Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 83

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 83
PRESSAN 8322. nóvember 2019 hafa barist á móti því að líkið verði grafið upp og hafa ekki enn gefist upp. Þeir hafa vísað til laga Indi- ana um uppgröft líkamsleifa í kirkjugörðum. Aðalatriðið í mót- mælum forsvarsmanna kirkju- garðsins er að leyfið hafi verið veitt á þeim grunni að einhver haldi að það sé ekki lík Dillinger sem hvílir í garðinum, engar beinar sannanir séu til staðar. Þrjú þykk steypulög Það verður ekki auðvelt verk að grafa líkið upp því nokkrum dög- um eftir að Dillinger var jarð- settur lét faðir hans opna gröfina á nýjan leik og setja þrjú þykk lög af steypu yfir kistuna. Það var ekki að ástæðulausu að hann lét gera það. Á meðan Dillinger var á lífi, sérstaklega 1933 og 1934, framdi hann hvert alvarlega afbrotið á fætur öðru. Hann sneri margoft á lögregluna og um hann spunnust ótal mýtur og sögur. Margir líktu honum við Hróa hött, manninn sem stal frá hinum ríku og gaf hinum fátæku, en það var ekki svo í raun. Dagana eftir að hann var skot- inn til bana flykktist fólk að kvik- myndahúsinu á North Lincoln Avenue og á sjúkrahúsið og í lík- húsið en þar sáu 15.000 manns lík hans. Það sama var uppi á teningnum þegar lík hans var flutt til Indiana og mörg þúsund manns fylgdust álengdar með þegar hann var jarðsettur í Crown Hill-kirkjugarðinum. Útförinni var varla lokið þegar þúsundir manna streymdu inn í kirkju- garðinn þar sem þeir stálu meðal annars öllum blómum og kröns- um frá leiði hans. Það var ástæð- an fyrir að faðir hans ákvað að láta fergja kistuna með steypu til að koma í veg fyrir að sjálf gröfin yrði rænd. Erfið æska, bankarán og morð John Dillinger fæddist 22. júní, 1903, í Indianapolis. Faðir hans var kaupmaður og beitti börn sín miklum aga sem færðist í aukana eftir að eiginkona hans lést þegar Dillinger var fjögurra ára. Strax í æsku átti Dillinger í vanda með að falla inn í umhverfið og var ungur að árum viðriðinn ýmsa smáglæpi. Faðir hans, sem hafði þá kvænst á nýjan leik, ákvað þá að flytja með fjölskylduna til Mooresville en þar hélt Dillinger afbrotum sínum áfram. Þegar hann var 25 ára tók hann þátt í að ræna kaupmann nokkurn, hann var barinn en meiddist ekki alvar- lega. Afraksturinn var skitnir 50 dollarar. Dillinger var handtekinn næsta dag og játaði ránið á sig. Hann var dæmdur í 10 til 20 ára fangelsi en var látinn laus sumar- ið 1933 eftir átta ára fangelsisvist. Fangelsisdvölin gjörbreytti hon- um og gerði hann að harðsvíruð- um glæpamanni. Nokkrum dögum eftir að hann var látinn laus rændi hann banka í Bluffton í Ohio. Hann var hand- tekinn þremur mánuðum síðar og var settur í fangelsi í Lima. Áður en mál hans var tekið fyrir dóm frelsuðu þrír fangar hann, Dill- inger hafði áður hjálpað þeim að flýja. Í tengslum við flóttann urðu þeir lögreglustjóranum í bænum að bana. Dillinger framdi síðan hvert ránið á fætur öðru og hann og glæpagengi hans skutu fjölda öryggisvarða og lögreglumanna til bana í tengslum við þau. Hann var handtekinn í kjölfar bankaráns í East Chicago þann 15. janúar, 1934. Þar var lögreglu- maðurinn William O‘Malley skot- inn til bana, hugsanlega af Dillin- ger sjálfum. Dillinger var vistaður í Crown Point-fangelsinu og síð- an færður fyrir dómara, ákærð- ur fyrir að hafa myrt O‘Malley. En hann náði að flýja áður en dómur var kveðinn upp. Að þessu sinni ógnaði hann fanga- vörðum með gerviskammbyssu sem hann hafði skorið út úr tré og málað svarta. Hann flúði í bíl lögreglustjórans og komst yfir ríkjamörkin milli Indiana og Illin- ois og þar með var hægt að fá FBI til að koma að leitinni að honum. Hann hélt afbrotum sínum áfram og til dæmis sást til hans í Wisconsin en alltaf slapp hann undan laganna vörðum. Þrátt fyrir að vera eftirlýstur var hann sýnilegur inni á milli og sótti íþróttakappleiki og sást oft í næt- urlífinu. Allt þetta komst hann upp með, þar til Anna Sage setti sig í samband við lögregluna og uppljóstraði hvar Dillinger yrði næsta dag eins og fram kom í upphafi. n DRÁPIÐ Á JOHN DILLINGER – VAR HANN SKOTINN TIL BANA, EÐA TVÍFARI HANS? n Óvinur samfélagsins númer eitt n FBI segir hann hafa verið myrtan árið 1934 n Margir telja að tvífari hans hafi hins vegar dáið Í fangelsi Dillinger í góðra vina hópi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.