Bændablaðið - 09.06.2016, Side 30

Bændablaðið - 09.06.2016, Side 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Kvistar í Reykholti: Dumbrauð, bústin og safarík kirsuber Það er alla jafna ekki mikið svigrúm til að njóta íslenskra, dumbrauðra, þrýstinna og safa- ríkra kirsuberja, hvorki í tíma né rúmi. Kirsuberjatíminn stendur reyndar nú yfir og ræktunarstað- urinn er á Garðyrkjustöðinni Kvistum í Reykholti í Biskups- tungum. Aðeins ein önnur stöð selur kirsuber og það er Engi í Laugarási, en ber eru ekki farin í sölu þaðan. Hjónin Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur og Steinar Á. Jensen rafvélavirki reka Kvista. Hólmfríður segir að hún sé nú með fjórar berjategundir í ræktun; jarðar- ber, hindber, kirsuber og brómber. Byrjað hafi verið á jarðarberjarækt- uninni, síðan komu hindberin, þá brómberin og loks kirsuberin – en þegar blaðamaður var þar á ferð í lok maí voru brómberin um það bil að berast á markað. Upphaflega eingöngu skógarplöntustöð Stöðin var reyndar upphaflega skógarplöntustöð þegar hún var stofnuð árið 2000, þar sem eingöngu voru framleiddar skógarplöntur í fjölpottabökkum. Síðan þróaðist framleiðslan yfir í ýmsar tegundir garð- og skógarplantna; ýmist ung- plöntur í bökkum eða eldri plöntur í pottum. Þá hefur stöðin séð lands- hlutabundnu skógræktarverk- efnunum fyrir plöntum; svo sem Suðurlandsskógum, Vesturlands- skógum og Hekluskógum. Hún sérhæfir sig líka í því að þjónusta sumarhúsaeigendur og leiðbeina þeim með val í þeirra lönd. Hreinleikinn verðmætur Hólmfríður segir að í berjaræktun- inni sé ekki notast við nein varn- arefni. Þar sé notast við lífrænar varnir eingöngu og það sé ómetan- legt að geta státað af því og hreina vatninu sem sé notað í ræktunina. Hindberjatíminn stendur svo yfir frá maíbyrjun og út ágúst og hvetur Hólmfríður fólk til að njóta ferskra berjanna á meðan hægt er. /smh Til að halda smáfuglunum frá berj- unum, einkum skógarþrestinum, er notast við þessa fuglafælu frá Fuglavörnum. Sölubásinn á Kvistum var fallegur þegar blaðamaður var þar á ferð. Bróm- berin eru væntanleg á allra næstu dögum. Á Kvistum eru einnig til sölu sultutegundir úr hind- og jarðarberjunum. Nokkur falleg og fullþroska gómsæt brómber fundust. Hólmfríður Geirsdóttir í kirsuberjahúsinu. Myndir / smh Garðyrkjubændur! Verslun og markaður á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir samstarfi við garðyrkjubændur Kartöflur − blóm − grænmeti Nánari upplýsingar veittar í síma 899-5128

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.