Gríma - 01.09.1942, Page 42

Gríma - 01.09.1942, Page 42
40 SÖGUR UM SVIPI [Gríma hafði vaknað við umganginn og lá vakandi í rúmi sínu. Daufa birtu lagði um baðstofuna af dálítilli ljós- týru, sem stóð þar á borði. Rúm það, er Friðfinnur svaf í, var framarlega í baðstofunni, og sneri fótagafl- inum að dyrunum, en gegnt því, hinum megin dyra, stóð annað rúm, og svaf í því unglingspiltur, er þar átti heima. Þegar Friðfinnur hafði legið þannig vak- andi nokkra stund, sá hann allt í einu, að baðstofu- dyrnar opnuðust og inn kom maður, meðallagi stór, rauðhærður, með svartan hatt á höfði. Hann gekk beint að rúmi piltsins, laut niður að honum og kross- aði yfir hann; stóð hann þannig nokkra stund hálfbog- inn við rúmið. Þegar Friðfinnur horfði á þetta, datt honum í hug, að maður þessi mundi ætla að gera piltinum eitthvað illt. Hann rétti því fótinn út undan rúmfötunum og ætlaði að sparka í hann; en er að- komumaðurinn varð þess var, að Friðfinnur hreyfði sig í rúminu, þokaði hann fram að dyrunum og leit illilega til hans um leið og hann hvarf fram fyrir. Þegar allt fólkið var komið á fætur um morgun- inn, sagði Friðfinnur frá því, sem fyrir hann hafði borið, og lýsti manninum, sem hann hafði séð. Kom lýsingin nákvæmlega heim við föður piltsins; var hann dáinn fyrir nokkrum árum, og hafði Friðfinnur aldrei séð hann. — Skömmu síðar veiktist pilturinn og dó. Var það mál manna, að faðir hans hefði komið til hans þenna morgun til þess að búa hann undir vistaskiptin.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.