Bændablaðið - 09.06.2016, Page 22

Bændablaðið - 09.06.2016, Page 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Þú finnur fleiri notaða á benni.is Reykjavík Vagnhöfða 27 Sími: 590 2035 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 10-18 Laugardaga 12-16 H öfðabakki V agnhöfði Tangarhöfði Bíldshöfði VIÐ ERU M HÉR SSANGYONG MUSSO Dísel / Sjálfskiptur / Skráður: 6/2005 Ekinn: 165.000 km. Verð: 990.000 kr. MITSUBISHI PAJERO Dísel / Sjálfskiptur / Skráningarár: 02/2007 Ekinn: 155.000 km. Verð: 2.890.000 kr. NISSAN PATROL GR Dísel / Sjálfskiptur / Skráningarár: 10/2005 Ekinn: 159.000 km. Verð: 2.590.000 kr. NISSAN PATHFINDER SE Dísel / Sjálfskiptur / Skráningarár: 6/2013 Ekinn: 83.000 km. Verð: 5.990.000 kr. NOTAÐIR BÍLAR Skoðaðu úrvalið á benni.is Lög um Skógræktina samþykkt − Fimm stofnanir renna saman í eina og umsjón Hekluskógaverkefnis að auki Alþingi hefur samþykkt lög um nýja stofnun, Skógræktina, þar sem nokkrar stofnanir eru sam- einaðar í eina. Með samþykkt laganna renna saman í eina stofnun Skógrækt ríkisins og landshlutaverk- efni í skógrækt. Verkefnin eru Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar og Suðurlandsskógar ásamt því að umsjón með Hekluskógum flyst með inn í nýja stofnun. Kveðið er á um það í lögun- um að hin nýja stofnun skuli heita Skógræktin. Á næstu vikum verður unnið að því að hanna útlit nýrrar stofnunar, vefsíðu og nýtt merki. Fljótlega verður skipurit stofnunar- innar kynnt ráðherra ásamt stefnu- skjölum og markmiðum. Einnig verða lausar stjórnunarstöður aug- lýstar til umsóknar. /VH Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Vatnsdælur, háþrýstidælur og rafstöðvar Hjá Dynjanda færðu öflugar rafstöðvar, vatns- og háþrýstidælur í mismunandi stærðum og gerðum. Við veitum þér faglega aðstoð. Hafðu samband. Sitkagreniskógur í Svartagili í Haukadal. Ný löggjöf um heimagistingu tekur gildi 1. janúar: Heimilt að leigja í 90 daga án rekstrarleyfis Samkvæmt nýrri löggjöf um heimagistingu verður einstak- lingum heimilt að leigja út heimili sitt og aðra fasteign sem hann/hún hefur til persónulegra nota í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa að sækja um rekstrarleyfi. Lögin munu taka gildi 1. janúar 2017. Helstu markmiðin með nýrri löggjöf eru að bregðast við þróun í gistiframboði hér á landi og jafnframt að bregðast við miklum fjölda leyfislausrar gistingar. Þá eru í lögunum skýrð betur mörkin milli gististarfsemi í atvinnuskyni og tímabundinnar leigu af hálfu einstak- linga gegnum deilihagkerfið. Áhrif breytinganna munu sjást í betri yfirsýn um gistiframboð, bættri skráningu og skilum skatttekna af gististarfsemi og einfaldara reglu- verki fyrir rekstrarleyfi. Nánar um nýju löggjöfina Í nýju löggjöfinni eru flokkar gisti- staða og mörk þeirra á milli skýrð nánar. Í fyrsta lagi eru gististaðir skil- greindir sem staðir þar sem boðin er gisting til að hámarki 30 daga sam- fleytt í senn til sama aðila. Gisting til lengri tíma en 30 daga fellur þá undir húsaleigulög, nr. 36/1994. Þá er gistiflokki heimagistingar breytt þannig að hann nái til einstak- linga sem hyggjast leigja út lögheim- ili sitt og/eða eina aðra fasteign í sinni eigu sem viðkomandi nýtir persónulega. Heimilt verður að leigja út viðkomandi eignir saman- lagt í allt að 90 daga á ári hverju eða þar til viðkomandi nær leigutekjum sem nema brúttó tveimur milljónum króna. Rétt er að taka fram að samhliða hefur verið samþykkt breyting á lögum nr. 50/1988 um virðis- aukaskatt. Þar er veltumörkum skattskyldu og fjárhæðarmörkum uppgjörstímabila breytt á þann hátt að skylda til að innheimta virðis- aukaskatt hefjist þegar tekjur ná 2.000.000 kr. í stað 1.000.000 kr. í dag. Skrá þarf eignir hjá Sýslumanni Að auki felst í frumvarpinu að einstaklingar sem ætla að bjóða upp á heimagistingu samkvæmt nýrri skilgreiningu þurfi að skrá sig á vef sýslumanna og staðfesta að þeir uppfylli ákveðnar kröfur um bruna- varnir, ástand og samþykkt eignar sem íbúðarhúsnæðis. Fyrir skráningu verður greitt árgjald, 8000 kr. Þetta er ætlað til að einfalda og bæta eft- irlit með leyfislausri starfsemi. Einstaklingar sem skrá sig þurfa enn fremur að skila sýslumanni árlega nýtingaryfirliti og/eða tekju- yfirliti ásamt því að fá úthlutað skráningarnúmeri sem ber að birta og nota í allri markaðssetningu og eins ber að merkja viðkomandi húsnæði með númerinu. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.