Gríma - 01.09.1942, Side 63

Gríma - 01.09.1942, Side 63
Gríma] DRAUGASÖGUR 61 laugur neitt um það, sem við hafði borið um kvöldið, enda var þeim vel til vina, Jóni og honum. Þuríður Friðfinnsdóttir Þorlákssonar á Krónu- stöðum var eitt sinn í f jósi að gefa kúm. Heyrði hún þá hlátra og skríkjur úti fyrir fjósdyrunum. Leit hún út, en sá engan. Skömmu síðar kom að fjósdyrunum maður frá Hleiðargarði. — Kom það oft fyrir, að slíkir hlátrar og skríkjur heyrðust á undan Hleiðar- garðsfólki. Þegar Friðrik Jóhannsson í Nesi (f 1926) bjó á Gilsbakka í Grundarsókn (1882—97) fór hann og Sigrún Pálsdóttir kona hans eitt gamalárskvöld í kynnisför fram að Nesi, því að þar bjó þá móðir Sig- rúnar, Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Veður var gott og glatt tunglskin, svo að bjart var sem um hádag. Þegar þau riðu um túnið í Hleiðargarði, sáu þau stúlku, sem var að rjátla á milli mykjuhlassanna. Héldu þau, að þetta væri einhver stúlka, og hugðust að hafa tal af henni, en þegar þau nálguðust hana, fór hún smám saman að beygja sig niður að hlössunum, eins og hún væri að leita að einhverju. Þau áttu skammt til henn- ar, þegar hún hvarf skyndilega niður í eitt hlassið. Urðu hjónin mjög hissa á þessu og datt þegar í hug, að þar væri Skotta á ferðinni. Þegar þau riðu hjá hlassinu, sem Skotta hvarf í, fóru hross þeirra að ó- kyrrast, sperra eyrun og gjóta augunum til hlassins, en ekki urðu þau annars vör en orðið var. Það var rétt um 1890, að vetri til í rökkurbyrjun, að Þóra Þorkelsdóttir, sem þá var húsfreyja á Stokka- hlöðum, átti erindi fram í stofu, sem var norðan bæj- ardyra. Andspænis stofuganginum var gangur inn í skála sunnan bæjardyra. Þegar Þóra kom aftur út úr stofunni, sá hún, að fremst í skálaganginum á móti

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.