Gríma - 01.09.1942, Side 28

Gríma - 01.09.1942, Side 28
26 HAMR A-SETT A t Otlma skráði margar þjóðsagnir. Hafði hann það orð á sér, að vera áreiðanlegur maður og vandaður í hvívetna. Mun því enginn kunnugur bera brigður á það, að Jón hafi ritað framanskráða sögu nákvæmlega að efni eins og hann heyrði hana sagða af kunnugustu mönn- um í sveit sinni. En þar og víðar á Austurlandi var sagan algeng á dögum Jóns, og enn kunna ýmsir Austfirðingar nokkur skil á henni. Þeir, sem telja allar þjóðsögur bláberan uppspuna, geta sagt, að þau atriði, sem rétt eru í sögunni, stafi af því, að menn hafi öðruhvoru rekizt á bréfin og þá glöggvað sig á þeim. En sagan sjálf bendir alls ekki á það. Dómarnir eru ekki nefndir á nafn í henni, enda hafa þeir grafizt og gleymzt í öðru bréfarusli, þegar tímar liðu. Frásagnarblær sögunnar ber það einmitt með sér, að hún hafi gengið lengi í munnmælum. Samt fer hún rétt með nöfn þeirra Sesselju og Steingríms. Og meginatriði sögunnar — morðið sjálft — var sam- kvæmt tíðaranda talið þá sannað, eftir að Sesselja féll á eiðnum, sem henni var dæmdur. Að því leyti bergmálar sagan almenningsálitið um glæpinn og umtal það, sem viðburðurinn vakti um alla Aust- fjörðu og víðar, eins og greinilega er látið í ljós í dómi Markúsar sýslumanns. Þá styðst það við sann- sögulegar líkur, að Sesselja hafi aldrei verið líflátin, og fullar sönnur fást um hið nána vinfengi þeirra Bjarna og Sesselju. Á hinn bóginn er það málum blandað, að Sesselja frelsaðist við altarishornið í Skálholti, þótt sjá megi, af hverju sú missögn er sprottin. Þá er og nokkur ruglingur í sögunni um Þorvarð í Njarðvík. Þjóðsag- an telur hann Bjarnason. Hann mun hafa verið

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.