Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Qupperneq 22
22 22. nóvember 2019FRÉTTIR DV VELUR MANN OG SKÚRK ÁRSINS 2019 n Lesendur senda inn tilnefningar n Þekkir þú einhvern sem á skilið lof eða last? N ú er árið senn á enda og því kominn tími til að velja mann ársins 2019 hjá DV. Að þessu sinni hefur ver- ið bætt við flokki, skúrki ársins. Lesendum DV gefst kostur á að taka þátt með því að skila inn til- nefningum. Tilnefningu er hægt að skila inn á vefsíðu okkar, dv.is. Þekkir þú einhvern sem á skilið hól sem maður ársins, eða last sem skúrk- ur ársins? Skilaðu þá tilnefningu fyrir klukkan 15.00 þann 25. nóv- ember. Ekki er nauðsynlegt að til- nefna þjóðþekktan einstakling – það má vera hver sem er. DV mun svo kynna efstu tíu tilnefningarnar í hvorum flokki í næsta blaði. Maður ársins 2018 Maður ársins 2018 var leikarinn og baráttumaðurinn gegn einelti Stefán Karl Stefánsson og hlaut hann afgerandi kosningu, eða 72,38 prósent atkvæða. Stefán Karl lést í ágúst 2018 eftir erfiða baráttu við krabba- mein í gallgöngum. Hann kom víða við á leikferlinum en var hvað þekktastur fyrir hlutverki Glanna glæps í þáttunum um Latabæ sem njóta mikilla vinsælda hérlendis sem og erlendis og einnig fyrir hlutverk Trölla í uppsetningu á jólasöngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, bæði í Bandaríkjunum og í Kanada. Hann var ekki síður frægur fyrir baráttu gegn einelti, en sem barn varð hann fyrir miklu einelti og varð þetta honum mikið hjartans mál. Hann varð því mikill baráttu- maður í eineltismálum og vann ötullega að því að auka fræðslu og forvarnir. Hann stofnaði ein- eltissamtökin Regnbogabörn og hélt mörg hundruð fyrirlestra um einelti og félagsmál barna og ung- linga í skólum landsins. Hann kom fram í fjölda viðtala um mál- efnið og hélt baráttunni áfram, jafnvel eftir að starfsemi Regn- bogabarna var hætt. Hann var sæmdur riddara- krossi íslensku fálkaorðunnar í júní 2018 fyrir framlag sitt til ís- lenskrar leiklistar og samfélags. Í einni af síðust færslum hans á Facebook sagði hann: „Það er ekki fyrr en þér er sagt að bráðum munirðu deyja sem þú áttar þig á hvað lífið er stutt. Tím- inn er það verðmætasta í lífinu, því hann kemur aldrei aftur. Hvort sem þú verð tímanum í fangi ást- vinar eða einn í fangaklefa er líf- ið hvað sem þú gerir við hann. Dreymi ykkur stóra drauma.“ n Bára Halldórsdóttir, upp- ljóstrari og aktífisti sem tók upp samtal sex þingmanna Miðflokksins á Klaustri Bar. Hún hafnaði í öðru sæti með 5,79 prósent atkvæða. Guðmundur Fylkisson lögreglumaður, sem hefur helgað starf sitt leitinni að týndum börnum íslensks samfélags, hafnaði í þriðja sæti með 5,21 prósent at- kvæða. Arnór Sigurðsson, knattspyrnumaður og vonarstjarna Íslendinga í knattspyrnu. Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp hjá Orku náttúrunnar eftir að hafa kvartað undan hegðun yfirmanns. Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín, foreldrar Einars Darra sem lést 18 ára gamall á síðasta ári eftir neyslu róandi lyfja. Í kjölfarið setti fjöl- skyldan saman minningarsjóð sem styrkir baráttuna #égábaraeittlíf. Bjarki Már Sigvaldason og Ástrós Rut Sigurðardóttir, fyrir aðdá- unarvert æðruleysi og hugrekki í gegnum veikindi Bjarka, sem tapaði baráttu sinni í júní á þessu ári. Einar Hansbert Árnason, sem réri 500 kílómetra á 50 klukkustund- um til styrktar Píeta samtökunum Elísabet Margeirsdóttir langhlaupari, sem hljóp á síðasta ári 10 maraþon á fjórum sólarhringum í Góbíeyðimörkinni í Kína. Freyja Haraldsdóttir, aktífisti og þroskaþjálfi. Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem tók þátt í að bjarga fjórtán manna áhöfn eftir að sementsflutn- ingaskipið Fjordvik strandaði á leið til hafnar. Gunnar Nelson, MMA-kappi. Heiðveig María Einarsdóttir, sem hristi ærlega upp í karllægu veldi Sjómannafélags Íslands þegar hún bauð sig fram til formannsemb- ættis félagsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Sanna Magdalena, borgarfulltrúi Sósíalista. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem hristi upp í stéttafé- laginu eftir yfirburðasigur í formannskosningunum á síðasta ári. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lögfræðingur, sem hlaut mænuskaða eft- ir alvarlegt slys á Spáni. Sævar Ciesielski og fjölskylda hans, sem aldrei gáfust upp á að leita réttlætis. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, aktífisti og rithöfundur. Þau sem komust næst titlinum í fyrra voru: Aðrir tilnefndir voru :
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.