22. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is PIXLAR: Gerðu minningarnar ódauðlegar í persónulegum jólagjöfum frá Pixlar Ljósmynda- og prentþjónustan Pixlar ehf. hefur í yfir fimmtán ár verið ein traustasta prentþjónusta landsins. Ásamt því að bjóða upp á hefðbundna prentun, filmuframköllun, strigaprentun, skönnun á myndum, filmum og slide- filmum, tölvuvinnslu, netframköllun og margt fleira er þar einnig að finna frábærar jólagjafahugmyndir á enn betra verði. Flest eigum við ógrynnin öll af myndefni af börnunum, vinunum, sjálfum okkur, gæludýrunum og öllum þeim framandi stöðum sem við höfum komið til. Óneitanlega myndu margar þessara ljósmynda sóma sér vel á einstöku dagatali, strigamynd eða jafnvel fallegri, innbundinni ljósmyndabók. Einnig ber að nefna að hjá Pixlar er mikið úrval af römmum og kartonum í ramma á mjög fínu verði. Þú færð persónulegar og skemmtilegar jólagjafir handa vinum og vandamönnum hjá Pixlar. Á vefsíðu Pixlar , pixlar.is getur þú hannað falleg jólakort, persónulegar ljósmyndabækur og dásamleg dagatöl þar sem þú velur ljósmyndirnar af þinni eigin tölvu eða af samfélagsmiðlum. Við erum tengd við Facebook, Instagram. Því er hægt að hanna sitt eigið jólakort, ljósmyndabók eða dagatal í næstum hvaða tölvu sem er. Verð fyrir hvert stykki af korti er frá 180–300 kr. og umslög fylgja með. Veggklukka með persónulegum ljósmyndum er frábær jólagjöf. Gerðu minningarnar ódauðlegar Ljósmyndabækur eru stórkostlega falleg og persónuleg jólagjöf hvort heldur er handa fjölskyldumeðlimum eða vinum. Ömmur og afar elska að skoða myndir af barnabörnunum og monta sig af þeim við meðlimi Rótarýklúbbsins eða fólkið í kórnum. Litlir símaskjáir henta illa í slíkt þar sem flest erum við nú orðin frekar sjóndöpur þegar komið er yfir sextugt. Einnig er stórgóð hugmynd, þegar vinir ferðast saman til útlanda, að gera ferðalagið ódauðlegt með því að prenta það á bók. Jólin eru fullkominn tími til þess að skoða ferðasöguna og minnast þess þegar hjálpsami maðurinn með sixpensarann hjálpaði þreyttum ferðalöngum að finna illa merkta airbnb-íbúð í framandi borg. Persónuleg jólakort Á vefsíðu Pixlar má hanna sitt eigið jólakort á einfaldan, þægilegan og ódýran máta. Hægt er að velja um hvort prenta eigi á ljósmyndapappír eða þykkan fallegan pappír sem hægt er að skrifa á. Þú byrjar á að velja stærðina á kortinu og útlitið. Næst skrifarðu fallega jólakveðju og svo lýkur ferlinu með því að velja ljósmynd. Hafðu í huga að panta jólakort í tæka tíð. Það tekur allt að fimm virka daga að prenta út pöntunina og þá sérstaklega þegar nær dregur jólum. Þá þarf að póstsetja kortin til þeirra sem eiga að fá jólakort þetta árið. Alltaf er gott að vera tímanlega þegar kemur að jólakortunum. Skipulagið hefur aldrei verið skemmtilegra Dagatöl eru nauðsynlegur staðalbúnaður fyrir skipulagsfúsa og verða að fallegu stofustássi þegar myndirnar eru af skemmtilegum minningum eða heittelskuðum fjölskyldumeðlimum. Á vefsíðu Pixlar má setja saman forkunnarfögur og persónuleg dagatöl. Mundu bara að það þarf tólf myndir fyrir tólf mánuði, og eina í viðbót fyrir forsíðuna. Einnig er hægt að setja margar myndir á hvern mánuð, allt eftir smekk hvers og eins. Stórar veggmyndir Strigamyndir og foam-myndir eru alltaf í hávegum hafðar og mikil sala í þeim allt árið hjá Pixlar, en þó sérstaklega fyrir hátíðarnar. Margir taka gríðalega fallegar myndir á símann sinn og myndir úr símum eru orðnar í dag í mjög góðri upplausn og því hægur vandi að prenta stórt og fegra veggi heimilisins eða vinnustaðarins. Starfsmenn Pixlar skoða allar myndir sem á að stækka með viðskiptavinum þannig að myndin njóti sín sem allra best. Best er að senda slíkar myndir sem viðhengi á pixlar@pixlar.is og leita álits hjá starfsfólki Pixlar. Pixlar ehf. hefur einnig á undanförnum árum verið að hasla sér völl í prentun nafnspjalda, veggspjalda, bæklinga og annars auglýsingaefnis, sem hefur verið mjög farsælt. Einnig framleiða þeir töluvert af borðmerkingum, sætaskipan og matseðlum fyrir veislur ásamt alls konar skrautprentun fyrir slík tilefni. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Pixlar, pixlar.is Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík Vefpóstur: pixlar@pixlar.is Sími: 588-3700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.