Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 22
22 22. nóvember 2019FRÉTTIR
DV VELUR MANN OG
SKÚRK ÁRSINS 2019
n Lesendur senda inn tilnefningar n Þekkir þú einhvern sem á skilið lof eða last?
N
ú er árið senn á enda og
því kominn tími til að velja
mann ársins 2019 hjá DV.
Að þessu sinni hefur ver-
ið bætt við flokki, skúrki ársins.
Lesendum DV gefst kostur á að
taka þátt með því að skila inn til-
nefningum.
Tilnefningu er hægt að skila
inn á vefsíðu okkar, dv.is. Þekkir
þú einhvern sem á skilið hól sem
maður ársins, eða last sem skúrk-
ur ársins? Skilaðu þá tilnefningu
fyrir klukkan 15.00 þann 25. nóv-
ember. Ekki er nauðsynlegt að til-
nefna þjóðþekktan einstakling –
það má vera hver sem er.
DV mun svo kynna efstu tíu
tilnefningarnar í hvorum flokki í
næsta blaði.
Maður ársins 2018
Maður ársins 2018 var leikarinn
og baráttumaðurinn gegn einelti
Stefán Karl Stefánsson og hlaut
hann afgerandi kosningu, eða
72,38 prósent atkvæða.
Stefán Karl lést í ágúst 2018
eftir erfiða baráttu við krabba-
mein í gallgöngum. Hann kom
víða við á leikferlinum en var hvað
þekktastur fyrir hlutverki Glanna
glæps í þáttunum um Latabæ sem
njóta mikilla vinsælda hérlendis
sem og erlendis og einnig fyrir
hlutverk Trölla í uppsetningu á
jólasöngleiknum Þegar Trölli stal
jólunum, bæði í Bandaríkjunum
og í Kanada.
Hann var ekki síður frægur fyrir
baráttu gegn einelti, en sem barn
varð hann fyrir miklu einelti og
varð þetta honum mikið hjartans
mál. Hann varð því mikill baráttu-
maður í eineltismálum og vann
ötullega að því að auka fræðslu
og forvarnir. Hann stofnaði ein-
eltissamtökin Regnbogabörn og
hélt mörg hundruð fyrirlestra um
einelti og félagsmál barna og ung-
linga í skólum landsins. Hann
kom fram í fjölda viðtala um mál-
efnið og hélt baráttunni áfram,
jafnvel eftir að starfsemi Regn-
bogabarna var hætt.
Hann var sæmdur riddara-
krossi íslensku fálkaorðunnar í
júní 2018 fyrir framlag sitt til ís-
lenskrar leiklistar og samfélags.
Í einni af síðust færslum hans á
Facebook sagði hann:
„Það er ekki fyrr en þér er sagt
að bráðum munirðu deyja sem þú
áttar þig á hvað lífið er stutt. Tím-
inn er það verðmætasta í lífinu,
því hann kemur aldrei aftur. Hvort
sem þú verð tímanum í fangi ást-
vinar eða einn í fangaklefa er líf-
ið hvað sem þú gerir við hann.
Dreymi ykkur stóra drauma.“ n
Bára Halldórsdóttir, upp-
ljóstrari og aktífisti sem tók
upp samtal sex þingmanna
Miðflokksins á Klaustri Bar.
Hún hafnaði í öðru sæti
með 5,79 prósent atkvæða.
Guðmundur Fylkisson
lögreglumaður, sem hefur
helgað starf sitt leitinni að
týndum börnum íslensks
samfélags, hafnaði í þriðja
sæti með 5,21 prósent at-
kvæða.
Arnór Sigurðsson, knattspyrnumaður og vonarstjarna Íslendinga í
knattspyrnu.
Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp hjá Orku náttúrunnar
eftir að hafa kvartað undan hegðun yfirmanns.
Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín, foreldrar Einars Darra sem lést
18 ára gamall á síðasta ári eftir neyslu róandi lyfja. Í kjölfarið setti fjöl-
skyldan saman minningarsjóð sem styrkir baráttuna #égábaraeittlíf.
Bjarki Már Sigvaldason og Ástrós Rut Sigurðardóttir, fyrir aðdá-
unarvert æðruleysi og hugrekki í gegnum veikindi Bjarka, sem tapaði
baráttu sinni í júní á þessu ári.
Einar Hansbert Árnason, sem réri 500 kílómetra á 50 klukkustund-
um til styrktar Píeta samtökunum
Elísabet Margeirsdóttir langhlaupari, sem hljóp á síðasta ári 10
maraþon á fjórum sólarhringum í Góbíeyðimörkinni í Kína.
Freyja Haraldsdóttir, aktífisti og þroskaþjálfi.
Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni,
sem tók þátt í að bjarga fjórtán manna áhöfn eftir að sementsflutn-
ingaskipið Fjordvik strandaði á leið til hafnar.
Gunnar Nelson, MMA-kappi.
Heiðveig María Einarsdóttir, sem hristi ærlega upp í karllægu veldi
Sjómannafélags Íslands þegar hún bauð sig fram til formannsemb-
ættis félagsins.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Sanna Magdalena, borgarfulltrúi Sósíalista.
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem hristi upp í stéttafé-
laginu eftir yfirburðasigur í formannskosningunum á síðasta ári.
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lögfræðingur, sem hlaut mænuskaða eft-
ir alvarlegt slys á Spáni.
Sævar Ciesielski og fjölskylda hans, sem aldrei gáfust upp á að leita
réttlætis.
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, aktífisti og rithöfundur.
Þau sem komust næst
titlinum í fyrra voru:
Aðrir tilnefndir voru :