Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 90

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 90
90 FÓKUS 22. nóvember 2019 OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Nærmynd: Hrekkjalómur úr Vestur- bænum sem elskar pabbahlutverkið n Skemmti sex ára gamall í fjölskylduboðum n „Hann á gott með að drífa fólk áfram“ n Pabbahlutverkið það mikilvægasta M agnús Geir Þórðarson var aðeins níu ára gamall þegar hann skrifaði og setti upp sitt fyrsta leik­ rit og nokkrum árum síðar varð hann yngsti leikhússtjóri lands­ ins. Hann hefur náð undraverð­ um árangri í leikhúsrekstri á Ís­ landi og sömuleiðis við að rétta af rekstur Ríkisútvarpsins. Svo virð­ ist sem allt sem hann snerti verði að gulli. Og nú er hann orðinn leikhússtjóri Þjóðleikhússins. DV bregður hér upp nærmynd af Magnúsi Geir. Varð snemma hrókur alls fagnaðar Magnús Geir Þórðarson er fædd­ ur þann 7. janúar 1973 og ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. For­ eldrar eru þau Þórður Magnús­ son, einn aðaleigandi og stjórnar­ formaður Eyrir Invest, og Marta María Oddsdóttir menntaskóla­ kennari. Eldri bróðir Magnúsar er Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og yngri bróðir hans er Árni Gunnar Þórðarson leikstjóri. Árni Oddur lýsti Magnúsi Geir bróður sínum þannig í viðtali við Morgunblaðið árið 2009: „Við lékum okkur mikið úti, eins og krakkar gerðu. Allir krakkarnir í hverfinu hópuðust saman og við lékum okkur í úti- leikjum jafnvel langt fram á kvöld. Þetta voru krakkar á öll- um aldri. Svona var stemningin í Vesturbænum. Það er mikill kraftur í Magnúsi Geir og hann á gott með að drífa fólk áfram. Strax sex, sjö ára gamall fór hann að hafa gaman af því að vera hrókur alls fagnaðar og skemmta fólki í fjölskylduboðum.“ Magnús Geir gekk í Melaskóla, Hagaskóla og MR en hann steig sín fyrstu skref á sviði í Melaskól­ anum, undir stjórn Magnúsar Péturssonar tónlistarkennara. Fyrsta hlutverkið var kötturinn, sem drap fugl lamaða drengsins, í sögu H.C. Andersen og kviknaði leiklistaráhugi Magnúsar þar, þó svo að hlutverkið hefði ekki verið stórt. Alræmdur hrekkjalómur Magnús Geir ræddi við DV í júlí 1993, þegar hann hafði nýlega fengið inngöngu í leiklistarskóla í Bretlandi. Í því viðtali kom fram að hann hefði oftast verið kallað­ ur Maggi þegar hann var yngri. Sagðist hann hafa verið hnellinn sem krakki og alræmdur hrekkja­ lómur. „Einhverju sinni hringdi sím- inn þegar hann var í matreiðslu í Hagaskóla. Maggi svarar í ein- hverjum prakkaraskap og þegar spurt er um húsvörðinn segir guttinn að það sé hann sem tal- ar. Á línunni var sölumaður sem var að staðfesta pöntun á 90 rúll- um af klósettpappír. „Maður á nú ekki að vera að segja frá þessu en ég sagði honum víst að eitt núllið hlyti að hafa dottið út. Okkur bráðvantaði 900 klósettrúllur og hvort hann gæti ekki komið þeim til mín í snatri. Ég frétti nú aldrei hvernig þetta endaði en þetta voru risastórar rúllur.“ Níu ára gamall fór Magnús Geir með hlutverk í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Hrafn­ inn flýgur. Á þeim tíma var hann farinn að semja leikrit á fullu. „Magnús Geir Þórðarson heitir 9 ára skólapiltur úr Mela- skóla, sem hefur verið að dunda sér við að skrifa leikrit í frítíma sínum. Leikritin eru nú orðin 15 og verður eitt þeirra, „ Keisarinn“, flutt á barnaskemmtun í tilefni 10 ára afmælis Flugleiða um næstu helgi,“ segir í frétt Helgarpóstsins í september 1983. Leikhópurinn samanstóð af krökkum úr Vesturbænum og Magnús leikstýrði verkinu sem hann samdi sjálfur. Magnús varð langyngsti leik­ hússtjóri landsins þegar hann og félagar hans settu á stofn Gaman­ leikhúsið árið 1985. Leikfélagið, sem samanstóð af Magnúsi og æskufélögum hans, setti upp fjöl­ margar sýningar, meðal annars í Gamla Bíói og Þjóðleikhúsinu. Einstök leiðtogahæfni Á menntaskólaárunum í MR tók Magnús Geir meðal annars þátt í starfsemi Herranætur en leið­ togahæfni hans kom enn og aftur í ljós þegar hann hlaut af­ bragðskosningu sem inspector scholae. Árni Oddur hafði einnig orð á því í fyrrnefndu viðtali við Morgunblaðið: „Það sem einkenndi hann strax þegar hann fór í leiklistina var þessi leiðtogahæfni hans, að geta myndað hóp og fengið hann með sér í stór verkefni.“ Eftir stúdentspróf lá leið Magnúsar Geirs til Englands. Þar stundaði hann nám í virtum leik­ listarskóla, Bristol Old Vic Theatre School. Að loknu námi í Englandi sneri Magnús Geir aftur heim og tók að sér starf verkefnastjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur, auk þess sem hann leikstýrði tveimur sýn­ ingum hjá Herranótt í MR. Hann stofnaði Leikfélag Íslands ásamt Pétri Blöndal og tveimur öðrum og settu þeir upp leikritið Stone Free í Borgarleikhúsinu, sem varð mesta sótta leiksýning ársins með 26 þúsund áhorfendur. „Ég held að kostnaður fram að frumsýningu hafi numið yfir tíu milljónum en það var mjög lærdómsríkt að fylgjast með Magnúsi vinna. Daglega hélt hann fund með öllum listrænum stjórnendum sýningarinnar sem voru formfastari en sjálf- ir ríkisstjórnar fundirnir, það fór enginn tími til spillis. Þarna átt- aði ég mig fyrst á því að galdrar leikhússins felast ekki í því að fá leikara til að flytja texta á sviði. Það er öll umgjörðin sem skap- ar galdurinn og leyniformúla Magnúsar er að hafa auga fyr- ir því,“ rifjaði Pétur Blöndal upp í Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is LJ Ó SM Y N D IR : T ÍM A R IT .IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.