Gríma - 01.09.1942, Side 78

Gríma - 01.09.1942, Side 78
7. Skrímslasögur. a. Nikurtjörn á Þorgeirshöfða. [Handrit Theódórs Friðrikssonar rithöf. 1907. Sögn Steinvarar Björnsdóttur á Botni í Þorgeirsfirði.] Munnmæli herma, að nykur sé í tjörn þeirri, sem er uppi á höfðanum milli Þorgeirsfjarðar og Hvalvatnsfjarðar nyrðra. Hafa menn það fyrir satt, að þegar tjörnina leggur á vetrum, þá bresti oft svo hátt í ísnum, að vel heyrist til næstu bæja, Þöngla- bakka og Brekku. Ungir og kjarkgóðir piltar hafa stöku sinnum reynt að ganga fram á tjarnarísinn að gamni sínu, þegar hann hefur verið orðinn alinnar þykkur eða svo, en alltaf hefur farið á sömu leið; þegar þeir hafa verið komnir svo sem fjóra eða fimm faðma fram á ísinn, hefur þeim fundizt hann ætla að brotna undan þeim og brakið og brestirnir orðið svo miklir, að hann hefur allur kross-sprungið undir fót- um þeirra. Hafa þeir því forðað sér í land aftur hið skjótasta. Telja menn, að nykur sá, er í tjörninni býr, valdi kynjum þessum. Stundum hafa menn einnig þótzt sjá stórgrip þar við tjörnina; líkist hann mest hesti, en í seinni tíð hefur enginn gerzt svo djarfur, að hafa hendur á honum eða koma honum á bak. Veldur því saga sú, er hér fer á eftir. Fyrir langalöngu var á Kaðalsstöðum í Hvalvatns-

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.