Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Qupperneq 83
PRESSAN 8322. nóvember 2019
hafa barist á móti því að líkið verði
grafið upp og hafa ekki enn gefist
upp. Þeir hafa vísað til laga Indi-
ana um uppgröft líkamsleifa í
kirkjugörðum. Aðalatriðið í mót-
mælum forsvarsmanna kirkju-
garðsins er að leyfið hafi verið veitt
á þeim grunni að einhver haldi að
það sé ekki lík Dillinger sem hvílir
í garðinum, engar beinar sannanir
séu til staðar.
Þrjú þykk steypulög
Það verður ekki auðvelt verk að
grafa líkið upp því nokkrum dög-
um eftir að Dillinger var jarð-
settur lét faðir hans opna gröfina
á nýjan leik og setja þrjú þykk lög
af steypu yfir kistuna. Það var ekki
að ástæðulausu að hann lét gera
það.
Á meðan Dillinger var á lífi,
sérstaklega 1933 og 1934, framdi
hann hvert alvarlega afbrotið á
fætur öðru. Hann sneri margoft á
lögregluna og um hann spunnust
ótal mýtur og sögur. Margir líktu
honum við Hróa hött, manninn
sem stal frá hinum ríku og gaf
hinum fátæku, en það var ekki
svo í raun.
Dagana eftir að hann var skot-
inn til bana flykktist fólk að kvik-
myndahúsinu á North Lincoln
Avenue og á sjúkrahúsið og í lík-
húsið en þar sáu 15.000 manns
lík hans. Það sama var uppi á
teningnum þegar lík hans var
flutt til Indiana og mörg þúsund
manns fylgdust álengdar með
þegar hann var jarðsettur í Crown
Hill-kirkjugarðinum. Útförinni
var varla lokið þegar þúsundir
manna streymdu inn í kirkju-
garðinn þar sem þeir stálu meðal
annars öllum blómum og kröns-
um frá leiði hans. Það var ástæð-
an fyrir að faðir hans ákvað að
láta fergja kistuna með steypu til
að koma í veg fyrir að sjálf gröfin
yrði rænd.
Erfið æska, bankarán og morð
John Dillinger fæddist 22. júní,
1903, í Indianapolis. Faðir hans
var kaupmaður og beitti börn sín
miklum aga sem færðist í aukana
eftir að eiginkona hans lést þegar
Dillinger var fjögurra ára. Strax í
æsku átti Dillinger í vanda með
að falla inn í umhverfið og var
ungur að árum viðriðinn ýmsa
smáglæpi. Faðir hans, sem hafði
þá kvænst á nýjan leik, ákvað
þá að flytja með fjölskylduna til
Mooresville en þar hélt Dillinger
afbrotum sínum áfram. Þegar
hann var 25 ára tók hann þátt í að
ræna kaupmann nokkurn, hann
var barinn en meiddist ekki alvar-
lega. Afraksturinn var skitnir 50
dollarar. Dillinger var handtekinn
næsta dag og játaði ránið á sig.
Hann var dæmdur í 10 til 20 ára
fangelsi en var látinn laus sumar-
ið 1933 eftir átta ára fangelsisvist.
Fangelsisdvölin gjörbreytti hon-
um og gerði hann að harðsvíruð-
um glæpamanni.
Nokkrum dögum eftir að hann
var látinn laus rændi hann banka
í Bluffton í Ohio. Hann var hand-
tekinn þremur mánuðum síðar og
var settur í fangelsi í Lima. Áður
en mál hans var tekið fyrir dóm
frelsuðu þrír fangar hann, Dill-
inger hafði áður hjálpað þeim að
flýja. Í tengslum við flóttann urðu
þeir lögreglustjóranum í bænum
að bana. Dillinger framdi síðan
hvert ránið á fætur öðru og hann
og glæpagengi hans skutu fjölda
öryggisvarða og lögreglumanna
til bana í tengslum við þau.
Hann var handtekinn í kjölfar
bankaráns í East Chicago þann
15. janúar, 1934. Þar var lögreglu-
maðurinn William O‘Malley skot-
inn til bana, hugsanlega af Dillin-
ger sjálfum. Dillinger var vistaður
í Crown Point-fangelsinu og síð-
an færður fyrir dómara, ákærð-
ur fyrir að hafa myrt O‘Malley.
En hann náði að flýja áður en
dómur var kveðinn upp. Að
þessu sinni ógnaði hann fanga-
vörðum með gerviskammbyssu
sem hann hafði skorið út úr tré
og málað svarta. Hann flúði í bíl
lögreglustjórans og komst yfir
ríkjamörkin milli Indiana og Illin-
ois og þar með var hægt að fá FBI
til að koma að leitinni að honum.
Hann hélt afbrotum sínum
áfram og til dæmis sást til hans
í Wisconsin en alltaf slapp hann
undan laganna vörðum. Þrátt
fyrir að vera eftirlýstur var hann
sýnilegur inni á milli og sótti
íþróttakappleiki og sást oft í næt-
urlífinu. Allt þetta komst hann
upp með, þar til Anna Sage setti
sig í samband við lögregluna og
uppljóstraði hvar Dillinger yrði
næsta dag eins og fram kom í
upphafi. n
DRÁPIÐ Á JOHN DILLINGER – VAR HANN
SKOTINN TIL BANA, EÐA TVÍFARI HANS?
n Óvinur samfélagsins númer eitt n FBI segir hann hafa verið myrtan árið 1934 n Margir telja að tvífari hans hafi hins vegar dáið
Í fangelsi Dillinger í góðra vina hópi.