Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 46
Stóra jólablaðið 22. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ GÆLUDÝR.IS: Gæludýrin og jólin Ingibjörg Salóme hefur rekið verslanir Gæludýr.is í að verða 10 ár og hefur séð ýmsar breytingar í jólavenjum gæludýraeigenda. Við sjáum það sífellt betur hversu mikill hluti af fjölskyldunni gæludýrin eru að verða. Eigendur vilja aðeins það besta fyrir þau og leggja metnað í að finna fyrir dýrin jólagjafir og einhverja ljúffenga jólasteik. Aðventan Flest þekkjum við frá barnæsku hversu erfitt getur verið að bíða eftir jólunum og hve gaman er að eiga jóladagatal sem styttir okkur biðina. Við erum með, þriðja árið í röð, jóladagataölin frá Trixie fyrir hunda og ketti en þau hafa svo sannarlega slegið í gegn hjá okkur. Þau eru á frábæru verði og eru fyllt með góðgæti fyrir dýrin. Dýrin hafa vissulega enga hugmynd um aðventuna en þau eru fljót að læra að dagatalið þýðir gotterí! Jólagjöfin Síðustu árin höfum við séð það aukast mjög að dýraeigendur gefi gæludýrunum jólapakka. Einnig hefur á sama tíma aukist að ættingjar sem ekki eiga dýr komi til okkar og kaupi smá jólapakka fyrir dýrin í fjölskyldunni. Ömmur og afar, frænkur og frændur sem almennt koma ekki í dýrabúðir koma hingað og fá aðstoð við að velja smápakka fyrir dýrin svo þau fari nú ekki í jólaköttinn. Það sem eigendur eru oftast að kaupa eru jólavörur eins og t.d. jólasokkar eða litlu jólapakkarnir sem við erum með, en einnig kaupa þeir mikið heilaþrautir og leikföng eða tuskudýr. Meirihluti starfsfólksins hjá okkur á gæludýr og hefur verið afskaplega duglegt að prófa vörur þegar við fáum inn spennandi nýjungar og getur því verið til aðstoðar þegar finna þarf réttu jólagjöfina. Afþreying meðan á borðhaldi og boðum stendur Við þekkjum það flest sem eigum hunda að þeim finnst yfirleitt maturinn okkar mjög áhugaverður. Við sjáum meira og meira að eigendur vilja finna eitthvað fyrir hundinn sinn að dunda við meðan á jólaborðhaldinu stendur eða á meðan jólaboðin standa yfir. Það sem við höfum fengið hvað jákvæðustu viðbrögðin við er Kong. Það sameinar kosti leikfangs, heilaþrautar og nagdóts á sama tíma og það er ótrúlega sterkt. Kong-ið má fylla með ýmsum fyllingum (blautfóðri, uppbleyttu þurrfóðri, hundakæfu, hundanammi) og er mjög sniðugt að græja í það góða fyllingu og smella svo í frystinn til að eiga þegar á þarf að halda. Kong má svo fara í uppþvottavél svo lítið vesen er að halda því hreinu og er einnig til fyrir ketti og smádýr. Önnur útgáfa af heilaþraut og leikfangi eru Snack Snake-snákarnir og Lick N Snack-sleikiplatan. Þessi leikföng ásamt Kong hvetja hunda og ketti til þess að sleikja, sem hjálpar þeim að losa um spennu. Hægt er að gera þrautirnar erfiðari með því að stinga þeim fylltum í frystinn svo þær eiga að henta öllum hundum og köttum. Jólasteikin fyrir hundinn og köttinn Fleiri og fleiri eru farnir að kaupa gott í jólamatinn fyrir gæludýrin á heimilinu. Fyrir smádýrin eru oftast keyptar nammistangir en fyrir hunda og ketti verður yfirleitt fyrir valinu einhver ljúffengur blautmatur. Það blautfóður sem sló í gegn í fyrra hjá okkur var Pussy Deluxe fyrir kisurnar og Meatlove fyrir hundana. Báðar fóðurtegundirnar koma frá Þýskalandi og eru eldaðar við lágan hita undir þrýstingi til þess að viðhalda sem best næringarefnum og sem besta bragðinu. Engin aukaefni eru í fóðrinu og þar sem það er til í nokkrum bragðtegundum ættu bæði gikkir og dýr með fæðuóþol að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við sjáum svo meira og meira af því að hundarnir fái stórt og veglegt jólabein til að smjatta á eftir matinn til þess að þeir séu síður líklegir til að fara smjatta á jólapökkunum. Nánari upplýsingar á vefsíðu Gæludýr.is Get Off-sprey – Er hundurinn eða kötturinn að missa sig yfir jólatrénu og pökkunum? Þá mælum við með Stop Indoor-spreyinu til þess að fæla dýrið frá trénu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.