Gríma - 01.09.1942, Page 73

Gríma - 01.09.1942, Page 73
Gríma] DRAUGASÖGUR 71 hana jafnvel á boðstólum; vissi hann, sem var, að fáar bændadætur í héraðinu voru hennar jafnokar. Eitt sinn að hausti til fór Einar í kaupstaðarferð til Akureyrar og hitti þar Svarfdæling nokkurn, er Sig- urður hét. Buðu þeir hvor öðrum í staupinu og fóru að rabba saman. Vék þá Einar talinu að Guðrúnu, hældi henni á hvert reipi og spurði Sigurð, hvernig honum litist á að leita ráðahags við hana. Sigurður hafði heyrt Guðrúnar að góðu getið og tók því lík- lega, ef þetta mætti vera alvörumál. Samdist svo með þeim yfir flöskunni, að hann skyldi vitja meyjarmál- anna um næstu sumarmál, og skildu þeir við það. Veturinn eftir bauðst Guðrúnu loks sá biðill, sem henni líkaði. Var það efnilegur og vel látinn bónda- sonur frá Gullbrekku, Bjarni að nafni. Hafði Einar þá gleymt öllu rugli sínu við Svarfdælinginn og hafði því ekkert á móti því, að þessi ráð tækjust. Giftust þau Guðrún og Bjarni undir vorið og settust að í Gullbrekku. — Um sumarmálahelgina fyrstu kom Sigurður fram í Möðrufell eftir umtalinu um haustið, en þóttist illa gabbaður, sem von var, þegar mærin var öðrum gefin. Friðmæltist Einar við hann og vildi með öllu móti jafna mál þetta með góðu; kvað hann þetta hafa verið í gamni sagt og því gleymzt eins og hver önnur markleysa. En Sigurður undi sínum hlut því verr, sem lengur var um þetta talað, og kvað það vesalmenni aldrei skyldi þrífast, sem tekið hefði stúlkuna af sér. Hvarf hann aftur heim til sín og var hinn reiðasti. — Einar tók sér þetta nærri, og af því að hann óttaðist hefnd af hendi Sigurðar, reið hann þegar fram að Gullbrekku og sagði þeim hjónum alla söguna. Orð lék á, að faðir Sigurðar væri göldróttur; þótti því Bjarna allur varinn góður, fór til bóndans í

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.