Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 22

Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Þú finnur fleiri notaða á benni.is Reykjavík Vagnhöfða 27 Sími: 590 2035 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 10-18 Laugardaga 12-16 H öfðabakki V agnhöfði Tangarhöfði Bíldshöfði VIÐ ERU M HÉR SSANGYONG MUSSO Dísel / Sjálfskiptur / Skráður: 6/2005 Ekinn: 165.000 km. Verð: 990.000 kr. MITSUBISHI PAJERO Dísel / Sjálfskiptur / Skráningarár: 02/2007 Ekinn: 155.000 km. Verð: 2.890.000 kr. NISSAN PATROL GR Dísel / Sjálfskiptur / Skráningarár: 10/2005 Ekinn: 159.000 km. Verð: 2.590.000 kr. NISSAN PATHFINDER SE Dísel / Sjálfskiptur / Skráningarár: 6/2013 Ekinn: 83.000 km. Verð: 5.990.000 kr. NOTAÐIR BÍLAR Skoðaðu úrvalið á benni.is Lög um Skógræktina samþykkt − Fimm stofnanir renna saman í eina og umsjón Hekluskógaverkefnis að auki Alþingi hefur samþykkt lög um nýja stofnun, Skógræktina, þar sem nokkrar stofnanir eru sam- einaðar í eina. Með samþykkt laganna renna saman í eina stofnun Skógrækt ríkisins og landshlutaverk- efni í skógrækt. Verkefnin eru Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar og Suðurlandsskógar ásamt því að umsjón með Hekluskógum flyst með inn í nýja stofnun. Kveðið er á um það í lögun- um að hin nýja stofnun skuli heita Skógræktin. Á næstu vikum verður unnið að því að hanna útlit nýrrar stofnunar, vefsíðu og nýtt merki. Fljótlega verður skipurit stofnunar- innar kynnt ráðherra ásamt stefnu- skjölum og markmiðum. Einnig verða lausar stjórnunarstöður aug- lýstar til umsóknar. /VH Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Vatnsdælur, háþrýstidælur og rafstöðvar Hjá Dynjanda færðu öflugar rafstöðvar, vatns- og háþrýstidælur í mismunandi stærðum og gerðum. Við veitum þér faglega aðstoð. Hafðu samband. Sitkagreniskógur í Svartagili í Haukadal. Ný löggjöf um heimagistingu tekur gildi 1. janúar: Heimilt að leigja í 90 daga án rekstrarleyfis Samkvæmt nýrri löggjöf um heimagistingu verður einstak- lingum heimilt að leigja út heimili sitt og aðra fasteign sem hann/hún hefur til persónulegra nota í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa að sækja um rekstrarleyfi. Lögin munu taka gildi 1. janúar 2017. Helstu markmiðin með nýrri löggjöf eru að bregðast við þróun í gistiframboði hér á landi og jafnframt að bregðast við miklum fjölda leyfislausrar gistingar. Þá eru í lögunum skýrð betur mörkin milli gististarfsemi í atvinnuskyni og tímabundinnar leigu af hálfu einstak- linga gegnum deilihagkerfið. Áhrif breytinganna munu sjást í betri yfirsýn um gistiframboð, bættri skráningu og skilum skatttekna af gististarfsemi og einfaldara reglu- verki fyrir rekstrarleyfi. Nánar um nýju löggjöfina Í nýju löggjöfinni eru flokkar gisti- staða og mörk þeirra á milli skýrð nánar. Í fyrsta lagi eru gististaðir skil- greindir sem staðir þar sem boðin er gisting til að hámarki 30 daga sam- fleytt í senn til sama aðila. Gisting til lengri tíma en 30 daga fellur þá undir húsaleigulög, nr. 36/1994. Þá er gistiflokki heimagistingar breytt þannig að hann nái til einstak- linga sem hyggjast leigja út lögheim- ili sitt og/eða eina aðra fasteign í sinni eigu sem viðkomandi nýtir persónulega. Heimilt verður að leigja út viðkomandi eignir saman- lagt í allt að 90 daga á ári hverju eða þar til viðkomandi nær leigutekjum sem nema brúttó tveimur milljónum króna. Rétt er að taka fram að samhliða hefur verið samþykkt breyting á lögum nr. 50/1988 um virðis- aukaskatt. Þar er veltumörkum skattskyldu og fjárhæðarmörkum uppgjörstímabila breytt á þann hátt að skylda til að innheimta virðis- aukaskatt hefjist þegar tekjur ná 2.000.000 kr. í stað 1.000.000 kr. í dag. Skrá þarf eignir hjá Sýslumanni Að auki felst í frumvarpinu að einstaklingar sem ætla að bjóða upp á heimagistingu samkvæmt nýrri skilgreiningu þurfi að skrá sig á vef sýslumanna og staðfesta að þeir uppfylli ákveðnar kröfur um bruna- varnir, ástand og samþykkt eignar sem íbúðarhúsnæðis. Fyrir skráningu verður greitt árgjald, 8000 kr. Þetta er ætlað til að einfalda og bæta eft- irlit með leyfislausri starfsemi. Einstaklingar sem skrá sig þurfa enn fremur að skila sýslumanni árlega nýtingaryfirliti og/eða tekju- yfirliti ásamt því að fá úthlutað skráningarnúmeri sem ber að birta og nota í allri markaðssetningu og eins ber að merkja viðkomandi húsnæði með númerinu. /VH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.