Gríma - 01.09.1942, Side 41

Gríma - 01.09.1942, Side 41
Gríma] SÖGUR UM SVIPI 39 í álaferð; er þá vaðið með net út í Lónið og það dregið á land með öllu, sem í því er, en það er vanalega sil- ungur og koli. Komum við ekki heim fyrr en seint um nóttina. Sáum við þá allir eitthvað ókennilegt koma sunnan túnið. Var það eins og hvítur strókur, upp- mjór og grennri en maður, en þó hærri. Fótaburð sáum við engan. Leið þetta áfram og nálgaðist okkur, þangað til það kom undir sátu, sem stóð þar á tún- inu; þá nam það staðar og lykkjaðist niður. Eg bað mennina að ganga með mér að sátunni, til þess að skoða þetta nánar, en þeir færðust undan því, hvað sem því olli. Líklega hafa þeir orðið smeykir, en sjálf- ur var eg barn að aldri og þorði ekki einsamall. Stóð- um við svo nokkra stund úti, en sáum ekki frekar til stróksins. Var eg einlægt að biðja hina að koma með mér og aðgæta hann, en þeir vildu ekki, og var þó nóttin björt sem dagur væri. Síðan fórum við inn að sofa; lá eg lengi andvaka og var að hugsa um sýn þessa, en að lokum sofnaði eg, enda var eg yfirkominn af þreytu. — Þegar eg vaknaði daginn eftir, var mér sagt, að bóndinn á næsta bæ hefði dáið um nóttina, þegar klukkan var rétt um fjögur. c. Framliðinn faðir vitjar sonar síns. [Handr. Þorsteins M. Jónssonar, eftir handr. Páls Guðmunds- sonar skólapilts 1906.] Fyrir nokkrum árum var Friðfinnur trésmiður Jónsson á Blönduósi við smíðavinnu í Þverárdal í Húnavatnssýslu. — Þá var það einn morgun, að bóndinn þar, Brynjólfur Bjarnason, lagði af stað í kaupstaðarferð norður á Sauðárkrók. Þetta var snemma dags, og voru því ljós kveikt í baðstofunni, meðan verið var að tygja sig til ferðar. Friðfinnur

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.