Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2006, Page 28

Skírnir - 01.04.2006, Page 28
26 EINAR MÁR JÓNSSON SKÍRNIR Meðan Ingólfur gengur frá eigum þeirra í Noregi fer Hjörleifur því enn í herferð til Irlands, hann tekur þar þræla, saklausa menn sem eru rifnir frá heimalandi sínu, stelur sverði frá einsetumanni sem hafði því sem næst bjargað lífi hans, og lýgur svo upp sögu um haugbrot. Þannig er hann á vissan hátt þegar búinn að kveða upp sinn eigin dóm. En eitt mikilvægt atriði er enn eftir. Þegar þeir fóstbræður nálgast Island vill Ingólfur að goðin velji framtíðarbú- stað hans, með því móti einu geti hann fest rætur í nýja landinu. Því kastar hann öndvegissúlunum fyrir borð með þeim ummælum að hann muni setjast að þar sem þær reki á land. Þetta er að sjálf- sögðu tekið beint úr Landnámu, en Gunnar Gunnarsson bætir nú við frásögn hennar: Hjörleifur bregst illa við, í augum hans er þetta ekki annað en heimskuleg hjátrú, og hrein vitleysa að velja sér bústað eftir því hvar einhverja viðardrumba rekur á land. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir fóstbræður verða aðskila í hafi og lenda hvor á sínum stað. Hjörleifur er illa haldinn: honum finnst þessi einvera með mönnum sínum og írsku þrælunum svo gersam- lega tilgangslaus og án nokkurrar vonar um frekari ævintýri að hann verður að beita sig valdi til að koma sér fyrir. Um veturinn er hann eins og björn í híði, og um vorið drepa írsku þrælarnir hann með stolna sverðinu. Sagan er nú á enda. Ef Ingólfur hefði verið einn hefði hann aldrei flust til Islands, ef Hjörleifur hefði verið einn hefði hann aldrei getað sest að neins staðar. Til að landnámið gæti hafist þurfti samvinnu þeirra beggja. En nú er sögulegu hlutverki Hjörleifs lokið. Það var hann sem réð úrslitum um að Ingólfur ákvað að flytja til Islands, en með því að leggjast gegn þeirri ákvörðun fóst- bróður síns að láta goðin ráða bústaðnum hafnar hann í rauninni rótfestu í nýja landinu, a.m.k. þeirri rótfestu sem Ingólfur stefnir að. Dapurleiki hans eftir lendinguna við Hjörleifshöfða sýnir glögglega að hverju stefnir: Hjörleifur verður að hverfa af sjónar- sviðinu, og það gerir hann eins og hann hafði lifað. Þetta skilur Ingólfur á sinn hátt: hann telur að Hjörleifur hafi verið fyrsti land- námsmaður íslands í raun og veru en guðirnir — eða landvættirn- ar — hafi heimtað hann sem fórn. Þetta var mikil fórn, segir Ingólfur, en það er ekki hans að deila við goðin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.