Gríma - 01.09.1942, Page 12

Gríma - 01.09.1942, Page 12
10 HAMRA-SETTA [Gríma er að vísu ekki sagt, hvaða dag lík Steingríms var grafið upp, en telja verður það sanni næst, að þeir, líkskoðunarmennirnir, hafi unnið eiðinn skömmu eftir að þeir höfðu lokið athugunum sínum. Sé gert ráð fyrir, að í vottorðinu sé miðað við vikumánuði, ætti lát Steingríms að hafa borið að um miðjan des- embermánuð 1539, annars nokkru fyrr. Áður en fleiri heimildir eru færðar um atburð þennan, virðist rétt að geta um kaupsamning, sem gerður var að Eyvindará 18. marz 1540, eða tæpum hálfum þriðja mánuði áður en dómþingið var háð að Egilsstöðum. Þá var Sesselja Loftsdóttir stödd á Eyvindará1) og seldi Birni Jónssyni bónda þar eignarjörð sína Egils- staði fyrir Hólaland í Borgarfirði (eystra), sem þá var talið 10 hundruð að dýrleika. Átti Sesselja að fá sex málnytu-kúgildi þá um vorið og hest fyrir hundrað; auk þess skyldi hún fá þrjú hundruð að öðru vori í öllum þarfligum peningum. En af kúgildunum bar henni að svara tveimur „bænhúss-kúgildum“, og hafa þau líklega átt að fylgja Egilsstöðum. En Björn áskildi sér „aftur sína peninga alla, ef Egilsstaðir kynni af að ganga með lögum“ (Isl. Fbrs. X. 514— 515). Þessi varnagli hefur haft sína þýðingu, því að bæði höfðu orðið málaferli út af eignarrétti á Egils- stöðum rúmum 20 árum áður,2) og svo hefur þá að líkindum verið komið orð á, að ekki væri allt með felldu um dauða Steingríms; mátti því búast við málarekstri út af þessu, eins og reyndar kom á dag- inn. Af bréfinu sést einnig, að jarðakaup þessi hafa ’) „í Ei5amannasveit,“ stendur í kaupbréfinu. 2) ísl. Fbrs. VIII. nr. 535.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.