Gríma - 01.09.1942, Síða 60

Gríma - 01.09.1942, Síða 60
58 DRAUGASÖGUR [Gríma á hestinum og Duðu, en ekki gat hann fest hönd á henni né fundið að neitt væri fyrir, er hann sló til hennar. Gekk þessi leikur allt fram undir Illugastaði, og er það þó alllöng leið. I litlu holti út og niður af Illugastöðum skildi Duða loks við Isfeld og hvarf frá; reið hann heim á hlaðið örþreyttur og alveg utan við sig eftir viðureignina. Jóhann bóndi stóð úti og er hann sá, að Isfeld var brugðið, varð honum að orði: „Nú hefur þú hitt Duðu“. Var Isfeld þar um nóttina. — Hann hefur aldrei orðið Duðu var síðan. Ólaf Sigurðsson, sem áður bjó í Grjótárgerði og Kotungsstöðum, dreymdi eitt sinn, að Duða kæmi til hans. Hafði hann orð á því við hana, að vond hlyti hún að vera, úr því að hún væri að þessu sífellda brölti. „Eg er nú ekki eins vond og af er látið“, svaraði Duða. „Það ber mest á þessu af því að fólk er svo hrætt við mig. — En eg er nú líka í þann veginn að hætta“. Lýkur hér af Reykja-Duðu að segja. b. Hleiðargarðs-Skotta. [Sjá Þjóðs. Jóns Árnasonar I, 367—71; Þjóðs. Ólafs Davíðs- sonar II, 226—28 og Gráskinnu II, 86 og III, 24—25. J. R.] Hleiðargarðs-Skotta var send Sigurði bónda í Hleiðargarði um eða úr miðri 18. öld, svo að hún ætti eftir því að fara að kenna elli úr þessu og hafa fyrir löngu slitið barnsskónum, enda er nú lítið á hana minnzt á síðari árum. Hefur hún jafnan fylgt heima- fólki í Hleiðargarði og ekki haldið tryggð við einn fremur en annan. Þess er mjög sjaldan getið, að henn- ar hafi orðið vart þar á heimilinu eða að hún hafi gert þar hinn minnsta óskunda, en aldrei hefur hún verið sporlöt að bregða sér á bæi á undan Hleiðar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.