Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2019, Blaðsíða 11
22. nóvember 2019 FRÉTTIR 11
SAMHERJAR Í SKUGGAHVERFI
Yfirlögfræðingur Samherja, Arna
Bryndís Baldvins McClure, kem-
ur oft fyrir í Samherjaskjölunum en
hún á íbúð í háhýsinu að Vatnsstíg
16–18. Sú íbúð er tæpir 100 fermetr-
ar og var keypt á tæpar fimmtíu
milljónir árið 2015. Fasteignamat
næsta árs er rúmar 65 milljónir.
Á íbúðinni hvílir þinglýstur leigu-
samningur sem er í gildi.
Það varð uppi fótur og fit þegar Þorsteinn Vil-
helmsson hætti skyndilega hjá Samherja í lok
síðustu aldar og seldi hlut sinn í fyrirtækinu
sem hann hafði stofnað með Þorsteini Má
og bróður sínum Kristjáni Vilhelmssyni. Þótt
hafi andað köldu á milli Þorsteins og Sam-
herja síðan þá hefur félag hans, Fjárfestingar-
félagið Akureyrin ehf., fest kaup á íbúðum í
Skuggahverfinu, að Lindargötu 39. Þorsteinn
á 42,60% í félaginu en eiginkona hans, Þóra
Hildur Jónsdóttir, 31,50%. Nafn félagsins er
spaugilegt því fyrsti frystitogara Samherja hét
einmitt Akureyrin.
Íbúðirnar þrjár sem Fjárfestingarfélag-
ið Akureyrin ehf. á að Lindargötu voru allar
keyptar árið 2014. Ein er tæpir 86 fermetrar
og keypt á rúmar 34 milljónir, en fasteigna-
mat næsta árs er 57,5 milljónir. Önnur er
tæpir níutíu fermetrar og keypt á tæplega 39
milljónir. Fasteignamat hennar á næsta ári er
tæpar 60 milljónir. Loks er það 103,5 fermetra
íbúð sem keypt var á 42,5 milljónir en metin
á næsta ári á 64,450 milljónir. Engir þinglýstir
leigusamningar hvíla á íbúðunum.
VATNSSTÍGUR 16–18
LINDARGATA 39
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR
& UNDIRKERFI